Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 40
FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is E kki er loku fyrir það skotið að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði fest- ur í sessi í borginni til framtíðar með sér- stakri lagasetningu á Alþingi í vetur, en líkur eru taldar á að meirihluti kunni að vera fyrir því meðal þing- manna. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og ellefu með- flutningsmenn standa að frumvarpi um að miðstöð innanlandsflugsins verði í Reykjavík og er markmiðið að treysta flugvöllinn í sessi í borginni „vegna verulegrar þýðingar hans fyrir samgönguöryggi og stöðu og framgang innanlandsflugs“, segir í greinargerð. Meðflutningsmenn Jóns eru sjö þingmenn Sjálfstæð- isflokks, þrír framsóknarþingmenn og einn stjórnarþingmaður, Sig- mundur Ernir Rúnarsson, Samfylk- ingunni. Telur drjúgan meirihluta styðja Frumvarpið var raunar áður lagt fram á 140. löggjafarþingi en hefur nú verið tekið fyrir tvisvar í um- hverfis- og samgöngunefnd og á seinustu dögum hefur borist fjöldi umsagna við frumvarpið m.a. frá Samtökum atvinnulífsins, Ice- landair, Landspítalanum og sveit- arstjórnum. Í öllum umsögnum að einni undanskilinni er lýst stuðningi við frumvarpið og því fagnað að með lögfestingu þess yrði óvissu um framtíð innanlandsflugsins eytt. Samtökin Betri byggð leggjast hins vegar gegn frumvarpinu. Jón Gunnarsson segist gera sér vonir um að frumvarpið verði af- greitt sem lög. „Það er mjög brýnt að eyða þessari óvissu um flugvöllinn þannig að hægt sé að horfa til lengri tíma og hefja framkvæmdir við að bæta aðstöðu farþega og starfs- fólks,“ segir hann. „Ég held að í þinginu sé drjúgur meirihluti fyrir því að ganga þessa leið. Þetta er auð- vitað ansi langt seilst gangvart skipulagsvaldi Reykjavíkurborgar að setja þetta fram í lagafrumvarpi en ég tel að vegna mikilvægis máls- ins sé það réttlætanlegt í þessu til- felli,“ segir Jón, sem á von á að málið komi til afgreiðslu eftir áramótin. Í umsögn Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA, segir að mikilvægt sé fyrir alla landsmenn að tilvist Reykjavíkurflugvallar verði tryggð. Hverfi hann megi búast við auknum kröfum um að þjónusta byggist upp nær Keflavíkurflugvelli og jafnvel að til lengri tíma dragi úr mikilvægi Reykjavíkur sem mið- stöðvar stjórnsýslu og þjónustu. Vilhjálmur segir vekja athygli að í skýrslu Reykjavíkurborgar Atvinnu- stefna Reykjavíkur – Skapandi borg, sem kom út í júní „er ekki að finna eitt einasta orð um flugvöllinn eins mikilvægur og hann er og enga um- fjöllun um áhrif þess að hann hverfi og hugsanlegar mótvægisaðgerðir. Á bls. 12 í skýrslunni er að finna al- menna ósk um tengingu innviða við ferjur, flug, hjólreiðar og gangandi umferð. Jafnframt að könnuð verði hagkvæmni léttlestartengingar við alþjóðaflugið“, segir í umsögn SA. Í umsögn Icelandair segir að það sé fagnaðarefni að stór hópur þing- manna vilji tryggja að miðstöð inn- anlandsflugsins verði áfram starf- rækt í Reykjavík. Ekki hefur borist umsögn frá borgaryfirvöldum við frumvarpið. Spurður um viðbrögð borgarinnar segist Jón eingöngu hafa heyrt í einstökum borg- arfulltrúum vegna málsins og skoð- anir séu skiptar meðal þeirra. Flugvöllurinn lög- festur í borginni? Morgunblaðið/RAX Umdeilt Sveitarfélög hvetja þingmenn í umsögnum til að fylkja sér að baki frumvarpinu en Samtök um betri byggð segja höfunda þess vanmeta ávinninginn af samþættingu innanlands- og millilandaflugs á einum flugvelli. 40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Gunnar BragiSveinsson,þingmaður Framsóknarflokks- ins, lýsti því í um- ræðum á Alþingi í gær hver viðbrögð stækkunarstjórans Stefans Füle við spurningum um und- anþágur frá reglum sambands- ins hefðu verið á fundi með ís- lenskum þingmönnum í vikunni: „Þegar að stækkunarstjóri Evr- ópusambandsins var spurður um undanþágur frá reglum sam- bandsins þá kom skýrt fram að það er ekki hægt að veita und- anþágur frá lagaramma sam- bandsins. Það er eitthvað sem við hljótum öll að skilja. Það er ekki hægt að veita undanþágu frá lögum.