Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjónin Arngunnur Regína Jóns- dóttir og Helgi Rúnar Rafnsson hafa staðið í stappi við skipulagsyfirvöld í Reykjavík í um sex ár en í fyrradag höfðu þau betur þegar tveir dómar Hæstaréttar féllu þeim í vil. „Ég bjóst við að réttlætið sigraði,“ segir Arngunnur um dómsorð Hæstaréttar. „Við vorum með lögin með okkur og mjög góðan lög- mann.“ Hún segir að það sé ánægju- legt að málinu sé lokið og þau séu ánægð með lyktir málsins. „Reykja- víkurborg braut lög með þessari deiliskipulagsbreyt- ingu og við sigruðum borgina tvisvar sinnum.“ Arngunnur rifjar upp að málið hafi byrjað í byrjun ágúst 2006. Þá hafi nágrannar þeirra komið með tilbúna fleka og bætt viðbyggingu ofan á hús sitt. „Þetta var síðdegis í miklu sól- skini og allt í einu varð dimmt í hús- inu okkar,“ segir hún og bætir við að úr gluggum á viðbyggingunni megi sjá beint inn í stofu hjá sér. „Fram- kvæmdin var í andstöðu við deili- skipulag og engin grenndarkynning hafði farið fram,“ heldur hún áfram. „Þetta kom okkur gersamlega á óvart. Þetta var mikil eyðilegging enda var verið að rýra verðmæti hússins okkar með því að byggja fyr- ir útsýnið. Okkur fannst stórlega brotið á okkur og við fórum strax að leita réttar okkar. Á meðan héldu framkvæmdir áfram en í nóvember 2008 dæmdi Hæstiréttur okkur í vil og var nágrannanum gert að fjar- lægja viðbygginguna. Hann gerði það í heilu lagi, kom henni fyrir á geymslusvæði og gekk frá þakinu til bráðabirgða. Það var eins og hann byggist við að fá leyfið strax aftur. Í janúar 2009 byrjaði Reykjavíkurborg að reyna að fá deiliskipulaginu breytt í öllu hverfinu, greinilega til þess að nágranninn gæti sett turninn á aftur. Þá fór málið í grenndarkynningu og við, ásamt einum öðrum íbúa við göt- una, sendum inn mótmæli. Það voru einu viðbrögðin. Málið veltist um í kerfinu fram í ágúst 2009, en þá var grenndarkynningin auglýst aftur. Við fengum á tilfinninguna að borgin von- aðist til þess að við sæjum ekki þessa auglýsingu, en hún fór ekki framhjá okkur og við mótmæltum aftur. Að þessu sinni svöruðu margir íbúar og vildu samþykkja breytinguna en greinilega var um smölun að ræða.“ Borgin fór sínu fram Í ljósi stöðunnar segir Arngunnur að þau hafi farið með Arnari Þór Stefánssyni, lögmanni sínum, á fund með þáverandi formanni skipulags- ráðs og lögmanni ráðsins. Arnar Þór hafi bent á að samkvæmt skipulags- og byggingalögum hafi borgin ekki mátt breyta skipulaginu, en ekki hafi verið hlustað á rök hans. „Breytingin verið samþykkt í skipulagsráði í nóv- ember 2009 og hún staðfest í borg- arráði nokkrum dögum seinna,“ segir hún. „Var tillagan þá búin að velkjast í kerfinu í 10 mánuði hjá hinum ýmsu aðilum á vegum skipulagsstjórans í Reykjavík. Af öllum þessum mála- tilbúnaði sést að mikið var fyrir því haft að þjösna nýju skipulagi í gegn- um kerfið, þrátt fyrir varnaðarorð Skipulagsstofnunar sem taldi upp ýmsa annmarka á því. Engu er líkara en að einhverjum hjá borginni hafi verið mikið í mun að heimila að ólög- leg bygging fengi að rísa á ný. Borg- arráð samþykkti síðan skipulags- breytinguna á fundi 12. nóvember 2009. Vaknar sú spurning hvort borg- arráð samþykki blindandi allt sem „fagráðin“ leggja fyrir ráðið. Nú er annað dómsmál hafið. Áðurnefnd Helga Björk Laxdal [lögfræðingur og þáverandi ritari skipulagsráðs, innsk. Mbl.] lýsti því yfir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að borgin myndi bara breyta deiliskipulaginu aftur og aftur tapaði hún þessu máli. Væri borgin vön því. Einnig sagði hún að gæti borgin ekki breytt deiliskipulaginu í heild sinni í þessu hverfi yrði bara breytt fyrir lóð nágrannans,“ skrifaði Arngunnur meðal annars um málið í grein sem birtist í Morgunblaðinu í febrúar sem leið. Hún segir að í þessari stöðu hafi málið verið komið til Héraðsdóms Reykjavíkur á ný. „Ég reiknaði með því að við myndum tapa þessu í hér- aði, var undir það búin, eiginlega viss um að við myndum tapa því þar, vegna þess að ég hef aldrei séð dóma um það að héraðsdómur láti rífa nið- ur eða fjarlægja byggingar.