Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 www.baendaferdir.is s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Sp ör eh f. 22. febrúar - 10. mars 2013 Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir Víetnam & Kambódía Það eru ekki nema nokkur ár síðan Indókína opnaðist ferðamönnum eftir margra áratuga ófrið og einangrun. Okkur er nú kleift að fá innsýn í hina ríku og framandi menningararfleifð þessara landa og þetta ævintýralega og allt að því óraunverulega hitabeltis- og frumskógarlandslag sem þar er að finna.Víetnam og Kambódía eru lönd sem eru í mikilli uppbyggingu en um leið ríkja þar mjög rótgrónar og gamlar hefðir. Sums staðar gætir nýlenduáhrifa Frakka enn þann dag í dag, en búddíska menningin er þó mjög ríkjandi. Komið verður í stórar borgir, iðandi af lífi, eins og Saigon og Hanoi sem eru miðstöðvar nútíma uppbyggingar þó alls staðar blasi hið hefðbundna við. Líflegir markaðir verða skoðaðir og lítil vinaleg þorp sótt heim. Hér hefur lítið sem ekkert breyst í tímans rás, þar sem hrísgrjónaakrarnir umlykja þorpin við rætur frumskógarins. Meðal annars verður farið í bátsferð um árósa stórfljótsins Mekong, en einn af hápunktum ferðarinnar eru hin miklu hof í Angkor í Kambódíu. Þau eru allt frá 9. öld og mynda heila borg og eru talin hin mestu í heimi. Verð: 624.800 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Allt flug samkvæmt ferðalýsingu, skattar, hótelgisting, gisting í 1 nótt á „djúnku“, 13 morgunverðir, 12 hádegisverðir, 13 kvöldverðir, allar skoðunarferðir, siglingar, allur aðgangseyrir, staðarleiðsögn, íslensk fararstjórn og undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð. Kynningarfundur verður haldinn 28. nóvember kl. 20:00 í húsakynnum Bændaferða Síðumúla 2. Á þingfundi í gær ákvað Mörð-ur Árnason af hógværð sinni að taka Kristján Möller í kennslu- stund í hugmyndinni að baki rammaáætlun.    Mörður út-skýrði fyrir þingmanninum, sem að áliti Marð- ar sat blautur á bak við eyrun úti í sal, að rammaáætl- un fælist í að skoða alla kosti í sam- hengi, ekki hvern og einn kost fyrir sig.    Þetta átti aðvera svar við því hvers vegna Mörður og fé- lagar hefðu ekki tekið rökum í meðförum sínum á rammaáætl- uninni þegar þau hnigu að því að færa virkjunarkost í nýting- arflokk.    Merði láðist hins vegar að út-skýra hvernig stæði á því, þegar allt hangir saman og ákvörðun um einn kost getur haft áhrif á annan, að allar ákvarð- anir Marðar og ríkisstjórnarinnar hafa verið um tilfærslu í eina átt.    Allar þær breytingar semmeirihlutinn – margklofinn með fyrirvörum að vísu – gerði á tillögum um rammaáætlun fólust í því að færa virkjanakosti úr nýtingarflokki í biðflokk.    Hvernig samræmist sú ein-stefna þeirri heildarhugsun sem Mörður lét svo lítið að út- skýra fyrir nýliðanum Kristjáni?    Kristján hlýtur að fá útskýr-ingu á því í næstu kennslu- stund og bíður án efa spenntur. Mörður Árnason Heildræn ein- stefnumörkun STAKSTEINAR Kristján L. Möller Veður víða um heim 23.11., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík 2 alskýjað Akureyri 0 skýjað Kirkjubæjarkl. 2 rigning Vestmannaeyjar 4 skúrir Nuuk -7 léttskýjað Þórshöfn 6 léttskýjað Ósló 5 skýjað Kaupmannahöfn 7 heiðskírt Stokkhólmur 5 skýjað Helsinki 7 skýjað Lúxemborg 7 skýjað Brussel 7 skýjað Dublin 6 léttskýjað Glasgow 6 skúrir London 10 léttskýjað París 10 skýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 7 skúrir Berlín 6 skýjað Vín 6 alskýjað Moskva 0 heiðskírt Algarve 18 léttskýjað Madríd 15 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 13 skýjað Winnipeg -11 snjókoma Montreal 10 skýjað New York 10 heiðskírt Chicago 0 alskýjað Orlando 17 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 24. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:27 16:03 ÍSAFJÖRÐUR 10:57 15:43 SIGLUFJÖRÐUR 10:41 15:25 DJÚPIVOGUR 10:03 15:26 Hlaupið úr Grímsvötnum virðist vera lítið. Leiðnimælingar við brúna á Gígjukvísl í fyrradag staðfestu að hlaupvatn var í ánni. Síðdegis í gær var vatnshæð við brúna komin í um 125 sentimetra og var enn að vaxa. Í gærmorgun rann vatn undir fjórð- ungi brúarhafsins. Til samanburðar fór vatnshæðin í 460-470 sentimetra í hlaupinu í nóvember 2010. Þá var rennslið metið vera um 2.600 m3 á sekúndu. Gunnar Sigurðsson, vatna- mælingamaður hjá Veðurstofu Ís- lands, sagði í gær að rennslið væri þá innan við 1.000 m3/s. Hann sagði að ákveðið hefði verið í fyrradag að senda ekki vatnamælingamenn aust- ur að svo stöddu. Sjálfvirkur vatnsmælir er við brúna yfir Gígjukvísl og sýnir hann vatnshæð, vatnshita og rafleiðni í vatninu. Gunnar sagði um hádegi í gær að enn væri að vaxa í ánni og eins sæist greinilegur órói á á jarð- skjálftamæli í Grímsvötnum og því ljóst að lítið hlaup væri í gangi. Ekk- ert benti til þess að von væri á eld- gosi, að sögn Gunnars. Hann benti á að hlaup hefði komið úr Grímsvötnum seint í janúar á þessu ári. Vatn hefði ekki farið að safnast þar saman fyrr en seinni hluta sumars. Það væri því ekki von á stóru hlaupi. gudni@mbl.is Hlaupið virðist lítið  Lítið vatn í Grímsvötnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Gígjukvísl Grímsvatnahlaupið 2010 var mun stærra en hlaupið núna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.