Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 53
28.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 53 „… þrælspennandi, bráð- skemmtileg og hjartnæm“ sagði rýnir um áhugaverða barnasýningu Sölku Guð- mundsdóttur, Hættuför í Hul- iðsdal. Hún er sýnd tvisvar sinnum í Kúlu Þjóðleikhússins á laugardag. 2 Forvitnileg sýning Guð- rúnar Kristjánsdóttur myndlistarkonu, Vatn, var opnuð í Hallgrímskirkju á Kirkjulistahátíð og stendur fram í nóvember. „Ég valdi vatn sem við- fangsefni vegna mikilvægis þess í líf- ríkinu öllu, í umhverfi mannsins og menningu,“ segir hún. 4 Fjörug tónlistin úr Skila- boðaskjóðunni verður flutt á upphafstónleikum Litla tón- sprotans í Eldborg klukkan 14 og 16 á laugardag, með vinsælum söngvurum, í nýrri útsetningu tón- skáldsins Jóhanns G. Jóhannssonar. 5 Um helgina eru síðustu for- vöð að sjá sýningu Sigrúnar Eldjárn, „Teiknivísindi - Sjö níu þrettán“, í Listsafni ASÍ við Freyjugötu. Uppistaða sýning- arinnar er teikningar og er hún eins konar óður til blýantsins; teiknað er á pappír, léreft og tré. Myndirnar rað- ast saman og kallast á við barna- bókaheim í Arinstofunni. 3 Þessa dagana er sannkölluð bíóveisla í borginni. Fjöldi sýn- inga er á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni RIFF, Í Há- skólabíói, Tjarnarbíói og Norræna húsinu, og einnig gæðamyndir á EFFI- hátíðinni í Bíó Paradís. Allir í bíó! MÆLT MEÐ 1 Það er mjög sterkur pólitískur undirtónn í þessu verki, þó efniðsé sett fram með gamansömum hætti. Innihald verksins ájafnmikið erindi nú og fyrir átta árum,“ segir María Reyndal um leikritið Best í heimi sem flutt verður í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 á morgun, sunnudag, kl. 13. María er bæði leikstjóri og höfundur útvarpsleikgerðarinnar sem byggist á leikriti eftir Hávar Sig- urjónsson, Maríu og leikhópinn Rauði þráðurinn sem sett var upp af leikhópnum 2006. Að sögn Maríu fjallar verkið um samskipti nýrra Íslendinga við þá sem eru innfæddir og ákveðna árekstra sem það hefur stundum í för með sér. „Í verkinu er sögð saga Kim, en tengdamóðir hennar er ósátt við val sonarins á maka. Þegar Kim síðan eignast barn er hún blekkt til að semja frá sér forræðið,“ segir María og bendir á að leik- ritið byggist á persónulegum reynslusögum. Leikendur verksins eru Arndís Hrönn Egilsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Dimitra Drakopoulou, Hall- dór Gylfason, Kristbjörg Kjeld, Pierre Alan Giraud, Sólveig Guð- mundsdóttir, Tuna Dís Metya, Waraphorn Chanse, Hekla Kormáks- dóttir og Hrafnhildur Orradóttir. „Leikararnir koma auk Íslands frá Taílandi, Tyrklandi, Frakklandi og Grikklandi. Það er frábært að geta auðgað íslenskt leikhúslíf með erlendum starfskröftum. Einnig er það mikill fengur fyrir hlustendur Útvarpsleikhússins að heyra ís- lenskuna í meðförum leikara sem ekki hafa íslensku að móðurmáli,“ segir María og bætir við: „Þegar við settum sýninguna upp fyrst árið 2006 ætluðu erlendu leikararnir varla að trúa því að þeir gætu leikið á íslensku á íslensku leiksviði. En þegar til kastanna kom tókst þetta með miklum ágætum, sem kom þeim ánægjulega á óvart og jók sjálfstraust þeirra við að tala íslensku til muna.