Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28.9. 2013 Græjur og tækni viðbót sem getur þó gefið falskt öryggi því hægt er að blekkja skannann, aukinheldur sem hönnunargalli á stýrikerfinu gerir að verkum að hægt er að komast í sitthvað á símanum sem ætti að vera lokað og læst. Viðbætur í hugbúnað eru öllu fleiri en rúm er til að telja upp hér, enda fylgir grúi nýjunga iOS 7. Útlitið á iOS 7 er mjög frábrugðið fyrri útgáfum af stýrikerfinu, rétt að kalla það byltingu, en einnig er fjölvinnsla stór- bætt, ný myndatökusnið eru tiltæk, App Store er end- urbætt (kominn tími til), og Safari (ótakmarkaður fjöldi flipa, betri leitarreitur o.fl.) og svo má lengi telja. Þó iPhone 5s sé flaggskipið hefur Apple lagt mun meiri áherslu á 5c-týpuna í auglýsingum. 5s-gerðin seldist upp víða um heim fyrstu dagana, en enn er hægt að fá 5c-síma. Alls segist Apple hafa selt 9 milljón síma fyrstu söluhelgina, en ekki liggur fyrir hvernig skiptingin var, þ.e. hve mikið seldist af 5s samanborið við 5c. Margir gera því skóna að minni áhugi sé fyrir 5c-símanum, en erfitt að meta hvor síminn sé vinsælli í ljósi þess að 5s-símar seldust upp. Til samanburðar má nefna að fimm milljón símar seldust af iPhone 5 fyrstu söluhelgina (og Samsung seldi 4 milljónir Galaxy S4 síma fyrstu söluhelgina). Fyrir rétt rúmri viku kynnti Apple nýjan síma, eðaréttara sagt nýja síma, þó tegundaheitið gefi tilkynna að þeir séu náskyldir. Símarnir voru iPhone 5s og iPhone 5c, en hér er tekinn til kosta 5s-síminn, enda meiri tæknileg tíðindi í honum, með fullri virðingu fyrir 5c-símanum, sem er árs- gamall sími afturgenginn. Við fyrstu sýn er 5s ekki svo frábrugðinn forveranum, nema maður hafi nælt sér í gullsíma (sem seldust upp fyrsta dag- inn). Það eru þó heilmiklar breytingar á kraminu. Heilinn í símanum er 64 bita Apple A7, hannaður af Apple (en smíð- aður af Samsung), með tveggja kjarna 1,3 GHz örgjörva (Cyc- lone), grafíkörgjörva, myndstýringarörgjörva og svo má telja. Síminn er því sprækur og á eftir að verða enn sprækari eftir því sem forritum fjölgar sem nýta sér aflið. Annað sem vakið hefur athygli er innbyggður fingra- faraskanni sem nota má til að læsa símanum. Forvitnileg TVEIR NÝIR (GAMLIR) Græja vikunnar * Myndavélin er 8 MP líktog í iPhone 5, en þó endurbætt; stærri myndflaga með stærri sell- um, betri linsa í henni með ljósop f/2,2 (var f/2,4) og myndflagan ljósnæmari. Flassið hefur líka ver- ið lagað. Hægt er að taka HD- vídeó, 1080p með 30 ramma á sek. og 720p með 120 ramma á sek. * Skjárinn er sá sami, enfrábær engu að síður, þó hann sé orðinn ársgamall: 4" með 1.136 × 640 díla, 326 ppi. Hlutfallið er breiðtjald, 16:9. Símahúsið er líka það sama og síminn jafn stór og jafn þungur og forverinn. ÁRNI MATTHÍASSON * Ekki var bara að iPhone5s var kynntur, heldur kom líka á markað marglitur iPhone 5C, eins og getið er hér til hliðar, sem hægt er að fá í gulu, grænu, bleiku, bláu eða hvítu plasthúsi. Hann er nánast eins og iPhone 5 var, nema að því leyti að hann er með betri rafhlöðu og nýrra stýrikerfi. APPLE KYNNTI TVÆR NÝJAR GERÐIR AF IPHONE 5, 5S OG 5C; AÐRA VERULEGA ENDURBÆTTA AÐ INNAN EN ÓBREYTTA AÐ UTAN, EN HIN ER ÁRSGAMALL SÍMI AFTURGENGINN – EN NÚ Í LIT! og flestir vita, engir Nokia 5110 sem endast í einhverja áratugi. Snjallsímar eru nánast gerðir til að verða úreltir innan tveggja til fimm ára. Þá er þeim einfaldlega hent. Flestir enda sem landfylling eða eru teknir í sundur í vanþróuð- um löndum þar sem kvikasilfur og annað eitur lekur um óvarðar hendur fólks, oft barna. Rafmagns- rusl er að verða mikil plága í heim- inum og þar eru snjallsímar stór hluti. Legó-hugmynd Hönnuðurinn Dave Hakkens vill gera nýjan síma sem er búinn til Í slenskir snjallsímanotendur hika varla við að kaupa 100 þúsund króna síma. Hikið er aðallega fólgið í því að kaupa 2.000 króna hulstur utan um hlut sem brotnar nánast við minnstu snert- ingu. Heimurinn keypti 700 milljónir nýrra snjallsíma á síðasta ári. Sal- an jókst um 490 milljónir síma á árinu þar á undan. Samsung seldi mest eða 213 milljónir síma, Apple seldi 135 milljónir en þessi tvö fyr- irtæki bera höfuð og herðar yfir önnur fyrirtæki sem búa til síma. Nokia seldi „aðeins“ 35 milljónir og fær bronsið. Þessir símar eru, eins úr blokkum, svipað og legó. Hakk- ens gerði myndband þar sem hann kynnti hugmyndir sínar og setti á youtube hinn 10. september og varð það strax mjög vinsælt. Sjö milljónir horfðu á það fyrstu þrjá dagana. Hver örgjörvi er með eina blokk og hægt er að breyta símanum al- gjörlega eftir sínu eigin höfði. Þannig væri hægt að gera hann hraðvirkari, fá betri myndavél, Er samsettur kubbasími það sem koma skal? SAMSUNG, APPLE, LG OG ALLIR HINIR SNALLSÍMAFRAM- LEIÐENDURNIR SELDU YFIR 700 MILLJÓNIR SNJALLSÍMA ÁR- IÐ 2012. HÖNNUÐURINN DAVE HAKKENS SEGIR AÐ SNJALLSÍMAR SÉU EKKI GERÐIR TIL AÐ ENDAST OG VILL BREYTA HUGSUNINNI. HAKKENS HEFUR SETT FRAM SÍMA, PHONEBLOKS, SEM BYGGIST Á LEGÓ-TÆKNINNI. ÞANNIG GETI FÓLK ENDURNÝJAÐ BILAÐAN HLUT OG BREYTT HONUM EFTIR SÍNU HÖFÐI. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is * Samsung og Apple eru ekkert að faraað lána Phonebloks einhvern hug-búnað og minnka þannig söluna sína. Þeg- ar allt kemur til alls skipta peningar öllu máli í þessu eins og öðru. Og þessi fyr- irtæki græða á því að selja fólki nýja vöru á nokkurra ára fresti. Séu hlutirnir settir á mismunandi hólf verður síminn hægvirkur. Phonebloks hugmyndasíminn verður seint talinn fallegur. Innan í Samsung Galaxy síma. Ef eitthvað bilar er einfalt að skipta um. Þegar tæki bila er það yfirleitt aðeins einn hlutur sem orsakar bilunina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.