Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28.9. 2013 K ristinn R. Ólafsson er landsmönnum að góðu kunnur fyrir vinsæla pistla sem hann hefur lengi flutt í útvarp og tengjast atburðum og lífi á Spáni og víðar við Miðjarð- arhaf. Kristinn bjó á Spáni í rúm 35 ár samfellt, var búsettur í Madríd, en flutti heim til Íslands fyrir rúmu ári. Hann hefur nóg fyrir stafni, er enn pistlahöfundur og vinnur að þýðingum og fleiri verkefnum. Aðspurður hvort það hafi verið erfitt að aðlagast aðstæðum á Ís- landi eftir að hafa búið á Spáni í áratugi segir Kristinn: „Ég finn að ég er óttalegur Spánverji í mér eftir öll þessi ár. Það var hins veg- ar ekkert mál að aðlagast aftur aðstæðum á Íslandi eftir 35 ára búsetu á Spáni, kannski er ég bara svona mikið kameljón.“ Af hverju ákvaðstu að flytja frá Spáni til Íslands eftir öll þessi ár? „Ég flutti af persónulegum og tilfinningalegum ástæðum. Hjartað bar mig hingað og hjartað ber mig áfram og þar er ég í afskaplega góðum málum.“ Þú býrð yfir góðum og skraut- legum orðaforða sem landsmenn þekkja vel úr pistlum þínum. Hvaðan kemur þessi orðaforði? „Ég býst við að þetta sé gáfa sem ég hef ræktað upp. Með- fæddar gáfur eru ekki afrek, þær eru bara þarna. Orð eru verkfæri mín og ég læt mér umhugað um þau, hef gaman af þeim og reyni að hafa þau í lagi. Kannski eru þetta líka áhrif frá æskuumhverf- inu og uppeldinu í Vestmanna- eyjum. Faðir minn var sextugur þegar ég fæddist. Hann var í raun 19. aldar maður með sérstakt tungutak. Ég man vel eftir mér þar sem ég sat í eldhúsinu og hlustaði á hann og kallana spjalla um daginn og veginn. Sjálfsagt hefur sá ágæti orðaforði sem þess- ir menn bjuggu yfir sogast inn í undirmeðvitund mína. Mér er sagt að ég hafi þótt fullorðinslegur í tali strax sem peyi.“ Ási í Bæ var hálfbróðir þinn. Hvers konar maður var hann? „Hann var afskaplega skemmti- legur, mikil sögumaður, söngelskur og glaðvær maður. Hann kom stundum heim til mín þegar ég var krakki en við kynntumst betur hin seinni ár og hann hjálpaði mér meðal annars við að gefa út ljóða- bók mína Inní skóginn sem Helga- fell gaf út árið 1979. Það mun hafa verið mikil lífsins glaðværð og mikið sungið í Litla-Bæ hjá Ást- geiri og Kristínu, afa og ömmu okkar Ása, þrátt fyrir kröpp kjör. Og vísur flugu og annar skáld- skapur. Albróðir Ása, Siggi í Bæ, var miklu dulari maður en Ási, þekktur í Eyjum og mikil aflakló. Eftir hann er til urmull af lausa- vísum sem hann krotaði hvar sem var.“ Þú hefur erft þessa lífsins glað- værð sem þú talar um? „Faðir minn var léttur í skapi og ég hef sem betur fer erft það. Ég held að það sé alltaf betra að vera bjartsýnn en svartsýnn, þótt stundum þyki það reyndar fínna og gáfulegra að vera hæfilega svartsýnn. “ Bryggjur fullar af fiski Hvernig var að alast upp í Vest- mannaeyjum? „Í Eyjum var gaman að vera. Ég var miðbæjarpeyi og svo voru vesturbæingar og austurbæingar og þótt bæjarfélagið væri ekki stórt var eiginlega enginn sam- gangur þarna á milli heldur ríkti mikill rígur. Fastur liður á sunnu- dögum var að byrja á því að fara í Landakirkju út af biblíumyndunum og enn betri biblíumyndir voru svo í Betel klukkan eitt og síðan var þrjúbíó og loks var farið í kúreka- og indíánaleik. Svo lifði maður og hrærðist í bæjarlífinu og þeirri fiskistöð sem Vestmannaeyjar voru og eru enn. Ein af æskuminn- ingum mínum er af öllum bryggj- um fullum af fiski. Faðir minn var ekki einungis sjómaður og lunda- veiðimaður heldur afbragðs smá- bátasmiður; smíðaði mörg fley um ævina og var að til dauðadags. Ég var oft að sniglast í kringum hann þegar hann var að smíða, en hann smíðaði allt eftir auganu. Og ég man eftir að hafa stundum mund- að slaghamar og haldið við hjá honum þegar hann var að hnoða nagla í byrðing. En ég þekkti líka annan heim en Vestmannaeyjar því ég var sendur í sveit níu ára, austur á Síðu hjá afskaplega góðu fólki, var þar í sex sumur fram á unglingsár og var þá orðinn fjár- bóndi með tvær rollur. Ég hefði ekki viljað missa af þeim tíma.