“ Þess má að lokum geta að leikhópurinn Rauði þráðurinn er þegar farinn að leggja drög að næstu uppsetningu sinni undir stjórn Maríu Reyndal, en sú sýning nefnist Næstbest í heimi. silja@mbl.is LEIKRITIÐ BEST Í HEIMI FLUTT Í ÚTVARPSLEIKHÚSINU Sterkur pólitískur undirtónn BEST Í HEIMI FJALLAR UM SAMSKIPTI NÝRRA ÍSLEND- INGA VIÐ ÞÁ SEM INNFÆDDIR ERU OG ÁKVEÐNA ÁREKSTRA SEM STUNDUM VERÐA. Viðar Eggertsson, leikhússtjóri Útvarpsleikhússins, og María Reyndal leikstjóri (lengst til vinstri) ásamt hluta leikhópsins Rauða þráðarins. Morgunblaðið/Eggert kvikmynda hana – myndin er bókstaflega tekin í myrkri að talsverðu leyti. En ég var mjög ánægð með útkomuna, og eins með móttökurnar og þá ekki síst í Póllandi.“ En hana langaði hinsvegar til að segja sögu tékkneska námsmannsins Jan Palach sem kveikti í sér árið 1969, til að mótmæla stjórnmálaástandinu í Tékkóslóvakíu. Hún var við nám í Prag á þessum tíma. „Mig hefur lengi langað til að segja þá sögu á einhvern hátt. Við Milan Kundera vorum miklir vinir þegar hann var að skrifa Óbærilegan léttleika tilverunnar, ég var fyrsti lesari bókarinnar og langaði að gera mynd byggða á henni, en síðan komu banda- rískir framleiðendur til sögunnar. En þessi reynsla mín í Tékklandi, af því að búa undir oki kommúnismans, reynslan af þessari þrúg- andi kúgun og spillingu, og hugrekki ein- staklinganna þar, mótaði sýn mína á heiminn. Ég fékk gott handrit upp í hendurnar og tókst að gera þessa mynd á þann hátt sem ég tel að ég ein hefði getað gert.“ Erfiðara fyrir konur en karla Holland segir konur eiga erfiðara uppdráttar en karlar í heimi kvikmyndanna. „Það er erfiðara fyrir konur að sýna fram- leiðendum, dreifingaraðilum og gagnrýn- endum fram á mikilvægi verkefna; að maður hafi eitthvað mikilvægt að segja. Þá er fyr- irkomulagið við kvikmyndagerð ekki fjöl- skylduvænt. Konur þurfa að gera miklu bet- ur en karlar til að fá frábæra gagnrýni og til að myndum þeirra sé boðið á mikilvægustu hátíðirnar. Ég þekki margar sem náðu ekki að komast gegnum þennan múr, þrátt fyrir mikla hæfikleika, þeim fannst þetta einfald- lega of erfitt og gáfust upp.“ „Konur þurfa að gera miklu betur en karlar til að fá frábæra gagnrýni og til að myndum þeirra sé boðið á mikilvægustu hátíðirnar,“ segir Agnieszka Holland um stöðu kvenna í kvikmyndaheiminum. AFP Kvikmyndaleikstjórinn og handritshöf- undurinn Agnieszka Holland er heið- ursgestur Evrópskrar kvikmyndahátíðar (EFFI) sem nú stendur yfir í Bíó Paradís. Kl. 15 á laugardag verður kvikmynd hennar Í myrkri (2011) sýnd með sjón- lýsingu og verður Holland viðstödd og ræðir við gesti. Á sunnudag verður nýr þríleikur hennar, Brennandi runni, sýndur í þremur hlutum og hefst sýn- ingin klukkan 16. Mun leikstjórinn ræða við áhorfendur að sýningu lokinni.. Holland leikstýrði fyrstu kvikmynd sinni árið 1978 og hefur síðar komið að fjölda mynda og sjónvarpsþátta austan hafs og vestan. Meðal kunnustu mynda hennar eru Angry Harvest (1985), Europa Europa (1991) og Olivier, Olivier (1992). Hún hefur nokkrum sinnum verið tilnefnd til Óskars- verðlauna. Holland hefur skrifað hand- rit að kvikmyndum kollega sinna, vann til að mynda með Kieslowski að hand- riti Þrír litir: Blár, og að þremur kvik- myndum Andrzejs Wajda. Einn virtasti leikstjóri Evrópu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.