“ Jón Bjarnason, þingmaður VG, hafði áður lýst svörum Füle á nákvæmlega sama hátt og Gunnar Bragi. Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, hafði allt aðra sögu að segja af svörum Füle og lét í veðri vaka að hægt væri að semja um hvað sem er, sem er sú lína sem samfylking- armenn og aðrir þeir sem segj- ast vilja „kíkja í pakkann“ hafa haft á hraðbergi. Með þessu er blekkingunni haldið að Íslendingum í þeirri von að hægt sé að toga þá smám saman inn í Evrópusambandið, svo rólega að þeir verði þess ekki varir fyrr en skyndilega verði búið að skella í lás að baki þeim. En blekkingin snýr ekki að- eins að Íslendingum, því að sam- kvæmt lýsingu Ragnheiðar El- ínar Árnadóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, beita sam- fylkingarmenn og samherjar þeirra í Evrópumálum blekk- ingunni einnig á hinn veginn. Ragnheiður sagði að á fundinum með Füle hefði hún áttað sig á að þingmenn Evrópuþingsins og Stefan Füle skildu ekki alveg hvernig andrúmsloftið væri hér á landi, en að á fundinum með ís- lensku þingmönn- unum hefðu þeir fengið skilaboðin þar um beint. Þess vegna hefði fund- urinn verið mik- ilvægur; Evr- ópuþingið og Evrópusambandið þyrftu að vita hver staðan hér er raunverulegulega í stað þess að fá bara að heyra „einhliða mærðarræður“ utanrík- isráðherra. En blekkingarnar í aðlög- unarferlinu eiga sér ekki aðeins þessar tvær hliðar, þær eru mun margslungnari. Birgir Ár- mannsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, minnti til að mynda á að í ágúst hefði mátt skilja nokkra þingmenn VG, þar með talda tvo ráðherra, þannig að þeir teldu ástæðu til að taka stöðu aðildarumsóknarinnar til endurskoðunar nú í haust. Margir á þinginu hefðu bundið vonir við að einhver meining hefði verið á bak við þessi orð enda hefðu yfirlýsingarnar ver- ið skýrar. Síðan hafi ekki frést af málinu. Það er rétt sem Birgir bendir á að allt útlit er fyrir að orð nokkurra þingmanna VG – raunar meirihluta þingflokksins – hafi aðeins verið ætluð til að slá á óánægju almennra flokks- manna en ekki til að orðunum yrði fylgt eftir með aðgerðum. Engum kemur á óvart að Samfylkingin haldi sig við að beita blekkingum til að sann- færa fólk um að í ESB-pakk- anum sé eitthvað annað en ESB. Það kemur hins vegar nokkuð á óvart ef VG telur sig geta farið í gegnum aðrar kosningar með margsvikin loforð um afstöðuna til aðildar að ESB á bakinu. Ef til vill telur formaður Vinstri grænna að hann geti skipt um kúrs rétt fyrir kosningar og bætt þannig fyrir svikin. En þá treystir hann á að kjósendur VG séu gleymnari en stjórn- málamenn hafa hingað til þorað að reiða sig á. Svör Stefans Füle voru skýr en spuna- menn halda samt áfram með sinn þráð} Skýr svör og blekkingar Eins og heyramá á tals- mönnum launa- manna og atvinnu- rekenda eru kjarasamningar í uppnámi. Sú hætta vofir yfir að þeim verði sagt upp innan fárra vikna og fari svo er ástæðan einföld. Forseti ASÍ lýsir henni með þessum orðum: „Maður sér ekki neinn vilja til þess hjá stjórnvöldum að stuðla að efnahagslegum um- skiptum á næsta ári.