Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 29 dagar til jóla Líkt og mörg undanfarin ár gefa SOS Barnaþorpin út ný jólakort til fjáröflunar fyrir þessi jól. Aðal- kortin að þessu sinni eru rauð með ljóði á framhlið. Kortin eru hönnuð af listakonunni Huldu Ólafsdóttur. Þá hefur listakonan Ingibjörg Eldon Logadóttir hannað þrjár nýj- ar útgáfur af jólakortum fyrir SOS líkt og hún hefur gert undanfarin tvö ár við góðar undirtektir stuðn- ingsaðila samtakanna. Kortin eru þjóðleg og með gyllingu. SOS Barnaþorpin taka að sér munaðarlaus og yfirgefin börn í um 120 löndum, óháð menningu, stjórnmálum og trúarbrögðum og sjá þeim fyrir móður og fjölskyldu á góðu heimili í barnaþorpi. Þar fá þau að búa við öryggi og hlýju þar til þau hafa lokið námi og eru reiðubúin að standa á eigin fótum. Hægt er að skoða og panta kortin á www.sos.is. Jólakort SOS Barnaþorpanna komin út Thorvaldsensfélagið gefur út jólakort og jólamerki fé- lagsins fyrir jólin. Sama mynd prýðir hvorttveggja og er hönnuð af Temmu Bell listmálara en hún er dóttir Lo- uisu Matthíasdóttur listmálara. Ágóði jólakortanna rennur í Thorvaldsenssjóðinn sem styrkir sykursjúk börn og unglinga og málefni þeirra. Thorvaldsenssjóð- urinn var stofnaður af Thorvaldsensfélaginu árið 2004 og hefur félagið veitt fé í hann á hverju ári. Ágóði jóla- merkjanna rennur til forvarna gegn offitu barna og ung- linga en það er forvarnaverkefni sem unnið er á Barna- spítala Hringsins og hefur Thorvaldsensfélagið styrkt það frá upphafi. Fyrsta jólamerki félagsins var gefið út árið 1913 og árlega síðan og hefur ágóði af sölu þess ávallt runnið til góðgerðar- og líknarmála sem tengjast börnum. Jólakortin kosta 100 kr. stk eða 10 kort í pakka 1.000 kr. Jóla- merkin kosta 300 kr. örkin með 12 merkjum. Thorvaldsensfélagið var stofnað árið 1875 með það markmið að styrkja þá sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Hafa gefið út jólamerki í 100 ár Höfuðborg- arstofa hefur opnað nýjan jólavef, visit- reykjavik.is/ christmas, þar sem hægt er að fræðast um hin íslensku jól, fylgjast með við- burðum og nálg- ast upplýsingar um það helsta sem Jólaborgin býður upp á um aðventuna. Vef- urinn er settur fram á íslensku og ensku. Jólaborgin er afrakstur sameig- inlegs átaks Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila á höfuðborgarsvæð- inu um að auka enn frekar jóla- stemninguna í borginni í desember. Átakið felst m.a. í að samræma og fjölga skreytingum, auka sýnileika íslensku jólavættanna og bjóða upp á fjölda viðburða, markaða og tón- leika um alla borg. Þar má nefna Jóladalinn í Laugardal, Jólabæinn á Ingólfstorgi, Jólaþorpið í Hafnar- firði, jóladagskrá í Þjóðminjasafn- inu og í Árbæjarsafni, Jóladagatal Norræna hússins, jólatónleika í Hallgrímskirkju, jóladagskrá í Hörpu, Gömlu höfnina í Reykjavík sem fer í jólabúning og margt fleira. Höfuðborgarstofa opnar jólavef Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fjármagnar starfsemi sína að lang- mestu leyti með sjálfsaflafé. Þar gegnir sala jólakorta veigamiklu hlutverki. Jólakortin og merkispjöldin eru með myndinni „Kærleikur á jólum“ eftir listamanninn Helmu Þorsteins- dóttur en hún vann myndina sérstaklega fyrir félagið og gaf til birtingar á kortunum. Jóla- kortin eru seld 8 saman í pakka ásamt um- slögum á 1.400 