“ Hvernig vaknaði áhugi þinn á Spáni og því að læra spænska tungu? „Ég vann í fiski á unglingsárum og þar unnu Spánverjar sem ég komst í kynni við. Svo hef ég mik- inn málaáhuga, ég hafði til dæmis mjög gaman af latínu í mennta- skóla og því var skotið að mér að það væri ekki óvitlaust að læra spænsku. Ég fylgdi því ráði og er enn að læra spænsku þó að hún sé orðin mér jafntöm og íslenskan eftir öll þessi ár.“ Hver er helsti munurinn á Spánverjum og Íslendingum? „Þótt undarlegt megi virðast eru Íslendingar og Spánverjar að mörgu leyti líkir því að hvorug þjóðin er sérlega opin. Hins vegar vantar í Íslendinga þessar fínu innbyggðu samskiptareglur, eins og til dæmis hvernig á að heilsa og kveðja, en á Spáni eru þessar reglur í föstum skorðum. Íslend- ingar eru nokkuð óstundvísir og svara illa bréfum og eru stundum erfiðir í samskiptum. Spánverjar eiga einnig til að vera erfiðir í samskiptum og eru voðalegir regluhenglar sem þó fara í kring- um reglurnar við fyrsta tækifæri. En þeir eru líka staðfastir vinir manns og ákaflega hjartahlýtt fólk. Það sem mestum mun veldur á lífsmáta Íslendinga og Spánverja er líklega veðurfarið. Um daginn gátum við hjúin sest út á veit- ingapall við höfnina í Reykjavík og fengið okkur hvítvínsglas í sól- arglætu og hrósuðum happi yfir því að geta átt slíka stund. Slíkum sólskinsdögum tekur maður hins vegar nánast sem sjálfsögðum hlut á Spáni.“ Lifi á orðum Þú fæst við allt mögulegt, hefur skrifað skáldsögur og unnið við þýðingar og pistlaskrif. Ef ég spyrði þig um starfsheiti myndirðu þá segjast vera rithöfundur? „Það er óskaplegt vandamál hjá mér hvað ég er þegar kemur að starfsvettvangi. Eigum við ekki að segja að ég lifi á orðum. Ég hef dútlað við að skrifa skáldskap. Ég hef fengist við pistlaskrif sem eru einnig einhvers konar ritstörf og sömuleiðis þýðingar. Þær eru líka sköpun. Og ég er enn að pistlast; reyndar nokkru minna en áður. En hef sosum aldrei getað lifað á pistlunum einum saman. Ég hef verið og er enn við fararstjórn á Spáni og víðar um lönd og svolítið í leiðsögn hér innanlands. Síðan vinn ég við ýmiss konar þýðingar og annað ritstrit. Ég var til dæmis á dögunum að texta Hross í oss yfir á spænsku fyrir San Sebast- ian-kvikmyndahátíðina. Ég hef þýtt nokkrar skáldsögur úr spænsku á íslensku og fengist nokkuð við að þýða íslensk skáld- verk á spænsku. Ég þýddi til dæmis Dauða trúðsins eftir Árna Þórarinsson. Sú bók kom út á Spáni núna í ár. Og nú í haust „Ég held að það sé alltaf betra að vera bjartsýnn en svartsýnn, þótt stundum þyki það reyndar fínna og gáfulegra að vera hæfilega svartsýnn.“ Lífsins glaðværð KRISTINN R. ÓLAFSSON VINNUR AÐ ÞVÍ AÐ SETJA UPP FLAMENKÓ-FORNSAGNASÝNINGU Á ÍSLANDI OG SPÁNI. SPÆNSK BARNABÓK SEM HANN ÞÝDDI ER SVO VÆNTANLEG. KRISTINN RÆÐIR UM ÞESSI VERKEFNI Í VIÐTALI OG EINNIG SEGIR HANN FRÁ ÆSKUÁRUNUM Í VESTMANNAEYJUM, RITSTÖRFUM, ÞÝÐINGUM OG UPPLÝSIR HVER ER AÐ HANS MATI MUNURINN Á ÍSLENDINGUM OG SPÁNVERJUM. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * „Það er óskaplegt vandamál hjá mérhvað ég er þegar kemur að starfs-vettvangi. Eigum við ekki að segja að ég lifi á orðum.“ Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.