“ Þrátt fyrir að margar að- stæður sé hagfelldar glímir at- vinnulífið við mikinn heima- tilbúinn vanda sem ríkisstjórnin ber fulla og alla ábyrgð á. Ísland þarf öfl- ugt atvinnulíf og hagvöxt til að hægt sé að bæta kjör almennings en á þessu skortir allan skilning hjá núverandi stjórnvöldum, sem halda atvinnulífi og þar með hagvexti niðri. Sem betur fer styttist í að þessi stjórnvöld kveðji, en þeim gæti tekist að vinna margvísleg óþurftarverk þang- að til. Jafnvel uppsögn kjara- samninga og upplausn á vinnu- markaði. Ríkisstjórnin ber fulla ábyrgð á því hvernig komið er} Kjarasamningar í uppnámi Þ egar alþingismaður setur fram til- lögur um að fjölmiðlum verði bannað að taka og birta myndir úr dómhúsum er sjálfsagt að B fylgi A. Í lagafrumvarpi leggur Siv Friðleifsdóttir til að öðrum en dómstól- unum sjálfum verði óheimilar myndatökur við réttarhöld. Slíkt hafi þó færst í vöxt, sér- staklega í opinberum málum. „Leiðir það til þess að hinn ákærði og vitni þurfa jafnan að hafa vara á sér að þessu leyti á meðan á þinghaldinu stendur, í stað þess að ein- beita sér að málsvörn sinni eða vitnaleiðslu. Þyk- ir þessi aðstaða vera til þess fallin að trufla máls- aðila. Það hefur slæm áhrif,“ segir í greinargerð. Ætla má að myndbirtingar af þeim sem mæta í dómhús séu viðkomandi ekkert gleði- efni. Hitt ber á að líta að fréttir verða sjaldan sagðar nema myndir fylgi. Þær eru hluti frásagnar. Og munum líka að dómshald er jafnan að nokkru leyti leik- þáttur, atskák þar sem sækjendur og verjendur takast á með brellum. Þær ná líka oft út fyrir réttarsal með það fyrir augum að spila á almenningsálitið. Þegar sakborn- ingar í Baugsmálinu mættu á sínum tíma til þinghalds örkuðu þeir eftir Austurstræti í þaulskipulögðu atriði. Og var tilviljun þegar Jón Ásgeir Jóhannesson mætti í hér- aðsdóm með málsskjöl í Bónuspoka? Réttarhöld í Lands- dómsmálinu gagnvart Geir H. Haarde voru sömuleiðis og sýnilega að nokkru eftir skrifuðu handriti. Ástæðulaust er að fjölmiðlar birti ítarlegar frásagnir eða myndir af sögupersónum í minniháttar málum. Ef krakkagrey fara vill vegar í dóp- rugli og stela smádóti eru það harmleikir sem skal ljúka í kyrrþey. Hins vegar sjálfsagt að segja ítarlega frá því þegar bankabarónarnir mæta til þinghalds eða eru færðir undir manna hendur. Þegar fallnir þjóðargæðingar sem fóru fram af kappi fremur en forsjá, með hræðilegum af- leiðingum, eiga að standa fyrir máli sínu er eðlilegt að greina frá því í máli sem myndum. Í þessu er frásögnin liður A og myndir B. Er því líklegt að fljótlega komi fram á Alþingi tillaga að regluverki um hvernig frásögnum af dóms- málum skuli hagað; það er stíll, orðfæri, fyr- irsagnir, umbrot á síðu eða hvenær í atriðaröð fréttatíma ljósvakans málið fari í loftið. Stundum þegar góðmennskuköst grípa stjórnmálamenn ræða þeir fjálglega um frelsi fjölmiðla og lýðræðislegt mikilvægi. Það er marklaust mas. Engir eru jafn afskiptasamir um vinnubrögð fjöl- miðla og pólitíkusar. Tillaga Sivjar er afbrigði af því. Og í lokin. Það er eins og mig minni að einhverntíma hafi verið talað þrískiptinguna; það er löggjafar-, fram- kvæmda- og dómsvald og að hver þessara stofnana væri tiltölulega óháð hinni. Því vekur satt að segja furðu þegar alþingismaður vill breyta lögum á þann veg að löggjafinn komi með inngrip í starfshefðir dómsvalds og fjölmiðla. Því verður að segja að tillaga Sivjar Friðleifsdóttur stenst enga skoðun – og fer best á því að hér ljúki þessu grein- arkorni með punkti. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Réttarhöld eru leiksýning STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Í umsögn Landspítalans við frum- varpið um framtíð flugvallarins er minnt á mikilvægi hans fyrir sjúkraflug og að akstur á spítala taki eins stuttan tíma og kostur er. Fram kemur að gert er ráð fyrir þyrlupalli á þaki nýbyggingar Landspítalans en skv. forsendum Flugmálasjórnar verði þyrlupall- urinn skilgreindur sem ,,Non- instrument“, þ.e. ekki sé gert ráð fyrir að þar sé lent í blindflugi. ,,Þá er þyrlupallur við Landspítala í Fossvogi ekki gerður fyrir blind- flug. Því er mikilvægt að í næsta nágrenni sjúkrahússins sé lendingarstaður þyrlu með blind- flugsbúnaði ef aðstæður útiloka lendingu á þyrlupalli sjúkrahúss- ins.“ Ekki blindflug á þyrlupall MIKILVÆGI SJÚKRAFLUGS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.