Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 29

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 29
FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Sverrir Þór Gunnarsson hef- ur verið dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir umfangs- mikið fíkniefna- smygl í Brasilíu. Urður Gunn- arsdóttir, upplýs- ingafulltrúi utan- ríkisráðuneyt- isins, staðfesti í samtali við mbl.is í gær að ráðuneytið hefði fengið upp- lýsingar um dóminn yfir Sverri en að hann hefði þó enn ekki formlega verið birtur. Sverrir Þór var dæmdur fyrir innflutning á 46.000 e-töflum til Brasilíu. Töflurnar fundust í far- angri 26 ára gamallar brasilískrar konu, sem kom til landsins frá Lissabon í Portúgal. Hún var stöðv- uð á Tom Jobim-flugvellinum í Rio de Janeiro sl. sumar. Þetta er mesta magn e-taflna sem yfirvöld hafa lagt hald á á umræddum flug- velli. Við yfirheyrslu á konunni kom fram að hún hafi ætlað að hitta kær- asta sinn, sem er Brasilíumaður, og Sverri Þór á kaffihúsi í Ipanema. Lögregla fór á staðinn og handtók Sverri Þór og Brasilíumanninn. Við húsleit í íbúð Brasilíumanns- ins fannst reiðufé, maríjúana og LSD. Þá var framkvæmd leit á hót- elherbergi, sem Sverrir Þór dvaldi á, og þar fannst hass. Lögreglan segir að Sverrir Þór hafi komið til Brasilíu með sama flugi og konan. Honum tókst hins vegar að komast í gegnum eftirlitið með hassið. Dæmdur í 22 ára fangelsi Sverrir Þór Gunnarsson Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Samkvæ mt ran nsóknu m hefu r innta ka á Omeg a 3 fitu sýrum m.a. ve rið talin góð fyrir hj arta og æðaker fi, bæti einbeiti ngu og eigin leika til að læra og mun a. Hafi góð áhr if á blóð sykursj afnvæg i og þá sem ha fa of há tt kóles tról, efli og styrk i lifrarst arfsem ina. Gó ð áhrif á húðin a og teygjan leika he nnar og vinni ge gn öldr un, er jafnv ægisstil lir fyrir lundina og styrk ir heila og taugak erfi. Heilsusamlegjólagjöffyrir þá semallt eiga Seðlabanki Íslands Gjaldeyrisútboð Seðlabanki Íslands mun halda þrjú gjaldeyrisútboð 18. desember 2012. Útboðin þrjú eru liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011 (http://sedlabanki.is/afnam) og skilmála Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisviðskipti samkvæmt fjárfestingarleið að losun gjaldeyrishafta frá 18. nóvember 2011 með síðari breytingum (http://sedlabanki.is/fjarfesting). Útboð í fjárfestingarleið Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi. Fjármálafyrirtæki sem gert hafa samstarfssamning við Seðlabanka Íslands um milligöngu munu annast framlagningu umsókna um fyrirhugaða þátttöku fjárfesta í útboðinu samkvæmt fjárfestingarleiðinni. Það útboð er opið fjárfestum sem hafa fengið samþykkta umsókn um þátttöku í fjárfestingarleið. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út í dagslok 28. nóvember n.k. Útboð í ríkisverðbréfaleið Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 33 0321. Tilteknir aðalmiðlarar á skuldabréfamarkaði hafa milligöngu um viðskipti í útboðinu gegn greiðslu í ríkisverðbréfum. Útboð um kaup á krónum gegn greiðslu í erlendum gjaldeyri Seðlabanki Íslands kallar eftir tilboðum frá aðilum sem vilja selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Við- skiptabönkum er boðið að hafa milligöngu um viðskiptin um kaup á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. Seðlabankinn áskilur sér rétt til að takmarka heildar viðskiptamagn með hliðsjón af áhrifum útboðanna á lausafjárstöðu fjármálafyrir- tækja. Endanleg útboðsfjárhæð ræðst af þátttöku. Útboðsfyrirkomulag er með þeim hætti að öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á sama verði (e. single price). Uppgjör viðskipta í útboðunum þremur verður 3 dögum eftir að útboði lýkur. Tilboðum skal skilað eigi síðar en 18. desember 2012. Nánari lýsingu á framkvæmd útboðanna þriggja er að finna í útboðsskilmálum. Útboðsskilmála og yfirlit um milligönguaðila, aðalmiðlara og viðskiptabanka má finna á heimasíðu Seðlabankans http://sedlabanki.is/utbod. Stefnt er að næstu útboðum 5. febrúar, 19. mars og 30. apríl 2013. Nánari upplýsingar veita milligönguaðilar, aðalmiðlarar og viðskiptabankar. Ekki liggur fyrir hvert er fordæm- isgildi ákvörðunar úrskurð- arnefndar um umhverfis- og auð- lindamál sem felldi niður álagningu sorphirðugjalds á eiganda húss í Borgarnesi. Byggðaráð og sveit- arstjórn Borgarbyggðar hafa leitað eftir ráðgjöf hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga og lögmanni um það hvernig beri að vinna úr úr- skurði nefndarinnar. Niðurstaða úrskurðarnefnd- arinnar grundvallast á því að sam- kvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnar megi gjöld aldrei vera hærri en sem nemur rök- studdum kostnaði við veitta þjón- ustu eða framkvæmd eftirlits. Í lög- um um meðhöndlum úrgangs segir sömuleiðis að innheimt gjald skuli aldrei vera hærra en sem nemur þeim kostnaði sem falli til í sveitar- félaginu við meðhöndlun úrgangs og tengda starfsemi. Einnig var gerð athugasemd við auglýsingu um hina umdeildu álagningu. Kærandinn á að fá sorphirðu- gjaldið sem lagt var á í ár, 31 þús- und krónur, fellt niður. Fram kom það álit hans í frétt á mbl.is í fyrra- kvöld að úrskurðurinn snerti alla gjaldendur sorphirðugjalds í Borg- arbyggð. Páll Brynjarsson sveit- arstjóri bendir á að úrskurðurinn taki aðeins til gjaldanda en verið sé að athuga hvernig rétt sé að vinna úr honum. Álögð sorphirðugjöld eru tæpar 60 milljónir kr. í ár og hafa þau að mestu verið innheimt. Þau hækk- uðu um 5% frá fyrra ári. Páll segir að álögð sorphirðugjöld hafi verið hærri en útlagður kostnaður á síð- asta ári vegna hagræðingar í kjölfar nýs útboðs og breytinga á fyr- irkomulagi sorphirðu en áður hafi verið greitt með starfseminni. Páll segir að álagningin verði endurskoðuð. Veltir hann því fyrir sér hvort lækka þurfi gjaldið um þau 5% sem þau hækkuðu á þessu ári. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Sorphirða Sveitarfélög mega ekki innheimta meira en nemur kostnaði. Leita ráðgjafar um sorphirðugjald  Fordæmisgildi úrskurðar vegna gjaldanda í Borgarnesi talið óljóst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.