Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 LISTASAFN ÍSLANDS Listasafn Reykjanesbæjar ÁSÝND FJARSKANS THE SHAPE OF YONDER Þorbjörg Höskuldsdóttir 26. október – 16. desember Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Lauslega farið með staðreyndir Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Hinumegin Þuríður Rós Sigurþórsdóttir Sunnudagur 25. nóvember Listamannsspjall Þórunn Elísabet Píanóleikur Gerrit Schuil Hádegisleiðsagnir Alla föstudaga kl. 12 Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Gísli B. Fimm áratugir í grafískri hönnun Fjölskylduleiðsögn sunnud. kl. 14 Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í andddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is 24.-25. Nóvember Sunnudagur 25. nóvember: Ókeypis leiðsögn kl. 14 um sýninguna Fólkið á Þórsgötu - Skyndimyndir frá árunum 2004-2012 Síðasta sýningarhelgi á sýningunum: Heimkoma – Hljóðfrásagnir af eyðibýlum á 3. Hæð Jón í lit á Torgi Aðrar fjölbreyttar sýningar: Fólkið á Þórsgötu - Skyndimyndir frá árunum 2004-2012 Þvert yfir Grænlandsjökul 1912-1913 Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár Teikning - þvert á tíma og tækni Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky – 40 ár Ratleikir fyrir fjölskyldur, safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 REK; Anna Hallin & Olga Bergmann 10.11. - 31.12. 2012 VETRARBÚNINGUR 10.11.2012 – 31.1. 2013 Í ÖÐRU LJÓSI - þátttökugjörningur og listasmiðja fyrir börn og fullorðna Laugardaginn 24. nóv. kl. 11-14 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN KL. 14 - Sigríður Melrós Ólafsdóttir deildarstjóri HÆTTUMÖRK; Rúrí 19.5. – 31.12. 2012 SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort og gjafavara. KAFFISTOFA - Heitar vöfflur, kaffi og kakó. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. OPIÐ dagl. kl. 11-17, lokað mán. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM FORNMENN - SUNNUDAGSLEIÐSÖGN KL. 15 - Eyrún Óskarsdóttir listfræðingur Bergstaðastræti 74, sími 561 2914. Opið þri. til fim. kl. 11-14, sun. kl. 13-16 www.listasafn.is SÝNINGARSALIR Í KJALLARA: Sýningin „Lífið í Vatnsmýrinni“ 5. sept. - 4. nóv. opið 12-17 alla daga, lokað mánudaga. Á sýningunni er hægt að kynnast marglaga sögu Vatnsmýrarinnar. Hún er hugsuð til að efla vitund um náttúruna inni í borginni og borgina í náttúrunni. NÁTTÚRUSKÓLI NORRÆNA HÚSSINS - fjölskyldudagskrá alla virka daga í sept. og okt. kl. 12-17, lokað mánudaga. Ratleikur með spurningum og verkefnum sem fjölskyldan leysir saman Norræna húsið, Sturlugötu 5, s. 551 7030 www.norraenahusid.is , nh@nordice.is Opið alla virka daga 9-17, helgar 12-17. Aðgangur ókeypis. NORRÆNA HÚSIÐ Söfn • Setur • Sýningar TÓMIÐ HORFIN VERK KRISTINS PÉTURSSONAR Athugasemdir: Hildigunnur Birgisdóttir Huginn Þór Arason Sólveig Aðalsteinsdóttir Unnar Örn Opið fimmtud.-sunnud. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði Þýski geislalæknirinn MartinMontag kynntist Lísu,ungri stúlku, er hann var ílæknanámi. Hann hefur aldrei gleymt henni en sjálfur burðast hann með svipaða lífs- reynslu og ákveður að leita Lísu uppi. Þeim var báðum misþyrmt á barnsaldri af sama níðingnum, föður Lísu, sem mörgum árum síðar leitar lækn- inga hjá Montag. Fyrir Lísu er sjálfstætt fram- hald Jójó sem kom út í fyrra. Þar var líka fjallað um Martin Montag, mann sem af mörgum væri líklega sagður njóta velgengni ýmissa hluta vegna. En vegna atburða í æsku lifir hann lífinu ekki nema til hálfs og hefur fundið upp ýmsar aðferðir til að fást við tilveruna. Eftir samtal við besta vininn, hinn franska og ofursjarmerandi Martin Martinetti (sem heillaði margan les- andann í Jójó), ákveður Martin Mon- tag að taka málin í eigin hendur. Hann hefur uppi á Lísu og við það fer atburðarás í gang sem hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar, farsa- kennd á köflum og stundum grát- brosleg. Til dæmis eru kynni hans af geðlækninum Syropoulos óborg- anleg. Í nýlegu viðtali segir Steinunn að barnaníð sé það versta sem hún hafi getað hugsað sér að skrifa um. Fáir hafa líklega orðað það betur hversu skelfilegur glæpur það er en hinn franski Martin gerir í Fyrir Lísu: „Það að leggjast á börn er siðferð- isbrestur á hæsta stigi. Þjóðfélags- böl sem hefur verið leyft að grass- era, í afneitun, af tómum aumingja- skap og heigulshætti. Það á að uppræta þetta. Með ölllum ráðum.