Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka á þessum tímapunkti gæti tafið vinnu við annars vegar endurútreikning gengislána og hins vegar fjárhagslega endurskipulagn- ingu á hluta lánasafna banka. Þetta kemur fram í umsögn Fjár- málaeftirlitsins (FME) til efnahags- og viðskiptanefndar um þingsálykt- unartillögu um að Alþingi skipi nefnd er skoði hvernig lágmarka megi áhættu af falli fjármálafyrir- tækja fyrir þjóðarbúið með því að ráðast í aðskilnað á bankastarfsemi. FME telur mikilvægt að slík nefnd hafi til hliðsjónar núverandi stöðu bankakerfisins þar sem „enn séu til staðar óvissuþættir sem hafa áhrif á mat á eiginfjárstöðu þeirra“. FME bendir einnig á að í þings- ályktunartillögunni sé að finna nokk- ur frávik frá löggjöf ESB og almennt mælir FME ekki með „séríslenskum reglum er varða fjármálastarfsemi á Íslandi“. Það sé ekki til þess fallið „að styrkja ímynd og traust ís- lenskra fjármálafyrirtækja, ef þau starfa samkvæmt lögum sem fela í sér veruleg frávik“ frá löggjöf EES. Í því samhengi vekur FME at- hygli á því að hætt sé við því að slík áform grafi undan samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja gagn- vart fjármálafyrirtækjum með höf- uðstöðvar utan Íslands, en bjóða þjónustu sína hér á landi í samræmi við starfsleyfi heimalands síns. Íslandsbanki og Landsbanki taka í svipaðan streng í umsögnum sínum og telur Íslandsbanki aðskilnað við- skiptabanka og fjárfestingarbanka ekki „þjóna því markmiði sem að er stefnt heldur þvert á móti geti slíkt aukið áhættuna og óhagræði í bankakerfinu“. Landsbankinn segir: „Reynslan sýnir að áhætta fjármála- kerfisins undanfarin ár og áratugi hafi öðru fremur verið bundin við út- lánastarfsemi, en slík starfsemi hef- ur jafnan verið skilgreind sem við- skiptabankastarfsemi.“ Fram kemur í umsögn Íslands- banka að það sé ekki endilega svo að aðskilnaður dragi úr áhættu. Á Norðurlöndum séu reknir aðhliða bankar sem hafa staðið af sér hremmingar fjármálakreppunnar. Á sama tíma eru þeir bankar, sem standa veikast á evrusvæðinu um þessar mundir, smærri viðskipta- bankar sem ekki veita fjárfestingar- bankaþjónustu. Þess ber einnig að geta að Lehman Brothers og Bear Stearns voru hreinræktaðir fjárfest- ingarbankar þegar þeir féllu 2008. Að mati Íslandsbanka væri hag- kvæmari leið til að tryggja innlán og vernda almannahagsmuni, í stað að- skilnaðar á bankastarfsemi, að setja lög um forgangskröfur innlána í bú bankanna ef þeir fara í greiðsluþrot. Samtök atvinnulífsins taka undir með viðskiptabönkunum og leggjast gegn slíkum aðskilnaði. Ef slíkur að- skilnaður yrði lögfestur þá „myndi fjárfestingarbankastarfsemi færast yfir til annarra fjármálafyrirtækja eða markaða, skuggabankastarf- semi, sem ekki lúta eins ströngum reglum og bankar og því yrði fjár- málakerfið ógegnsærra.“ Aðskilnaður gæti fram- lengt óvissu í bankakerfinu  FME segir tillögur ekki til þess fallnar að auka „traust“ á íslenskum bönkum Morgunblaðið/Ómar Áhætta FME telur að aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka gæti grafið undan samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja. Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga sigr- aði í flokki íslenskra fyrirtækja í þremur flokkum í frumkvöðlasam- keppni Norðurlanda, Nordic Start- up Awards. Meniga var útnefnt sprotafyrirtæki ársins, hlaut verð- laun fyrir bestan árangur á alþjóð- legum markaði auk þess sem Georg Lúðvíksson, stofnandi og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, hlaut nafnbótina stofnandi ársins. Sambærileg verðlaun voru einnig veitt í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Sigurvegarar hvers lands fyrir sig koma til álita við val á fyr- irtæki ársins á Norðurlöndum. Mörg þekkt fyrirtæki tóku þátt í samkeppninni. Má þar nefna Data- Market á Íslandi, Podio í Danmörku, Spotify í Svíþjóð og iZettle, einnig í Svíþjóð. Meniga var stofnað árið 2009. Fyr- irtækið framleiðir hugbúnað sem að- stoðar fólk við að koma skipulagi á fjármál sín í gegnum netbanka. Nú starfa 30 manns hjá Meniga á Íslandi og í Svíþjóð þar sem sölu- og mark- aðsstarf fyrirtækisins fer fram. Hug- búnaður Meniga er notaður í Ís- landsbanka, Landsbanka, Arion banka, Skandiabanken og hjá finnska sparisjóðasambandinu. Auk þess vinnur Meniga að innleiðingar- verkefnum með fjármálastofnunum í Þýskalandi, Póllandi og Rússlandi. „Það er hvetjandi að fá viðurkenn- ingu fyrir þann árangur sem náðst hefur hjá Meniga á undanförnum ár- um. Fyrirtækið hefur vaxið hratt og náð góðri fótfestu á alþjóðlegum markaði þar sem við njótum góðs orðspors og erum álitin meðal þeirra fremstu