Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28.9. 2013 VIKING POLAR KULDASTÍGVÉL Fjólublá, bleik, svört og blá. Stærðir: 21–39. 8.990 KR. DIDRIKSONS BIGGLES LÚFFUR Grænar, fjólubláar, bláar, svartar, rauðar og dökkbláar. 2.990 KR. 25% AFSLÁTTUR Á FLÍSFÖTUM STÆRÐIR 80–170 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 3 2 5 8 5 ALLIR ÚT AÐ LEIKA! Full búð af vönduðum vörum fyrir hressa krakka. Úttekt „Guðni Kolbeins- son er með gríð- arlega slakandi rödd og djúpa. Hann notar þagnir sem hefur þau áhrif að maður meðtekur það sem hann segir. Lög unga fólks- ins með Gerði G. Bjarklind koma einnig upp í hugann.Vinaleg rödd sem maður vill hlusta á,“ segir Þor- björg Helga Vigfúsdóttir borg- arfulltrúi. „Djúp rödd Péturs Einarssonar er þá alveg einstaklega minn- isstæð í svo mörgum hlut- verkum. Þeir sem yngri eru þekkja hann helst sem Mufasa í Konungi ljónanna. Gleðin í rödd Guðrúnar Gunn- arsdóttur kætir mig og hlátur hennar er smit- andi. Af þeim sem eru farnir var Helgi Skúlason heitinn með einstaka rödd.“ Pétur Einars- son í eftirlæti Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi segist hafa alist upp við raddir afburða upplesara á Rás 1. Hann nefnir fólk eins og Helgu Bachmann, Rúrik Haraldsson, Krist- björgu Keld, Erling Gíslason, Róbert Arnfinnsson, Flosa Ólafsson, Lárus Pálsson og Þorstein Ö. „Kristín Anna Þórarinsdóttir var líka með heillandi rödd, að ég tali nú ekki um hana Helgu Valtýsdóttur, gædd bæði mýkt, kynþokka og sterkum karakter; ef ég ætti að nefna þá kvenrödd sem hefur heillað mig mest í út- varpi hugsa ég að ég myndi nefna hana. Af núlifandi útvarpsmönnum myndi ég helst nefna Gunn- ar Stefánsson og Hjalta Rögnvaldsson. Mér finnst enginn leikari af yngri kynslóð hafa náð upp í eldra fólkið; þeir eru allir í bíómyndunum, útvarpið er að týnast og endurnýjun hefur ekki orðið sem skyldi, því miður.“ Endurnýjun skortir Jón Viðar Jónsson „Það er alltaf fallegur tónn í rödd Gerðar G. Bjarklind, alveg sama hvað hún er að lesa. Vinaleg og þægileg rödd. Svo er hún líka bara svo dæmalaust yndisleg,“ segir Hjörtur Hjartarson fréttamaður. „Atli Freyr Steinþórsson, þulur á Rás eitt, er með ein- hverja fallegustu röddina í útvarpi í dag. Djúp, stór og kraftmikil en um leið skýr, blíð og viðkvæm. Kristófer Helgason á Bylgjunni er með rödd sem er gerð fyrir út- varp. Hljómar vel, alltaf „jöfn“ og einhvern veginn alltaf í sömu tóntegund, sem er mikill kostur. Það vill oft gleymast hvað Logi Bergmann er með góða rödd vegna þess hversu góður sjónvarpsmaður hann er. Þetta tvennt hangir auðvit- að saman. Það er ekki hægt að setja saman svona lista án þess að hafa Brodda Broddason á honum.“ Gleymum ekki Loga Hjörtur Hjartarson „Nú fyrst ber að nefna klassískar raddir; Jón Múla Árnason og Gerði G. Bjarklind,“ seg- ir Sigríður Heim- isdóttir iðnhönn- uður. „Ein rödd sem ég sakna af ljós- vökunum er rödd Evu Maríu Jóns- dóttur. Hún er hlýleg og mjúk og svo er konan svo fjandi klár. Önnur rödd sem ég vil nefna er rödd Völu Matthíasdóttur. Það er svo mikill hlátur og jákvæðni í henni enda kon- an óvenju skapgóð. Að lokum vil ég nefna Jónas Jónasson. Það var ein- faldlega gott að hlusta á hann.“ Sakna Evu Maríu Sigríður Heimisdóttir „Það væri hægt að nefna ýmsar raddir en ég ætla að nefna fjórar,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, leikstjóri og fyrrv. stjórnandi Listahátíðar. „Tveir þeir fyrrnefnu voru þekktir fyrir afar persónulegar og sérkennilegar raddir. Þorsteinn Ö. Stephensen hafði hása, djúpa rödd sem gat verið bæði ógnandi og bljúg. Þá nefni ég Lárus Pálsson, sem hafði svo blæbrigðaríka og munúðarfulla rödd að það var sagt að konur yrðu ástfangnar af honum bara af því að hlusta á hann. Báðir voru þeir miklir bókamenn og raddir þeirra báru það með sér. Af núlifandi fólki vil ég nefna tvo fjölmiðlamenn, því að það er þrátt fyrir allt enn sjaldgæfara að heyra raunveruleg raddgæði hjá fjölmiðlafólki en hjá leik- urum. Afleitar áherslur og innihaldslaus og flöt framsögn er allt of algengt hjá báðum hópum. Fyrst nefni ég Brodda Broddason og síðan vil ég nefna Eddu Andrésdóttur, sem hefur ákaflega fallega rödd og kankvísa og góða framsögn.