“ (46) Þetta er geysivel skrifuð bók, eins og við var að búast. Texti Steinunnar er meitlaður, hreinn og kristaltær eins og endranær. Hvorki of né van. Sem svo oft áður tekst Steinunni að segja hjartnæma, áleitna og skemmtilega sögu sem hreyfir við lesandanum. Fyrir Lísu er nefnilega alveg jafn- áleitin bók og Jójó, en á allt annan hátt. Þar vissi lesandinn ekki strax hvað það var sem hrjáði Martin, en nú hefur allt komið upp á yfirborðið og Martin Montag þarf að takast á við fortíðina til að geta lifað í nútíð- inni. En nú er best að kjafta ekki frá og segja ekki of mikið og skemma þann- ig fyrir tilvonandi lesendum, en bók- in endar eins og maður myndi helst vilja að öllum barnaníðsmálum lyki. Morgunblaðið/Kristinn Meitlað Texti Steinunnar er meitlaður, hreinn og kristaltær, segir í gagnrýni. Geysigóð framhalds- bók Steinunnar Skáldsaga Fyrir Lísu  Eftir Steinunni Sigurðardóttur. Bjartur 2012. 208 blaðsíður ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Við erum að heiðra Þorkel Sig- urbjörnsson, þann mikla meistara, með því að tileinka verkum eftir hann loksins heila tónleika,“ segir Pétur Jónasson gítarleikari og meðlimur Caput-hópsins. Tónleikarnir verða í Kaldalóni í Hörpu á sunnudag klukk- an 17. Á efnisskrá eru átta verk eftir Þor- kel, samin á árabilinu 1969 til 1994. Þetta eru einleiksverk, dúó, tríó og einn kvartett. Alls koma tólf flytj- endur við sögu. Caput er að ljúka 25. starfsárinu og hefur það 26. í janúar. Af því tilefni verða þrennir tónleikar á næstu vik- um. Fyrst þessir á sunnudag með tónlist Þorkels, á föstudaginn kemur verða tónleikar helgaðir verkum eftir Atla Ingólfsson tónskáld og 5. janúar verða flutt verk eftir sjö ung tón- skáld. Pétur segir ákveðið samhengi í efn- isskrá þessara þrennra tónleika. „Í grófum dráttum er það þannig að Atli var nemandi Þorkels og síðan hafa ungu tónskáldin öll verið nemendur Atla, sem varð fimmtugur á dögunum og hefur verið eitt af hirðskáldum Ca- put frá upphafi,“ segir Pétur. Þrjú verkanna frumflutt hér „Það er næstum hægt að segja að allir í Caput-hópnum hafi lært hjá Þorkeli,“ segir Pétur. „Ekki er víst að almenningur geri sér grein fyrir því hvað Þorkell hefur verið mikilvirkur kennari gegnum tíðina. Fyrrverandi nemendur hans bera allir hlýjar taugar til hans. Þorkell hefur haft gríðarleg áhrif á íslenska samtíma- tónlist og á íslenska tónlist almennt. Auk kennslunnar hefur hann vita- skuld verið mjög mikilvirkt tónskáld, sem sannaðist best á því þegar farið var að setja saman efnisskrána í sam- ráði við hann. Þá var litið á mörg verk sem eftir á að flytja á Íslandi og hafa bara verið flutt erlendis.“ Þrjú verkanna verða frumflutt hér á landi á tónleikunum og önnur hafa ekki heyrst hér í allt að fjörutíu ár. Aðeins eitt verkanna hefur heyrst nokkuð oft. Verkin eru alls átta en þau sem verða frumflutt hér eru: Níu (samhverfar) rissur (1994) fyrir alt- flautu, Hoquetur minor (1987) fyrir sembal og slagverk og Music from the Court of Thora (1990). Mikilvirkur Þorkell Sigurbjörnsson (f. 1938) nam við Tónlistarskólann í Reykjavík með píanóleik sem aðalgrein. Að loknu prófi hér heima stundaði hann framhaldsnám við Hamline- háskólann í Minnesota og meist- aranám við Illinois-háskóla. Auk þess sótti hann námskeið í Þýskalandi, Frakklandi og í Tanglewood í Banda- ríkjunum. Þorkell var um skeið for- maður Tónskáldafélags Íslands og Bandalags íslenskra listamanna. Hann starfaði um árabil við Musica Nova og kenndi tónfræði og tón- smíðar við Tónlistarskólann í Reykja- vík og Listaháskóla Íslands. Þorkell er eitt kunnasta og afkasta- mesta tónskáld þjóðarinnar. Þekkt- astur er hann fyrir sálmalög en hefur samið allrahanda verk; meðal annars hljómsveitarverk, óratoríu, barna- óperur, konserta, strengjakvartetta og kammeróperu. „Þorkell hefur haft gríðarleg áhrif“ Morgunblaðið/Frikki Tónskáldið „Þorkell hefur haft gríðarleg áhrif á íslenska samtímatónlist og á íslenska tónlist almennt,“ segir Pétur Jónasson um Þorkel Sigurbjörnsson.  Caput flytur átta verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson í Hörpu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.