Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 64
64 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Eyþór Arnalds fagnar 48 ára afmæli sínu í dag. „Ég ætla aðborða góðan mat og vera með fjölskyldunni, besta afmæl-isgjöfin er að vera með konunni og börnunum,“ segir Eyþór spurður um áætlanir sínar á afmælisdaginn. Eyþór er landsþekktur poppari sem lét til sín taka með Todmobile á sínum tíma. En saknar Eyþór þess ekkert að vera í eldlínunni nú á þeim árstíma sem oft er mikið um að vera hjá tónlistarmönnum? „Hver tími á ævinni á sinn blóma, það eru kostir við öll æviskeið. Nú eru viðfangsefnin önnur en ég á mjög góðar minningar úr popptónlistinni. Ég er stoltur af mínum félögum sem hafa staðið sig frábærlega, náði t.a.m. að spila með Björk og Andreu Gylfadóttur sem hafa staðið sig frábærlega,“ segir Eyþór sem fyrir nokkrum árum stakk sér á kaf í hringiðu stjórnmálanna og situr í bæjarstjórn Árborgar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Gamli popparinn játar því að hann fylgist vel með tónlistarsenunni á Selfossi sem löngum hefur þótt fjölbreytt og alið af sér marga fræga tónlistarmenn. „Ég myndi segja að kórastarfið hér væri mest áber- andi, það er gríðarlega öflugt og kemur fram í hinum ýmsu myndum. Sjálfur söng ég nú með Hamrahíðarkórnum þegar ég var í mennta- skóla. Þá er tónlistarskólinn hér einn sá öflugasti á landinu. Við skil- um af okkur tónlistarmönnum á öllum sviðum,“ segir Eyþór að lokum. heimirs@mbl.is Eyþór Arnalds 48 ára í dag Morgunblaðið/Kristinn Tónlist Það fer kannski vel á því að Eyþór sem fyrrverandi poppari skuli búa á Selfossi þar sem tónlistarlífið er jafnan blómlegt. Góðar minningar úr tónlistinni Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Halla Dröfn Júlíusdóttir og Eyj- ólfur Garðar Svavarsson eiga fjörutíu og fimm ára búð- kaupsafmæli á morgun, 25. nóvember. Árnað heilla Safírbrúðkaup Reykjavík Katrín Ylfa fæddist 23. febrúar. Hún vó 3.800 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Helga Val- dís Cosser og Árni Páll Benediktsson. Nýir borgarar Selfoss Daníel Garðar fæddist 21. febrúar. Hann vó 4.155 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Ingibjörg Garðarsdóttir og Einar Gíslason. H örður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Langholtsskóla, lauk stúdentsprófi frá MS 1982, prófi í rafmagnsverkfræði frá HÍ 1986, lauk doktorsgráðu með sérgrein í tölvusjón frá DTU í Dan- mörku 1990 og lauk AMP-námi frá INSEAD í Frakklandi 1999. Hörður var starfsmaður vöruþró- unardeildar Marels hf. 1985-94, framkvæmdastjóri vöruþróun- ardeildar Marels hf. 1994-99, fram- kvæmdastjóri Framleiðslu Marels hf. 1998-99 og var forstjóri Marels 1999-2009. Hörður gegndi stöðu forstjóra tryggingafélagsins Sjóvár árið 2009 þar til hann tók við stöðu forstjóra hjá Landsvirkjun árið 2010. Hörður situr í stjórn Veritas Capital, Viðskiptaráðs og Samorku. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar - 50 ára Í Afríku Hörður og Guðný ásamt börnunum, Kristjáni, Huldu og Örnu, í Kenýa árið 2006. Í 900 km hjólreiðatúr Riddarar reiðhjólsins Hörður ásamt félögum sínum í hinu virðulega Hjól- reiðafélagi miðaldra skrifstofumanna, eftir keppnina miklu, sumarið 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.