Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 26

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 26
Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Það verður helst ráðið að frumvarp- ið sé fyrst og fremst pólitískt og end- urspegli að nokkru sjónarmið þeirra sem talað hafa fyrir því að þrengja rannsóknarheimildir lögreglu með friðhelgi einkalífs að leiðarljósi,“ seg- ir Jón H.B. Snorrason, formaður stjórnar Ákærendafélags Íslands, í umsögn sem hann hefur sent Alþingi fyrir hönd félagsins við frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á lögunum um meðferð sakamála. Þar eru lagðar til breytingar á þeim skilyrðum sem uppfylla þarf svo lögregla megi beita símahlerun við rannsóknir. Frumvarpið var sam- ið af réttarfarsnefnd en í umsögnum Ákærendafélagsins, ríkissaksóknara og lögreglu er að finna alvarlega gagnrýni á tillögurnar. Í frumvarpinu er m.a. kveðið á um að ríkir almannahagsmunir eða einkahagsmunir þurfi alltaf að vera til staðar svo dómari geti fallast á kröfu lögreglu um símahlerun en refsirammi þeirra brotaflokka sem falla undir þessa heimild til símahler- unar verði hins vegar lækkaður úr átta árum í sex. Gæti snúist í andhverfu sína Í ítarlegri umsögn Ákærenda- félagsins er bent á að frumvarpinu virðist einnig vera ætlað að skjóta styrkari stoðum undir rannsóknar- heimildir lögreglu vegna sérgreindra brotaflokka, þ.e. skipulagðrar brota- starfsemi, vændis, brots gegn nálg- unarbanni og fleira. „Eins og frumvarpið er úr garði gert er gengið of langt í því að tak- marka heimildir lögreglunnar að óþörfu svo ekki fæst samrýmst hags- munum samfélagsins um að lögreglu verði með góðu móti gert kleift að beita símahlustun og skyldum rann- sóknarúrræðum í því skyni að upp- lýsa um alvarleg afbrot,“ segir í um- sögninni. ,,Þá er hætt við því að hin sér- greindu markmið vegna fyrr- greindra brotaflokka, þ.e. skipu- lagðrar brotastarfsemi, vændis o.fl. náist ekki vegna þeirra ströngu skil- yrða sem ætlað er að gilda um um- rædd rannsóknarúrræði og frum- varpið kunni þannig að snúast upp í andhverfu sína og lögreglu verði gert mjög erfitt um vik að afla nauðsyn- legra rannsóknarheimilda í þágu rannsókna alvarlegra sakamála,“ segir þar ennfremur í umfjöllun um frumvarpið. Ekki á rökum reist Í athugasemdum frumvarpsins segir að komið hafi fram sú gagnrýni að skilyrði fyrir heimildum til síma- hlustunar séu ekki nógu skýr og sú heimild veitt í meira mæli en nauðsyn væri og án nægilegs rökstuðnings. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissak- sóknari segir hins vegar í sinni um- sögn að þarna séu „ekki dregin fram nein þau atriði sem sýnt geta fram á að þessi gagnrýni sé á rökum reist. Er því erfitt um vik að meta þörfina á þeim breytingum á skilyrðum fyrir símahlustunum og skyldum aðgerð- um sem lagðar eru til,“ segir hún. Lýsir ríkissaksóknari efasemdum um að heimildir til símahlustunar og skyldra úrræða verði skýrari með því sem lýst er í frumvarpinu að skilyrði til hlustunar verði ávallt að byggjast á að ríkir almannahagsmunir eða einkahagsmunir krefjist aðgerðanna. Það sé háð mati dómara hverju sinni hvort skilyrði séu uppfyllt. ,,Þá gæti lögfesting þessa fortakslausa skil- yrðis þrengt um of að heimildum lög- reglu við rannsóknir alvarlegra saka- mála,“ segir í umsögn Sigríðar. Ákærendafélagið telur að þrátt fyrir að frumvarpið láti ekki mikið yf- ir sér sé um að ræða mjög mikla breytingu á núgildandi heimildum lögreglu til símahlustunar og skyldra rannsóknaraðgerða. „Þess háttar rannsóknaraðgerðir skipta oft mjög miklu máli við rann- sóknir alvarlegra sakamála, t.d. stórra fíkniefnamála. Það skýtur skökku við að á sama tíma og talað er fyrir því að styrkja lögregluna í bar- áttunni við skipulagða glæpastarf- semi eða til að koma í veg fyrir fíkni- efnainnflutning sem mikil vá stafar af og fer vaxandi í samfélaginu þá skuli komið fram með frumvarp sem felur í raun í sér að mjög verður þrengt að þessum mikilvægu rann- sóknarheimildum lögreglunnar,“ segir í umsögn félagsins. Bætir engu við Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tekur í sama streng og segir í umsögn sinni að frumvarpið bæti engu við rannsókn- arheimildir lögreglu á ákveðnum sviðum eins og mögulega megi ráða af tilvísun í frumvarpinu til sex ára refsiramma og upptalningar á til- greinum brotum. ,,Ástæðan er sú að á grunni gildandi laga er í dag unnt að beita þeim rannsóknarúrræðum sem hér um ræðir að uppfylltum skil- yrðum um ríka almanna- og einka- hagsmuni. Með hliðsjón af því er það ljóst að eini tilgangur þessa frum- varps er að þrengja heimildir lög- reglu til beitingar umræddra rann- sóknarúrræða.