Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 20

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Breytingar í Mývatni einnig hratt og grafist í botninn á skömmum tíma versni skilyrðin. „Það er einkum tvennt, sem við teljum að valdi því að kúluskíturinn er að hverfa,“ segir Árni. „Annað er breytingar á straumakerfi í vatninu sem líklega er vegna breytinga á veðurlagi. Hitt er minni birta í vatn- inu, en vöxtur svifþörunga stjórnar fyrst og fremst birtunni. Verið er að rannsaka báða þessa þætti, en mikill breytileiki er í hvoru tveggja frá ári til árs. Mývatn er mjög næringarríkt frá náttúrunnar hendi. Meginskýringin á því er að þangað berst mikið af fosfór með grunnvatni sem kemur úr gosbeltinu í Ódáðahrauni. Víða í menningarlöndum þar sem svona mikill svifþörungavöxtur er í vötn- um er það oft vegna mengunar frá þéttbýli eða landbúnaði. Það er ekki víst að það sé meðal ástæðna í Mý- vatni. Nánast allt vatn sem kemur í Mý- vatn er uppsprettuvatn og vissulega hefur orðið mikil aukning á næring- arefnum í uppsprettum næst þétt- býlinu og iðnaðinum. Þær upp- sprettur eru hins vegar ekki þær vatnsmestu.“ Jafnar lífsskilyrði smádýra Árni víkur að breytingum á græn- þörungum, sem hann segir að hafi myndað eins konar mottu eða teppi á stórum hluta vatnsbotnsins. Þetta teppi sé við það að hverfa og slíkt feli í sér mikla breytingu á vistkerfi Mývatns. Hann segir að áberandi séu breytingar á vindafari við vatnið síðustu áratugi og nefnir sem dæmi að fyrir 20-30 árum hafi nánast allt- af verið hægt að fara út á vatnið á bát. Nú þurfi menn að sæta lagi. Hóflegur blástur skapi betri að- stæður fyrir þörunginn en mikið logn eða stöðugt rok. „Allt í einu áttuðum við okkur á því að þörungamottan var að hverfa, en það var nokkuð sem við áttum alls ekki von á. Sú breyting virðist tengjast því sem er að gerast á heimsvísu samkvæmt því sem nýleg rannsókn sýnir. Slíkar mottur voru þekktar í mörgum vötnum víða um heim, en eru víðast hvar að hverfa. Þetta er einkum rakið til næringar- efnaauðgunar vegna mannlegra at- hafna, yfirleitt landbúnaðar eða þéttbýlismyndunar.“ Þörungamottan á botni Mývatns jafnar lífsskilyrði smádýra þar, veit- ir þeim skjól og súrefni og í henni þrífast átutegundir, bæði mý og krabbadýr, sem eru einkar eftirsótt fæða fiska og fugla. Árni segir að eyðing þörungamottunnar muni óhjákvæmilega ýta undir frekari sveiflur í lífríkinu. Bleikjuveiðum sjálfhætt „Önnur stór breyting í Mývatni er að það er nánast orðið bleikjulaust,“ segir Árni. „Það kvað svo rammt að þessu að í fyrra friðuðu bændur vatnið að mestu fyrir veiði. Nú veiða menn aðeins með löndum og í gróf- riðin net, sem veiða fyrst og fremst urriða. Bleikjustofninn er orðinn mjög lítill og það er ljóst að sýkingu er ekki um að kenna. Urriða virðist ekki hafa fjölgað á sama tíma. Það sem hefur gerst síðan um 1970 er að sveiflur hafa magnast upp í vatninu. Það koma ár þar sem ekkert mý er í vatninu og engin áta fyrir silunginn. Þá svelta allir og bleikjan drepst í stórum stíl og tímgast ekki. Sömu ár komast að- eins upp fáir andarungar. Síðan koma ár með reglulegu millibili þeg- ar mikið er af mýi. Þá komast kannski upp einn til tveir árgangar af bleikju og nokkrir árgangar af andarungum. Svona gengur þetta með reglu- legu millibili þar sem kringum sjö ár eru á milli toppa. Þessi taktur hefur orðið til þess að bleikjustofninn þrífst ekki. Þegar nýir árgangar voru að koma voru þeir kýldir niður með átuleysi, en menn héldu áfram að veiða eins og ekkert hefði ískor- isti. Mikið af bleikjunni sem þó skrimti var veitt og fæðuskortur og veiðálag leiddu til hruns í stofninum. Bleikjuveiðum var því nánast sjálf- hætt þegar innan við þúsund veið- anlegir fiskar voru eftir í vatninu.