Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 5. Elínbjörg Magnúsdóttir SÆTI PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í REYKJAVÍK Alþingi á að endurspegla samfélagið. Hlúum að heimilunum – afnemum skattastefnu vinstri stjórnarinnar. Elínbjörg Magnúsdóttir Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skúli Hansen skulih@mbl.is Frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjár- málum (tekjuöflunaraðgerðir, kjara- samninga, verðlagsbreytingar o.fl.), svokallaður bandormur, var lagt fyr- ir ríkisstjórnina á fundi hennar í gærmorgun. Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði málið fyrir fundinn. Kemur seint fram „Eins og fyrri vetur þá stefnir í að umfjöllun Alþingis um breytingar á skattkerfinu í tengslum við fjárlaga- gerðina komi alla jafna fram á síð- ustu stigum fjárlagagerðarinnar, því miður, og það hefur þá í för með sér að mönnum gefst ekki jafn rúmur tími til að rýna í þær tillögur og nauðsynlegt væri,“ segir Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, spurður út í frumvarpið og hvenær hann eigi von á að það komi fyrir nefndina. „Við höfum ekki verið spurð um eitt né neitt í þessari frumvarps- gerð,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, þegar blaðamaður hafði samband við hann í gær vegna máls- ins. Ekki náðist í Katrínu Júlíusdótt- ur, fjármála- og efnahagsráðherra, við vinnslu fréttarinnar.  Vilhjálmur Egilsson segir SA ekki hafa verið spurð við gerð bandormsins  Tímasetning frumvarpsins gagnrýnd Ræddu bandorminn Morgunblaðið/Kristinn Ríkisstjórn Bandormur fjármálaráðherra var ræddur á fundi ríkisstjórn- arinnar í gærmorgun. Frumvarpið snýr að ráðstöfunum í ríkisfjármálum. Atli Vigfússon Laxamýri „Það er gaman að koma til ömmu og grafa sig inn í reyk- húsið. Þetta er svo mikill snjór hérna að það er nóg að gera að moka.“ Þetta segir Þór Wium Elíasson 13 ára sem hefur verið í nokkra daga í fríi hjá afa sínum og ömmu á bæn- um Engidal í Þingeyjarsveit. Þór er nemandi í Síðuskóla á Akureyri og finnst það góð tilbreyting að grafa sig inn í húsin, en allar byggingar á bænum hafa fengið sinn skammt af snjónum í ótíðinni sem herjað hefur á lands- menn undanfarið. Bændur eru um þessar mundir í óðaönn að reykja hangikjötið og fleira reykmeti sem ætlað er til jólanna. Frést hefur af reykhúsum sem ekki er hægt að komast inn í eða að vegna snjóa svo það hefur orðið að leita ann- að með reykinguna. Margir vilja hafa góða tíð meðan reykt er, gjarnan sunnan hláku og þíðviðri. Í stórhríð- unum er svo rakt og reykingin gengur þá alla jafnan mun hægar. Sumir segja að engin tvö reykhús séu eins og eiga þá við að bragð af kjöti sé hvergi það sama, enda notar fólk mjög mismunandi eldivið, þó að flestir séu með tað. Mjög gott er að nota eitthvað annað með, t.d. birki, eini, grá- víði, gulvíði, lyng og margt fleira til þess að gefa bragðið. Fannfergi er víða mikið á sveitabæjum í Þingeyj- arsýslu og hafa sumir eldri bændur sagt að þeir muni varla svona mikla samfellda ótíð að hausti eins og hefur verið. Þá telja þeir snjó í meira lagi miðað við árstíma. Þór segir ekkert mál að komast í reykhúsið og hann og amma hans, Kristlaug Pálsdóttir, bóndi í Engidal, fara bara með snjóþotu og ferja þannig kjötið milli staða þar sem engin leið er að koma neinu farartæki að. Þetta þykir Þór spennandi og skóflar burtu snjónum frá reykhúsdyrunum. Erfitt að komast í reykhúsin vegna snjóa  Þingeyskir bændur í óðaönn að reykja jólahangikjötið Morgunblaðið/Atli Vigfússon Á leið í reykhúsið Þór Wium ásamt ömmu sinni, Kristlaugu Pálsdóttur, með reykmetið á