“ Þrengt um of að heimildum lögreglu  Ríkissaksóknari, Ákærendafélagið og lögregla gagnrýna frumvarp innanríkisráðherra um síma- hlerun við rannsókn sakamála  Getur gert lögreglu mjög erfitt um vik  „Fyrst og fremst pólitískt“ 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Oddur Árnason, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, bendir á í umsögn að ef símhlerunarfrumvarpið er skoðað í samhengi við frumvarp sem Alþingi hefur til meðferðar um vopn, sprengiefni og skot- elda, ,,sýnist mér að á fjarskipti ,,einyrkja“ í broti gegn vopna- lögum verði ekki hlustað fyrr en sýnt hefur verið fram á að hann hyggist beita vopnum gegn al- menningi,“ segir hann. Sú staða geti komið upp að ríkir al- mannahagsmunir einir og sér óháð refsiþyngd ætlaðs brot geti staðið til þess að beita þurfi símhlustun vegna gruns um brot á vopnalögunum. Símhlustun torveldari RANNSÓKNIR VEGNA BROTA Á VOPNALÖGUM Vígð hefur verið kapella í dvalar- og hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri. Biskup Ís- land, Agnes Sigurðardóttir, og sóknarpresturinn, Ingólfur Hart- vigsson, önnuðust vígsluna. Gert var ráð fyrir kapellu á neðri hæð viðbyggingar Klausturhóla sem tekin var í notkun fyrir um sex ár- um. Síðan hefur verið unnið að því að koma upp nauðsynlegum gripum og búnaði, sérstaklega síðustu tvö árin. Filippus Hannesson frá Núpsstað ánafnaði Klausturhólum mynd- arlegri peningaupphæð eftir sinn dag. Gerði það rekstrarnefnd heim- ilisins kleift að ráðast í lokafrágang kapellunnar. Einnig höfðu hjónin Júlíus Jóns- son og Arndís Salvarsdóttir frá Norðurhjáleigu gefið fjármuni til kapellunnar. Vígsluathöfnin fór fram 4. þessa mánaðar. Hún hófst með því að biskup, sóknarprestur og gefendur muna gengu að altarinu með helga gripi kapellunnar. Börn og ungling- ar léku á hljóðfæri og sungu fyrir og eftir athöfn og kirkjukórar presta- kallsins sungu undir stjórn Brians Rogers Haroldssonar organista. Margir fallegir gripir voru smíð- aðir fyrir kapelluna. Altarisdúkinn gerði Sigfríð Kristinsdóttir á Fossi og gaf kapellunni. Kertastjakana og glerkrossinn sem prýða altarið ásamt skírnarskálinni gerðu þau hjónin Guðrún Sigurðardóttir og Emil Sæmundsson og gáfu til minn- ingar um Jón Björnsson, bónda í Svínadal í Skaftártungu. Einnig gerðu þau hjónin gestabók úr gleri sem starfsfólk og heimilisfólk Klausturhóla gaf kapellunni. Snorri Snorrason skar út Maríumynd og gaf kapellunni. Kvenfélag Kirkju- bæjarhrepps gaf biblíu á altarið og kvenfélagið Hvöt gaf stólu. Leifur Breiðfjörð gerði altaristöfluna sem er glæsilegt glerlistaverk. Innblást- urinn fékk Leifur úr Opinberunar- bók Jóhannesar þar sem sagt er frá hinni Nýju Jerúsalem. Altarið og prédikunarstólinn teiknaði Helgi Hjálmarsson arkitekt og Benedikt Lárusson listasmiður smíðaði grip- ina. Velunnarasjóður Klausturhóla hefur ákveðið að gefa kapellunni kaleik og patínu. Ljósmynd/Jakub Srocki Vígsla Agnes Sigurðardóttir biskup vígði kapellu Klausturhóla. Þar er nú haldin helgistund tvisvar í mánuði. Kapella vígð í Klausturhólum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Legið á hleri Nái frumvarpið fram að ganga yrði heimild lögreglu til að beita símahlerunum og skyldum aðgerðum við rannsókn mála þrengd. Auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina Byggðastofnun, Listahátíð í Reykjavík og Flugfélag Íslands standa saman að Eyrarrósinni, viðurkenningu sem árlega er veitt afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Umsækjendur geta m.a. verið stofnun, tímabundið verkefni, safn eða menningarhátíð. Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff, forsetafrú. Þrjú verkefni eru tilnefnd og hlýtur eitt þeirra Eyrar- rósina, peningaverðlaun að upphæð 1.650.000 kr. og flugferðir hjá Flugfélagi Íslands. Hin tvö hljóta 300.000 kr. auk flugferða. Umsóknarfrestur er til 7. janúar 2013 og verður öllum umsóknum svarað. Eyrarrósin verður afhent í febrúar 2013. Umsóknir skal senda rafrænt til Listahátíðar í Reykjavík á netfangið eyrarros@artfest.is. Umsókn skal fylgja greinargóð lýsing á verkefninu, tíma- og verkáætlun, upplýsingar um aðstandendur og fjárhagsáætlun. Allar nánari upplýsingar á vef Listahátíðar í Reykjavík: www.listahatid.is og í síma 561-2444.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.