á okkar sviði. Félagið er óð- um að vaxa upp úr því að geta talist vera sprotafyrirtæki, enda vinnum við fyrir rótgróna og kröfuharða við- skiptavini víða um heim, og leggjum mikla áherslu á að bjóða fyrsta flokks faglega þjónustu sem stenst samkeppnisaðilum okkar snúning,“ er haft eftir Georg Lúðvíkssyni, stofnanda og framkvæmdastjóra Meniga, í fréttatilkynningu. Meniga sigraði í þremur flokkum  Meniga útnefnt sprotafyrirtæki árs- ins og fyrir bestan árangur á mörkuðum Stofnandinn Georg Lúðvíksson, stofnandi og framkvæmdastjóri. Landsbankinn mun á næstunni leið- rétta endurreikning allra gengis- tryggðra lána einstaklinga og lög- aðila þar sem uppfyllt eru þau skilyrði sem finna má í dómum Hæstaréttar frá því í febrúar og október á þessu ári. „Við endurreikninginn verður m.a. horft til þess hversu lengi við- skiptavinir hafa staðið í skilum. Þeir sem hafa verið í skilum, þegið greiðsluúrræði og fengið fullnaðar- kvittanir falla þar undir. Byrjað verður á fasteignalánum einstak- linga með lánstíma 20 ár og lengur. Stefnt er að því að leiðréttingum þeirra lána verði lokið fyrir jól. Fyrstu lánin hafa þegar verið leið- rétt og verða tilkynningar um þær leiðréttingar sendar viðskiptavinum á næstu dögum,“ segir í fréttatil- kynningu frá Landsbankanum. Jafnframt að með dómi Hæsta- réttar frá því í október hafi skýrst hvernig leiðrétta þarf endurreikning gengistryggðra lána og því verði fall- ið frá tveimur af fjórum prófmálum sem áætluð voru. Leiðréttir lánin  Býður upp á tímabundna lækkun ● Útboð á óverðtryggðum ríkisbréfum, RIKB 31 0124 fór fram hjá Lánamálum ríkisins í gær. Útboðinu var þannig hátt- að að öll samþykkt tilboð buðust á sama verði. Lægsta samþykkta verð (hæsta ávöxtunarkrafa) ákvarðaði sölu- verðið. Alls bárust 18 gild tilboð í RIKB 31 0124 að fjárhæð 6.200 m.kr. að nafnverði. 5 tilboðum var tekið fyrir 3.600 m.kr. að nafnverði á söluverðinu 96,400 (6,85% ávöxtunarkröfu). Ennfremur býðst aðalmiðlurum að kaupa 10% af nafnverði þess sem selt var í útboðinu á söluverði samþykktra tilboða allt til kl. 14.00 þriðjudaginn 27. nóvember. Fimm tilboðum fyrir 3,6 milljarða króna tekið ● Kýpur sam- þykkti í gær þá skilmála sem Evr- ópski seðlabank- inn og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn settu landinu fyrir því að hljóta neyðaraðstoð til þess að end- urreisa bankakerfi sitt. Lánardrottnar hafa tapað gíf- urlegum fjárhæðum vegna þess hversu samofinn efnahagur Kýpur er Grikklandi. Útistandandi kröfur á og skuldir kýpverska bankakerfisins nema um 152 milljörðum evra, sem jafn- gildir um 24.700 milljörðum króna, eða sem svarar áttfaldri landsfram- leiðslu, samkvæmt AGS. Samþykkir skilmálana Vassos Shiarly fjármálaráðherra ● Matsfyrirtækið Standard and Po- or’s staðfesti láns- hæfiseinkunn Frakklands, AA+, en S&P lækkaði franska ríkið í ein- kunn í janúar. Fyrr í vikunni lækkaði Moody’s lánshæfiseinkunn Frakklands, en landið var með hæstu einkunn. Frakkland lækkað Pierre Moscovici Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 ,11.2 +,2.++ ,+.0-, ,,.+3+ +/./45 +53.2 +.-,/2 +4,.3 +2,.,- +,2.+0 ,1+.14 +,2.3/ ,+./+2 ,,.,12 +/.43/ +53.4/ +.-55+ +4,.0 +2,.0 ,,3.,0+3 +,2.30 ,1+.-/ +,2./- ,+.// ,,.,0+ +4.115 +5-.52 +.-502 +45.-3 +25.+- Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Enginn vafi leikur á því „að óheppi- leg tengsl milli innlánastarfsemi og fjárfestingastarfsemi hafi átt ríkan þátt í rótum hrunsins árið 2008“, segir í umsögn Straums fjárfestingabanka. Með því að gera skýrari greinarmun á þessum tveimur þáttum megi efla fjár- málastöðugleika. Straumur telur að aðstæður á Íslandi séu með þeim hætti í dag, þar sem fjárfestingar nema aðeins um 5% af starfsemi bankanna, að hægt sé að aðskilja viðskipta- banka og fjárfestingabanka með litlum tilkostnaði og röskun fyrir fjármálakerfið. Ísland þurfi ekki að „bíða átekta og líta til annarra þjóða“ heldur eigi að taka forystu í þessum efnum. Átti „ríkan þátt“ í hruninu STRAUMUR VILL AÐ ÍSLAND TAKI FORYSTU Í AÐSKILNAÐI Námskeið fyrir byrjendur í rekstri fyrirtækja og rekstri á eigin kennitölu Bókhaldsgögn, hver eru þau og hvernig skal fara með þau Skráning tekna, tilgangur og markmið Skráning kostnaðar, mikilvægi og nákvæmni Virðisaukaskattur, rauði þráðurinn Launaútreikningar, skilagreinar og tengd gjöld Skráning fyrirtækis og reksturs þess Námskeiðið verður haldið á 3ju hæð að Vegmúla 2, Reykjavík, þriðjudaginn 27.nóvember, kl. 17 til 19. Sími 517 3170. Skráning á: beggjahagur@beggjahagur.is Námskeiðsgjald kr. 5.000 og leggst inná 1125-26-3177, kt. 431003-3170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.