snjóþotum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lagt er til að skerpt verði á fræðslu um orsakir áverka á keppnis- og kynbótahrossum og að öll mél með tunguboga verði bönnuð í keppni og kynbótasýningum. Kemur þetta fram í tillögum velferðarnefndar Landssambands hestamannafélaga sem fjallað hefur um niðurstöður heilbrigðisskoðunar á hrossum í helstu keppnum og sýningum ársins. Nefndin segir að núverandi ástand sé óviðunandi út frá dýra- verndarsjónarmiðum en skýrsla dýralæknis hrossasjúkdóma sýndi að áverkar í munni og víðar voru al- gengir á hestum sem komið var með til keppni og sýningar á Landsmóti og Íslandsmóti í sumar. Nefndin tel- ur að finna þurfi heildstæða lausn á vandanum, þar sem allt verði tekið með, svo sem keppnisfyrirkomulag, vellir og dómstörf ásamt eftirliti með áverkum og búnaði. „Ályktunin er beinlínis gerð til þess að fá fólk til að vanda sig betur. Til að fólk sé meðvitað um vandann þarf að auka fræðslu. Ég er sann- færður um að það er besta leiðin. Síðan þarf að setja einhver mörk á búnað þar sem sýnt hefur verið fram á að bein tengsl eru á milli beislis- búnaðar og áverka,“ segir Benedikt G. Líndal, formaður nefndarinnar. Lagt er til að birtir verði kaflar úr rannsóknum þannig að hestamenn séu almennt meðvitaðir um hvað gerist þegar tekið er í taum. Öll mél með tunguboga verða bönnuð í tvö ár. Lögð er áhersla á að eftir þann tíma þurfi að koma til samanburðarrannsóknir á áhrifum mismunandi méla. Þá vill nefndin að gengið verði strangar eftir því að öll hross verði áverkalaus og ósár fyrir og eftir sýningu, sbr. lög og reglur. Stjórn LH hefur óskað eftir álitum dómarafélaga og fleiri aðila. Harald- ur Þórarinsson formaður vonast til að samstaða náist með fagráði í hrossarækt um sameiginlegar regl- ur um þessi mál, á grundvelli tillagna velferðarnefndar. Tillögurnar verða síðan sendar til stjórnar FEIF, alþjóðasamtaka eig- enda íslenska hestsins, fyrir aðal- fund sem verður um miðjan næsta mánuð enda er það ósk velferðar- nefndar LH að tekið verði á þessum vanda á alþjóðlegum vettvangi. Skerpt á fræðslu og mél bönnuð  Tillögur um aðgerðir vegna áverka Þegar þingmenn, fræðimenn og áhugamenn árið 2050 líta til baka á samþykkt rammaáætlunarinnar þá munu það ekki verða tíðindi að orku- fyrirtækin hafi haldið áfram rann- sóknum og undirbúningi á 16 fram- kvæmdum í orkuflokki, sama hversu sárt mönnum kann að verða um þau umhverfisverðmæti sem lenda í spjöllum, sagði Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og flutningsmaður rammaáætlunar- innar, við upphaf annarrar umræðu um áætlunina á Alþingi í gær. „Heldur munu menn árið 2050 staldra við þann sögulega viðburð að í einu vetfangi með samþykkt Alþingis, vonandi í desember 2012, skuli 20 náttúrusvæði hafa verið tekin frá til margvíslegrar verndarnýtingar og 31 náttúrusvæði fengið vernd til frekari upplýsingaöflunar, rannsókna og at- hugunar með því að vera í biðflokki,“ sagði Mörður í ræðu sinni í gær. Í sinni ræðu sagði Birgir Ármanns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að hann teldi að sú ákvörðun ráð- herranna Oddnýjar Harðardóttur og Svandísar Svavarsdóttur, að taka sex kosti úr nýtingarflokki og setja í bið- flokk, væri umdeildasta atriði tillög- unnar. „Þá er auðvitað rétt að geta þess að af þessum 67 kostum sem eru í tillögunni þá er það lítill minnihluti í raun og veru sem deilt er um,“ sagði Birgir. skulih@mbl.is Umdeild tillaga  Áfram deilt um rammaáætlunina við aðra umræðu sem hófst á Alþingi í gær Mörður Árnason Birgir Ármannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.