Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 50
Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28.9. 2013 S kiltið í lyftunni segir P. Það pass- ar, þrettánda hæð er ekki til á hótelum. Engin áhætta er tekin. Okkur Kristni ljósmyndara er vísað til svítu. Vel er gjört við Franklin Graham, útsýni til allra átta yfir höfuðborgina. Laugardalshöllin í fósturstell- ingunni til austurs. Þar mun þessi kunni prédikari boða okkur Íslendingum von og trú um helgina á Hátíð vonar. Sjálfur er hann ekki mættur, við þurfum samt ekki að bíða lengi. Graham er vel tilhafður. Klæddur í jakka- föt, skyrtan fráhneppt í hálsinn. Hárið grá- sprengt. Fasið vingjarnlegt en öruggt. Handabandið mátulega þétt. „Sælir herrar mínir, velkomnir,“ segir hann og brosir. Við setjumst. „Er þetta í fyrsta skipti sem þú kemur til Íslands?“ spyr ég með hálfum huga meðan við komum okkur fyrir. „Nei, ég hef komið hingað mörgum sinn- um,“ svarar Graham óvænt. Nú? „Ég er flugmaður og þegar maður er á leið yfir hafið eru ekki margir staðir til að taka eldsneyti. Allt hafa þetta þó verið stutt stopp, í mesta lagi ein nótt, og þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað til að boða Guðs orð. Ég hef ekki séð mikið af borginni ennþá en loftið fer vel í mig. Tært og gott. Minnir mig á Alaska. Ég á hús þar.“ – Hvers vegna Hátíð vonar? Þurfum við Íslendingar sérstaklega á von að halda? „Við þurfum öll á von að halda. Hvert ein- asta mannsbarn. Við þurfum líka á Guði að halda. Fólk leitar að hamingju, friði og lífs- fyllingu en gengur oft og tíðum illa að finna þetta í hinu veraldlega amstri. Margir eru örvæntingarfullir, fá ekki nógu mikla nær- ingu úr lífi sínu. Þess vegna þurfum við von. Von sem færir okkur heim sanninn um það að sál okkar sé örugg í höndum Guðs.“ Tómar dómkirkjur – Í skilaboðum á heimasíðu BGEA- samtakanna í tengslum við hátíðina talarðu um að „vinna Ísland á band Krists“. Hvað áttu við með því? „Ísland á sér merkilega sögu í kristni en eins og svo mörg vestræn samfélög hafið þið snúið baki við Guði. Tilgangur minn með komunni hingað er að freista þess að kynna Íslendinga aftur fyrir Guði feðra sinna og fá þá til að iðka sína trú á nýjan leik. Trúna á þann sem skóp Ísland, Guð almáttugan.“ – Þú lítur á þetta sem vestrænt vanda- mál? „Já. Úti um alla Evrópu eru dómkirkjur, glæsilegar byggingar. Galtómar. Í eina tíð var Guð miðlægur í þessum kirkjum, í lífi fólks, en nú hefur það snúið baki við hon- um.“ – Samt líta níu af hverjum tíu Íslend- ingum á sig sem kristið fólk. „Það er tilkomumikil tölfræði og ég dreg hana ekki í efa. En það er ekki nóg að líta á sig sem kristinn. Einu sinni var ég staddur í leigubíl í erlendri borg og spurði bílstjórann hvort hann væri kristinn. Hann kinkaði kolli. Þá spurði ég hvenær hann hefði lagt traust sitt á Jesú Krist. Hann rak sem snöggvast í vörðurnar en kvaðst svo hafa fæðst kristinn. Þannig líta margir á málið. Nóg sé að fæð- ast inn í kristna fjölskyldu til að teljast kristinn. Svo einfalt er þetta ekki. Í Biblí- unni stendur að við þurfum, hvert og eitt, að taka á móti Jesú Kristi inn í okkar líf. Kirkjan getur ekki gert það fyrir okkur, né heldur foreldrar okkar. Við verðum að gera það sjálf. Þetta er okkar ákvörðun. Guð ann okkur, hann skapaði okkur í sinni mynd, en samt erum við skilin við hann. Það gerir syndin. Guð þráir ekkert heitar en að fyr- irgefa syndugum og í þeim tilgangi sendi hann okkur son sinn, Jesú Krist. Hann kom ekki út af þeim heilbrigðu heldur þeim sjúku og syndugu og dó í þeirra þágu á kross- inum. Minn boðskapur er skýr: Guð elskar okkur og þráir að fyrirgefa okkur syndir okkar.“ Sýni samkynhneigðum virðingu – Óhætt er að segja að afstaða þín til rétt- inda samkynhneigðra hafi valdið fjaðrafoki hér á landi þegar kunngjört var að þú værir væntanlegur. Hvers vegna ertu andvígur hjónavígslu tveggja einstaklinga af sama kyni ef þeir elska hvor annan? „Það er svo merkilegt að allan minn feril sem prédikari hef ég aldrei sótt samkomur samkynhneigðra til að mótmæla. Ég hef aldrei sýnt samkynhneigðum neitt nema virðingu. Eigi að síður verð ég að virða regl- urnar sem Guð setti okkur mönnunum. Ég veit að þið hafið yndi af knattspyrnu í þessu landi og hvernig væri að leika knattspyrnu án reglna? Þetta er sami hluturinn. Guð tal- ar enga tæpitungu, hjónaband er á milli karls og konu. Það eru reglur Guðs eins og þær blasa við okkur í hinni helgu bók. Bók sem ég er sannfærður um að sé sönn spjald- anna á milli. Mislíki samkynhneigðum orð mín er ekki við mig að sakast. Þeir verða að taka málið upp við Guð sjálfan. Það er ekki til neins að skjóta sendiboðann. Enda þótt ég sé ósammála samkyn- hneigðum varðandi hjónabandið þýðir það ekki að ég sé óvinur þeirra. Síður en svo. Leið eins og Kurt Cobain PRÉDIKARINN FRANKLIN GRAHAM VAR EINU SINNI Í UPPREISN GEGN SÍNU TRÚARLEGA UPPELDI EN KOMST FLJÓTT AÐ ÞVÍ AÐ EINA LEIÐIN TIL AÐ FYLLA UPP Í TÓMIÐ Í BRJÓSTUM OKKAR MANNANNA ER AÐ GEFA SIG GUÐI ALMÁTTUGUM Á VALD. HANN KVEÐST BERA MIKLA VIRÐINGU FYRIR SAM- KYNHNEIGÐUM EN ER ANDVÍGUR ÞVÍ AÐ ÞEIR GANGI Í HEILAGT HJÓNABAND. SAMKVÆMT HINNI HELGU BÓK SÉ HJÓNABAND MILLI KARLS OG KONU. FALLI FÓLKI SÚ AFSTAÐA ILLA RÁÐLEGGUR HANN ÞVÍ AÐ TAKA MÁLIÐ UPP VIÐ GUÐ SJÁLFAN, EKKI DUGI AÐ SKJÓTA SENDIBOÐANN. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is * Leiðarstef Jesú íþessu lífi var samúð.Sama ættum við sem fylgjum honum að málum að gera. Reyna að hjálpa fólki sem á erfitt upp- dráttar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.