“ Flöt framsögn of algeng Þórunn Sigurðardóttir „Pétur Pétursson þulur er órjúfanlegur hluti af æsku minni. Röddin sem maður vaknaði og sofnaði við. Ef einhver einstaklingur hefur borið viðurnefnið „Röddin“ með rentu, þá er það hann,“ segir Richard Scobie kvikmyndagerðarmaður. „Rödd hans var órjúfanlegur hluti af íslenskri menn- ingu á liðinni öld – þjóðareign. Sjómenn hafa greint frá því að þegar þeir nálguðust Ísland, náðu útvarpsbylgj- unum – þá vissu þeir að þeim var borgið. Pétur var þeim sem viti á bjargi, fastur punktur í tilverunni.“ Aðalröddin Richard Scobie „Ég vil fyrst nefna rödd Bjarna Felix- sonar. Að hlusta á hann lýsa leikjum, sérstaklega í út- varpi, var og er mjög vinalegt. Í dag þegar ég er ekki að keppa sjálfur hlusta ég oft á KR-útvarpið bara til að heyra hann lýsa,“ segir Fjalar Þorgeirs- son knattspyrnumaður. Hann nefn- ir einnig íþróttafréttamanninn Guðmund Benediktsson. „Rödd Jónasar Jónassonar var seiðandi og djúp og hálfpartinn dá- leiddi mann. Að lokum vil ég svo nefna rödd Jóns Ólafssonar tónlistarmanns. Hann hefur skírt söngrödd sína IKEA-röddina. Hann skýrir það þannig að rödd hans sé ekkert sér- staklega góð né falleg en það sé vel hægt að nota hana, líkt og Billy- bókaskáp frá IKEA. Rödd hans sem þáttastjórnanda er frábær.“ IKEA-röddin er góð Fjalar Þorgeirsson „Rödd Lísu Pálsdóttur er afar sérstök og þægileg áheyrnar. Hún fær mann til að sperra eyrun,“ segir Yrsa Sigurð- ardóttir rithöfundur. „Rödd Örnólfs Thorlacius var samnefnari þáttarins Nýj- asta tækni og vísindi sem var stórkostlegur. Á sinn skýra og rólega máta kom rödd hans því áleiðis að þótt margt í heimi sé mislukkað eru tæknin og vísindin aldrei langt undan með fyrirheit um að bráðum verði allt betra. Þegar Vigdís Finn- bogadóttir talar þá hlustar maður. Hún er ávallt svo yfirveg- uð, vitur og faguryrt að maður veit að það er von á góðu þeg- ar maður heyrir óm af rödd hennar, maður þagnar og leggur við hlustir.“ Tækniröddin Yrsa Sigurðardóttir „Rödd Jóhanns Sigurðarsonar kemur strax upp í hugann. Þessi djúpi bassi ómar svo ótrúlega fal- lega og gæti auð- veldlega borist marga kílómetra,“ segir Unnur Egg- ertsdóttir söngkona. „Rödd Halldórs Laxness er líka í sérstaku uppáhaldi hjá mér. Bæði talandinn og málfarið voru svo ein- kennandi fyrir hann og engu öðru lík. Önnur rödd sem ég fæ ekki nóg af er röddin hennar Sigríðar Thorla- cius. Ótrúlega þægilegt að hlusta á hana tala.“ Bassinn sem berst langt Unnur Eggertsdóttir „Ég er mjög veikur fyrir yfirveguðum kventónlist- arnördaröddum hjá RÚV. Gerður G. Bjarklind var alltaf í uppáhaldi og mér finnst þægilegt að hlusta á Andreu Jónsdóttur, Lönu Kolbrúnu og Unu Margréti. Svoleiðis raddir fá mig til að slaka á og láta mér líða vel,“ segir tónlistarmaðurinn Úlfur Eldjárn. „Þegar kemur að karlpen- ingnum nefni ég Finnboga Pétursson myndlist- armann, sem hefur talað inn á fjölda auglýsinga, var til dæmis lengi Vodafone-röddin. Helgi Skúlason var og verður alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér og svo held ég að fáir toppi hljómbotninn hjá Ólafi Darra. Ég verð svo að lokum að nefna Eggert Þorleifsson, mæli sérstaklega með talsetningu hans á Tinna-teiknimynd- unum.“ Vodafone-röddin Úlfur Eldjárn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.