Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28.9. 2013 Miðað við aldur Morgunblaðsins, sem fyllir öldina í nóvember næst- komandi, er aldur undirritaðrar ekki ýkja hár. Einungis rétt um þriðjungur af aldri blaðsins. Sé hins vegar miðað við fréttavefinn mbl.is, sem nýlega varð fimmtán ára, er aldur minn 120% hærri. Upplýsingarnar hér að ofan eru reyndar fullkomlega gagnslausar og hefði verið hægt að setja fram í einni tölu og einu orði: 34 ára. Út frá þessari ágætu tölu getur svo hver sem er dregið sínar ályktanir og notað hvaða viðmið sem er til að spá í hvort aldurinn sé hár eða ekki. Fjögurra ára syni finnst mamma sín reyndar bara „ekkert svo gömul“ – en það er önnur saga. Tölur eru háar eða lágar eftir því við hvað þær eru miðaðar. Í blaði dagsins er fjallað um greiðslur fyrir stjórnarsetu í nokkrum lífeyrissjóðum. Þegar lesið er út úr slíkum tölum er hægt að nota ýmis viðmið. Viljum við bera greiðslurnar saman við árin á undan? Við greiðslur fyrir sambærileg stjórnarstörf í öðrum löndum? Við lífeyrisgreiðslur til eigenda sjóðanna, okkar sem greiðum í þá? Eða er rétt að miða við tímann sem fer í það hjá stjórnarmanni að sitja fundi? Og hvert á þá tímakaupið að vera? Við hvað á að miða til að meta hvort greiðslur fyrir stjórnarsetu eru háar eða lágar? Ef til vill ætti að miða við lífeyrisgreiðslur þegar laun stjórnarmanna og stjórnenda sjóðanna eru ákvörðuð og skerða þau í samræmi við skerðingu greiðslna. Alltént er gott að hafa í huga að prósentur og tölur er alltaf hægt að toga sundur og saman svo þær virki háar eða lágar eftir því hver lítur á þær. Þess vegna er gott að horfa á hlutina á einfaldan hátt og spyrja hvað okkur sjálfum finnst eðlilegt. RABBIÐ Hátt og lágt Eyrún Magnúsdóttir Það var mikið um að vera á Eyrarbakka í síðustu viku þar sem dauðir hermenn og kvikmyndalið hertóku þetta fallega sjávarþorp. Tökum á myndinni Dead Snow: War of the Dead, fóru þar fram en myndin er uppvakningargrínmynd og fylgir eftir forvera sínum sem aðeins hét Dead Snow og malaði gull út um allan heim. Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í næstu viku verður viðtal við aðalleikara myndarinnar, Martin Staar, og norska leikstjórann Tommy Wirkola. Sá hefur fengið nafnið norskur Baltasar Kormákur, enda er Wirkola byrjaður að feta sig upp metorðastigann í Hollywood og færði Hans og Grétu í nútímabúning. Fjöldi Íslendinga lék í myndinni en Wirkola vill ekkert tölvugert í sínum myndum. Allt á að vera ekta í hans myndum. Íslendingarnir voru flestir með grímu á sér en aðrir voru málaðir sem uppvakningar. Það var heilmikið fjör að sjá þegar dauðir risu úr rekkju og hófu leik um leið og Wirkola öskraði „Action!“ benedikt@mbl.is AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Eggert BEÐIÐ EFTIR DAUÐUM KVIKMYNDIN DEAD SNOW: WAR OF THE DEAD, VAR AÐ STÓRUM HLUTA TEKIN UPP Á EYRARBAKKA. HASARINN VAR MIKILL ÞAR SEM LEIKARAR Í FULLUM UPPVAKNINGARSKRÚÐA BIÐU EFTIR AÐ LEIKSTJÓRINN KALLAÐI HÁTT OG SNJALLT: „ACTION.“ Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Langafi prakkari. Hvar? Möguleikhúsið í Gerðubergi. Hvenær? Sunnudag kl. 14. Nánar: Leikritið fjallar um Önnu litlu og langafa hennar en þau taka upp á ýmsu sniðugu. Miðaverð er 2.400 kr. Fjörugur langafi Hvað? Prjóna- og nytja- markaður. Hvar? Vídalínskirkju í Garðabæ. Hvenær? Sunnudag milli kl. 12-14. Nánar: Glæsilegar prjónavörur og annað til sölu en safnað er fyrir línu- hraðli á Landspítalanum. Styrktarmarkaður Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Fyrstu tónleikar Kammermús- íkklúbbsins. Hvar? Norðurljósasal Hörpu. Hvenær? Sunnudag kl. 19:30. Nánar: Fjölbreytt tónleikaröð hefst á sunnudag með kammertónlist fluttri af fremstu tónlistarmönnum landsins. Verð: 3.500 kr. Kammertónlist í Hörpu Hvað? Uppistandið How to become Ice- landic in 60 min. Hvar? Kaldalónssal Hörpu. Hvenær? Í kvöld kl. 19. Nánar: Bjarni Haukur Þórsson kennir áhorfendum að verða Íslendingar í þessari kómísku leiksýn- ingu. Verð: 3.950 kr. Lærðu að vera Íslendingur Hvað? Pepsi-deild karla. Hvar? Kópavogsvelli. Hvenær? Í dag kl. 14. Nánar: Breiðablik tekur á móti Kefla- vík í Pepsi-deild karla á Kópavogsvelli í dag. Miðaverð er 1.500 kr. Breiðablik - Keflavík Hvað? Litli tónsprotinn. Hvar? Eldborgarsal Hörpu. Hvenær? Kl. 14 og 16 í dag. Nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt söng- og leikhúsfólki úr fremstu röð flytur þennan ævintýralega söng- leik. Verð er 2.300/1.900 eftir sætum. Tónsproti Sinfóníunnar * Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.