“ Viðbygging kemur við borgina Morgunblaðið/Golli Deilan Viðbyggingin á Suðurhúsum 4 skyggir á Suðurhús 2 til hægri og hamlar útsýni, að sögn eigenda.  „Framkvæmdin var í andstöðu við deiliskipulag og engin grenndarkynning hafði farið fram“  Hæstiréttur tvisvar verið á öndverðum meiði við Héraðsdóm Reykjavíkur í nágrannadeilu Dómsorð » Hæstiréttur felldi úr gildi ákvörðun borgarráðs Reykja- víkurborgar, 12. nóvember 2009, um að breyta skilmálum á svæði C í deiliskipulagi Húsa- hverfis í Reykjavík. » Borginni var gert að greiða Arngunni Regínu Jónsdóttur og Helga Rúnari Rafnssyni samtals 1.500.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. » Í hinu málinu var Birni Andr- ési Bjarnasyni gert að greiða hjónunum samtals 500.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Arngunnur Regína Jónsdóttir „Það er alveg öruggt að ég mun leita réttar míns hjá borginni,“ segir Björn Andrés Bjarnason sem var gert að fjarlægja viðbygg- inguna, samkvæmt dómi Hæsta- réttar, en hann reisti hana á grundvelli byggingarleyfis Reykja- víkurborgar. Hann segir ótækt að klúðurslegar athafnir borgarinnar í skipulags- og byggingarmálum valdi saklausu fólki miklu tjóni og vitnar í ónefndan vin sinn: „„Er þá öll vinnan, sem við erum að láta vinna og borga fyrir í skipulags- vinnu í kringum okkur svo við get- um byggð við, ónýt? Hverju eigum við að trúa?“ Það er ekki hægt að láta fara svona með sig.“ Björn bendir á að hann hafi byggt við húsið í tvígang í góðri trú enda með byggingarleyfi og leggur áherslu á að viðbyggingin hafi verið innan leyfilegra hæð- armarka. „Í fyrra skiptið var rifið niður af því að ég fór yfir umframbyggingarmagn lóðar. Um 44% húsanna hérna á kúlunni eru of stór miðað við gamla skipulagið og þá breyttu þeir því, en það skil- ur enginn þennan dóm Hæsta- réttar og þetta kallar bara á miklar bætur frá borginni.“ Hann bætir við að viðbyggingar séu við sjö hús við götuna og þá næstu en þó að leyfi hafi verið fyrir þeim þýði dómurinn að rífa verði þær allar. Björn segir að eftir fyrra niður- rifið hafi honum verið sagt að allt væri skothelt á ný og því hafi hann sett viðbygginguna upp aftur. „En svo fór allt á sömu lund og ég er orðinn vel merktur eftir þetta. En ég grenja ekki. Þetta er bara hús- kofi og allir eru heilir heilsu.“ Grenjar ekki en vill bætur BJÖRN ANDRÉS BJARNASON VAR MEÐ BYGGINGARLEYFI Bjartey Sigurðardóttir, verkfræðingur www.volkswagen.is Volkswagen Passat eigendur eru ánægðir með metanið Volkswagen Passat EcoFuel, bíll ársins 2012 Eigendur Passat EcoFuel taka þátt í því að minnka losun koltvísýrings í andrúmsloftið, spara dýrmætann gjaldeyri með því að nota íslenskan orkugjafa og lækka eldsneytis- kostnaðinn um nær helming. Passat TSI EcoFuel kostar frá 3.990.000 kr. Meðaleyðsla 6,8 l /100 km bensín, 6,6 m3 4,3 kg/100 km metan m.v. blandaðan akstur. mv. Volkswagen Passat TSI Eco Fuel og óverðtryggðan bílasamning með gullvildarkjörum frá Ergo til 84 mánaða og 25% útborgun. Hlutfallstala kostnaðar 10,30%. 49.426kr. á mánuði Hagkvæmur og vistvænn innlendur orkugjafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.