Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 48
48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar Þrír Frakkar Café & Restaurant Grilluð lúðuflök m/soya-smjörsósu og wasabi-kartöflumús Jólavörurnar eru komnar í Álnabæ JÓLAGARDÍNUR, JÓLADÚKAR OG JÓLAEFNI Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Lítið við og skoðið úrva lið Fyrir tveimur árum komust í hámæli fréttir af þeim vinnu- brögðum sem við eru höfð á íslenskum svínabúum að grísir eru geltir án deyf- ingar og skott þeirra klippt af. Mikil um- ræða spannst um mál- ið og neytendum brá mjög við að heyra hve stór hluti svínaræktar á íslandi er verksmiðjubúskapur. Góðir svína- bændur eru vissulega til á Íslandi og það má sannarlega gleðjast yfir því hvernig þeir hafa staðið með dýrum sínum og neitað að slaka á velferðarkröfum. Bændurnir á Miðskeri í Hornafirði og Hrauns- nefi í Borgarfirði eru stétt sinni til sóma. Svínabúum hefur fækkað mjög undanfarin ár og á móti hafa þau mörg hver stækkað umtalsvert. Til þess að skýra hugtakið verksmiðjubúskap má benda á að skv. núgildandi reglugerð um að- búnað og heilbrigði svína á Íslandi er lágmarksstærð bása fyrir fang- gyltur og gelti 200 x 65 cm. Það ætti að vera ljóst, þeim fáu Íslend- ingum sem raunverulega hafa séð svín í íslenskum landbúnaði (að svínunum í Húsdýragarðinum undanskildum), að fullvaxin dýrin geta ekki snúið sér við í svo litlum bás. Þau eiga þess einungis kost að standa og liggja. Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp til laga um velferð dýra og því ber að fagna. Fagaðilar rituðu drögin að frumvarpinu og skiluðu því af sér sumarið 2011. Margir lýstu ánægju sinni með drögin og voru þau almennt talin styrkja ís- lenskan landbúnað, bændur og velferð dýra á Íslandi. Undanfarið eitt og hálft ár hafa drögin verið í meðförum ráðuneyta og því miður hafa hagsmunahópar á þessum tíma náð að knýja fram breytingar sem koma mjög illa niður á velferð ákveðinna dýrategunda. Frumvarpsdrögin kváðu skýrt á um bann við geldingu dýra án deyfingar. Í kjölfar mikils þrýst- ings hagsmunahópa hefur því ákvæði verið breytt og segir nú orðrétt: „Gelding á dýrum án deyfingar verður þannig bönnuð, nema þegar um er að ræða geld- ingar á grísum yngri en vikugöml- um. Við slíkar aðgerðir verður beitt verkjastillandi lyfjagjöf.“ Að undanskilja með þessu ákvæði eina dýrategund frá öllum öðrum svo að hún þurfi að undirgangast óumdeil- anlega sársaukafulla aðgerð án allrar deyf- ingar ber að fordæma. Verkjastillandi lyfja- gjöf getur aldrei kom- ið í stað deyfingar, það ætti hver að vita sem hefur undirgengist sársaukafulla aðgerð. Engar rannsóknir hafa sýnt fram á að yngri grísir finni síður til sársauka en eldri og að halda því fram er hrein fá- sinna. Þessi breyting felur í sér gríðarlega hagræðingu fyrir eig- endur stórra svínabúa því tals- verður kostnaður fylgir því að kalla til dýralækni til þess að deyfa dýr- in. Það er ástæðan. Eina ástæðan. Eru þetta aðferðir sem við Ís- lendingar viljum að viðgangist í ís- lenskri svínarækt? Ég ber miklar væntingar til framsögumanns atvinnuveganefnd- ar, Ólínu Þorvarðardóttur, og hef fulla trú á því að hún og þingmenn aðrir beri velferð dýra fyrir brjósti þegar þeir fjalla um frumvarpið. Ég skora á atvinnuveganefnd að sjá til þess að þetta góða frumvarp verði ekki að lögum fyrr en um- ræddar breytingar eru dregnar til baka. Tvö ár liðin en engin breyting – grísir enn geltir án deyfingar Eftir Guðnýju Nielsen » Fjölmörg hags- munasamtök hafa gert alvarlegar at- hugasemdir við laga- frumvarp um dýra- velferð, þ.