kr. Merkispjöldin eru 8 saman í pakka og eru seld á 400 kr. Hægt er að kaupa kortin hjá Blindrafélaginu, Hamrahlíð 17, 105 Reykja- vík eða senda tölvupóst á netfangið blind@blind.is. Einnig verður hægt að kaupa rafræn jólakort með sömu mynd á heimasíðu félagsins, www.blind- .is. Þar geta kaupendur sett sinn eigin texta á jólakortið sem þeir fá síðan sent til sín í tölvupósti á tilbúnu PDF-skjali. Blindrafélagið gefur út jólakort Hinn árlegi jólabasar Kristniboðs- félags kvenna verður haldinn laug- ardaginn 24. nóvember frá kl. 14 í Kristniboðssalnum, Miðbæ, Háaleit- isbraut 58-60. Til sölu verða kökur, handgerðir munir og fleira. Þá verður happ- drætti með veglegum vinningum svo og nýbakaðar vöfflur og heitt súkkulaði með rjóma á boðstólum. Allur ágóði rennur til starfs Kristniboðssambandsins sem m.a. byggir níu framhaldsskóla í Pókot- héraði í Keníu. Myndin er frá fram- haldsskóla fyrir unglingsstúlkur sem Íslendingar byggðu í Pókot- héraði í Keníu. Jólabasar Kristni- boðsfélags kvenna Siglufirði – Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar hefur fengið veglega gjöf, nánar tiltekið ICARE pro to- nometer. Umrætt tæki, sem kostar tæpar 800 þúsund krónur, er notað til að mæla augnþrýsting. Gefandi er Erla Jóhannesdóttir, Lindargötu 2 á Siglufirði, í minningu foreldra sinna, Kristínar Sigurgeirsdóttur og Jóhannesar Stefánssonar. Valþór Stefánsson læknir veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd Heil- brigðisstofnunarinnar. „Gláka er frekar algengur sjúkdómur, sér- staklega hjá eldra fólki, og lýsir sér í hækkun á augnþrýstingi með skaðlegum áhrifum á innihald aug- ans, þar með talið taugavef í augn- botni. Ef glákan er ómeðhöndluð getur hún skert sjón og stundum verulega mikið og valdið alvarlegri sjónskerðingu. Hækkuðum augn- þrýstingi geta fylgt miklir verkir í auga og höfði. Það á að geta á auð- veldan og öruggan hátt mælt augn- þrýsting, minnkar hættu á sjón- skerðingu af þessum völdum og bætir meðferð og eftirlit,“ segir Valþór, aðspurður um gildi þessa tækis fyrir starfsemina í Fjalla- byggð. Auk þess verði minni þörf hjá fólki að fara í eftirlit til augn- lækna til Akureyrar eða Reykja- víkur ef það kemst í augnþrýst- ingseftirlit á auðveldan hátt í heimabyggð. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Afhending Gefandinn, Erla Jóhannesdóttir, Valþór Stefánsson læknir og fleiri gestir með tækið. Gaf augnþrýstingsmæli í minningu foreldra sinna EINSÖNGVARAR: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo-sópran, Garðar Thór Cortes tenór, Kristinn Sigmundsson bassi Þóra Einarsdóttir sópran, Stjórnandi: GARÐAR CORTES Miðasala: midi.is / sími 552 7366 / í Langholtskirkju 1 klst. fyrir tónleikana Tónleikarnir eru helgaðir minningu Mozarts og þeirra tónlistarmanna sem létust á undanförnu ári: Fjölnir Stefánsson - Ólafur Þórðarson - Soffía Guðmundsdóttir - Jón Þórarinsson - Hafsteinn Sigurðsson - Ólafur Þ. Jónsson - Jón Elías Lundberg - Guðrún A. Kristinsdóttir Einnig: María H. Guðmundsdóttir - Gunnar Þjóðólfsson - Þuríður Baxter; þeirra ævistarf var fyrir og með tónlistarmönnum ÓPERUKÓRINN Í REYKJAVÍK ásamt sinfóníuhljómsveit Í LANGHOLTSKIRKJU Mozart á miðnætti MOZART REQUIEM Þriðjudaginn 2012 - Hús opið frá 23.50 - Tónleikar hefjast 4. des. 00.30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.