“ Yfir 40 tegundir af rykmýi Á heimasíðu Náttúrurannsókna- stöðvarinnar segir um mýið: Liðlega 40 tegundir af rykmýi þekkjast í Mývatnssveit, en aðeins fáar eru verulega algengar. Allar eiga þær sammerkt að dveljast drýgstan hluta ævinnar sem lirfur á vatns- botninum. Sumar gera sér pípur í leðjuyfirborðinu, aðrar príla um á vatnagróðrinum. Mergðin getur ver- ið með ólíkindum. Ekki er óalgengt að liðlega 200.000 lirfur finnist á hverjum fermetra af vatnsbotni. Það merkir að á lófastórum bletti geta verið um 2.000 lirfur. Stundum er fjöldinn miklu meiri en það. Kísilþörungar og rotnandi líf- verur eru aðalfæða þeirra. Fáeinar tegundir hafa þó sérhæft sig sem rándýr og leggjast á önnur smádýr á botninum.“ Mýstofnarnir eru nú að rísa upp úr lægð síðustu tveggja ára og má búast við hámarki í kringum 2015 ef sveiflugangurinn heldur áfram með sama sniði og verið hefur. Litlar breytingar Árið 2004 var hætt að dæla kísil- gúr úr Mývatni og segir Árni að litl- ar merkjanlegar breytingar hafi orðið í vatninu frá þeim tíma. Nær- ingarefnastreymið í vatnið í upp- sprettunum hafi reyndar minnkað fyrst á eftir, en sé byrjað að aukast aftur, trúlega vegna vaxandi ferða- mennsku. Hann segir að breyting á þör- ungamottunni hafi verið byrjuð áður en kísilverksmiðjan hætti og hafi haldið áfram eftir það. Bleikju- stofninn hafi ekki rétt úr kútnum eftir að hætt var að taka gúr í vatn- inu. „Mýið er enn í þessum mikla sveiflugangi og við teljum að ástæð- ur þess að sveiflurnar hafa magnast eins og raun ber vitni sé að finna í holum, sem urðu til þegar kísil- gúrnum var dælt upp. Mikið af líf- rænum efnum grefst í þessum hol- um og mýflugurnar geta því ekki nýtt sér þessa næringu. Við höfum lagt áherslu á að reyna að skilja og skýra þessar gríðarlegu sveiflur og það er margt samtvinnað í þessum fræðum. Við erum komin talsvert langt með þær rannsóknir en síðan bætist þessi langtímaþróun ofan á,“ segir Árni Einarsson. Kúluskítur hefur skotið upp kollinum á netinu síðustu ár og er rakinn til vatns í Úkraínu. Á sama tíma og hann er alfriðaður í Japan og á Íslandi og nánast útdauður í vatni í Eistlandi er hann boðinn til sölu á netinu og þá ætlaður í fiskabúr til að gleðja gullfiska og aðra litríka fiska. Í þessu vatni er víst mikið af myndarlegum kúlum vatna- skúfsins, en Árni segir erfitt að fá upplýsingar um vatnið og vöxt kúluskítsins þar. Gleður gull- fiska í búrum KÚLUSKÍTUR Á NETINU Kúluskítur í Mývatni Mjúk botnleðja Útflattar kúlur Kúlur á kafi í botnleðju Þörungahnoðrar (önnur tegund en kúluskítur) Kúlur á kafi í botnleðju Þverskurður af kúluskítsflekk, m.v. árið 2000 Sami flekkur sl. sumar Mjúk botnleðja Þörungahnoðrar (önnur tegund en kúluskítur) Morgunblaðið/Ómar Duggönd Endur setja mestan svip á fuglalífið í Mývatnssveit og verpa þar 14 tegundir. Óvíða í veröldinni má finna svo margar andategundir samankomnar á einum stað. Fyrir utan hvað tegundirnar eru fjölbreyttar eru þær einn- ig áberandi liðmargar. Þrátt fyrir að ungar komist ekki upp á hverju ári hefur fjölgað í flestum vatnafuglastofn- um Mývatns. Líklegt er að það megi rekja til batnandi skilyrða á vetrarstöðvum fuglanna. Sjá sölustaði á istex.is Íslenska ullin er einstök Skoðaðu litaúrvalið í næstu verslun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.