á m. vegna heimildar til geldingar grísa án deyfingar. Guðný Nielsen Höfundur er iðnaðarverkfræðingur. Menntakerfið hér á landi er í marga staði mjög gott, þó verður að segjast að við erum að dragast aftur úr þegar horft er til þekkingar- og tæknisamfélagsins. Kennarar á öllum skólastigum reyna að gera sitt besta miðað við aðstæður. Raun- veruleikinn er sá að bekkir eru orðnir allt of fjölmennir og tækjabúnaður er af skornum skammti og jafnvel úreltur. Kenn- arar fá því ekki tækifæri til að fylgja þeirri tækniþróun sem þörf er á. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að koma námi og kennslu upp á 21. öldina. Nemendur hafa greiðan að- gang að upplýsingum en skortir færni til að meta þessar upplýsingar út frá heimilda- og sannleiksgildi. Því verður að kenna þeim að vega þær og meta og gera nemendur að ábyrgum netnotendum í nútíma- samfélagi. Ítroðslan sem var algeng- asta kennsluaðferðin á 20. öldinni er barn síns tíma. Nýta þarf tæknina betur sem nú er til staðar og vera vakandi fyrir þeim nýjungum sem fram munu koma. Kennsluaðferðir þurfa að breytast samhliða tækniþróun því utanbókarlærdómur er einfaldlega gamaldags. Breytinga er þörf Svokallað fram- haldsskólapróf er raunhæfur kostur ef við lengjum skóla- skyldu til 18 ára ald- urs. Á þéttbýlum stöð- um utan höfuðborgar- svæðisins geta framhaldsskólar áfram tekið við nemendum úr grunnskólum, sem koma þá betur und- irbúnir námslega í framhaldsskól- ann því enn er of mikið bil milli grunn- og framhaldsskóla. Minni sveitarfélög geta þannig verið með nemendur sína lengur heima við ef við nýtum okkur tæknina. Þessi möguleiki mundi einnig a.ö.l. draga úr brottfalli nemenda úr framhalds- skólum. Grunnskólanemendur myndu ljúka framhaldsskólaprófi 18 ára og gætu þá valið leið hvað fram- haldið varðar. Bætt við sig einu ári til undirbúnings fyrir háskóla eða farið á samning og lært fag í verk- eða tæknigreinum. Lausn minni sveitarfélaga Minni sveitarfélög hafa ekki efni á að ráða fagkennara í öll fög en það er hægt að leysa. Einn möguleiki er að taka upp fyrirlestra sem nem- endur geta horft á heima og síðan unnið verkefni tengt viðfangsefninu í tímum. Nota fjarkennslubúnað og vera með aðstoðarkennara á svæð- inu (þann sem er þar fyrir). Sér- fræðingar kenna þá í fjarkennslu og sá sem er á staðnum er til aðstoðar en þarf ekki að vera sérfræðingur í öllum greinum. Sérhæfing náms- greina myndi þannig færast neðar í skólakerfið, á unglingastig grunn- skóla. Náum árangri Til þess að ná árangri þarf að auka gæði kennaramenntunar, auka virðingu fyrir starfi kennara og inn- leiða enn meiri aga í öllu skólastarfi. Eitt er víst að þrátt fyrir fjárskort á sér stað þróun í skólastarfinu en ef við viljum komast upp á 21. öldina þarf meira fjármagn í menntakerfið, enda það löngu komið fram yfir þol- mörk í sparnaði. Nám á 21. öld Eftir Þórhöllu Arnardóttur Þórhalla Arnardóttir » Ítroðslan sem var algengasta kennslu- aðferðin á 20. öldinni er barn síns tíma. Þórhalla Arnardóttir er framhalds- skólakennari og býður sig fram í 5.-6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. thorhalla.is Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.