Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 12
Viðtal 12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28.9. 2013 H ugmyndin að Earth 101 kemur frá dr. Guðna Elíssyni, prófessor við Há- skóla Íslands, og hefur verkefnið verið þrjú ár í und- irbúningi. „Ég hef lagt mikla vinnu í þennan undirbúning. Loftslagsmál eru að mínu mati sá málaflokkur sem er mest aðkallandi í samtím- anum og fólk ætti að leiða hugann að. Þetta er einstakt tækifæri fyrir kvikmyndagerðarmenn til að setja sig inn í þessi mál og miðla sinni sýn í framhaldinu,“ segir hann. Að áliti Guðna er ekki einfalt að gera kvikmynd um loftslagsbreyt- ingar. „Heimildarmyndagerð- armenn sem taka á samfélags- legum vanda hafa yfirleitt eitthvað áþreifanlegt að sýna. Loftslags- breytingar eru á hinn bóginn hæg- fara og fyrir vikið erfitt að búa til sjónræna frásögn. Það er þó til dæmis reynt að gera í myndinni Chasing Ice þegar kvikmyndagerð- armaðurinn stillir upp vélum sínum og bíður svo í ár til að sjá hvernig ísinn hefur hörfað á þeim tíma. Þetta er raunveruleg tilraun til að draga fram breytingar í náttúrunni en mjög tímafrek.“ Guðni segir ótal sögur að segja. Pólitískar, samfélagslegar, tengdar vistkerfinu og svo framvegis. Í verkefninu munu menn meðal ann- ars spyrja sig hvaða sögur sé hægt að segja og hvernig koma megi þeim á framfæri við almenning. Lokaðar vinnustofur Meðal þátttakenda í Earth 101 verða Michael E. Mann, eðlisfræð- ingur og loftslagsfræðingur, nú for- stöðumaður Earth System Science Center við Háskólann í Pennsylv- ania-ríki; Stefan Rahmstorf, haf- fræðingur, loftslagsfræðingur og prófessor í eðlisfræði hafsins við Háskólann í Potsdam, Þýskalandi; Peter Sinclair, áhrifamesti lofts- lagsbloggari í heimi og höfundur myndbandanna „Climate Denial Crock of the Week“, en hann starf- ar nú einnig fyrir Yale Forum on Climate Change and the Media; Kari Norgaard, mannfræðingur og sérfræðingur í hugrænni sálfræði, höfundur bókarinnar Living in Denial; Simon Brook, leikstjóri Indian Summer, og Bert Ehg- artner, leikstjóri Die Akte Alumin- um. Þessar tvær heimildarmyndir eru hluti af heimildarmyndadags- kránni Önnur framtíð á RIFF, sem nú stendur yfir, ásamt öðrum um- hverfismyndum. Fyrsti fundur Earth 101-hópsins verður í Reykjavík í næstu viku. Um er að ræða lokaðar vinnustofur og verða fyrirlesarar fjórir. Guðni segir góðan tíma gefast eftir hvern fyrirlestur til að spyrja spurninga og ræða málin. „Auðvitað er það svo að kvikmyndagerðarmennirnir þurfa að hafa tíma til að meðtaka upplýsingarnar og velta hlutunum fyrir sér.“ Á sjötta tug þátttakenda Guðni reiknar með að hópurinn hittist einu sinni á ári til skrafs og ráðagerða, þess á milli verða ein- hverjir viðburðir. „Þannig kom bandaríski blaðamaðurinn Chris Mooney til landsins fyrir um mán- uði á vegum verkefnisins og meira verður gert að því að fá einstaka gesti til að fjalla um þessi mál,“ segir Guðni. Slíkir viðburðir verða opnir al- menningi. Alls verða um þrjátíu manns á fundinum að þessu sinni en Guðni segir þátttakendur fleiri, líklega á bilinu fimmtíu til sextíu. Áhersla er lögð á að hafa alltaf fleiri kvik- myndagerðarmenn en vísindamenn á staðnum í hvert skipti. Í tengslum við fundinn nú verður opinn umræðufundur á Hótel Borg á fimmtudaginn milli kl. 16.30 og 18. Þar verða bæði vísindamenn og kvikmyndagerðarmenn. Þá munu Mann, Rahmstorf, Sinclair og Norgaard halda fyrirlestra í Há- skóla Íslands, Háskólatorgi 105, á laugardaginn eftir viku frá kl. 13 til 17. Þar er öllum heimilaður að- gangur. Enn einn viðburðurinn verður á föstudaginn en þá mun bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Anne Ag- hion sýna mynd sína My Neighbo- or My Killer og sitja fyrir svörum á Háskólatorgi 105 kl. 16 til 18. Skili vitundarvakningu Spurður hvenær hann vonist til að verkefnið beri ávöxt, það er kvik- myndir undir beinum áhrifum frá því fari að líta dagsins ljós, segir Guðni langt ferli fyrir höndum. „Þetta mun taka tíma. Ein- staklingar eru þegar farnir að vinna að verkefnum og það kæmi mér ekki á óvart að fjögur til fimm verkefni yrðu komin vel áleiðis árið 2016. Það verður mjög spennandi að fylgjast með framvindunni.“ Væntingin sem Guðni hefur til verkefnisins er að það skili vitund- arvakningu. Hann er þeirrar skoð- unar að margir hafi rangar hug- myndir um þróunina í loftslags- málum og því þurfi að breyta. „Fjölmiðlar eru stöðugt að flytja fólki rangar upplýsingar um ástandið og fyrir vikið er erfitt að bregðast við á skynsamlegan hátt. Þá er ég bæði að tala um ríkið og einkageirann. Að mínu mati snýst þetta ekki um pólitík, hægri og vinstri, eins og það gerir hjá mörg- um. Í stað þess að rífast um það hvort loftslagbreytingar séu að eiga sér stað eða ekki ættum við að einbeita okkur að því hvaða lausnir við veljum. Því lengur sem við bíð- um aukast líkurnar á vinstri lausn- unum, að því kemur nefnilega að ástandið kallar á róttækar aðgerð- ir. Ég er ekki viss um að hægri- menn átti sig á þessu.“ Loftslagið kvikmyndað EARTH 101 ER NÝTT SAMSTARFSVERKEFNI HÁSKÓLA ÍSLANDS, ALÞJÓÐLEGRA LOFTSLAGS- VÍSINDAMANNA OG KVIKMYNDAGERÐARFÓLKS. MARKMIÐIÐ ER AÐ KYNNA KVIKMYNDA- GERÐARFÓLKI ÞÆR STÓRU OG MIKLU BREYTINGAR SEM ERU AÐ EIGA SÉR STAÐ Í LOFTS- LAGSMÁLUM OG HVETJA ÞAÐ ÞANNIG TIL AÐ GERA MÁLAFLOKKNUM SKIL. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Loftslagsbreytingar eru farnar að hafa áhrif á líf fólks á Grænlandi. Heilbrigt hár á náttúrulegan hátt! Nýtt Hárvörurnar frá Weleda eru mildar en áhrifaríkar, örva hársvörðinn og stuðla að náttúrulegu heilbrigði hársins. Hárvörurnar eru unnar úr þremur ólíkum korntegundum, hirsi, hveiti og höfrum. Það er margt líkt með korni og hári. Korn vex í frjóum jarðvegi og til að hárið verði fallegt, þarf hársvörðurinn að vera heilbrigður. Hver vara hefur sinn sérstaka ilm. Í samhljómi við mann og náttúru Útsölustaðir Weleda eru heilsuverslanir og apótek um allt land Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.