Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28.9. 2013 Líkt og hækkun eða lækkun vöruverðs hef-ur áhrif á hegðun neytenda hefur breyt-ing á skatthlutfalli tvenns konar áhrif á tekjur ríkisins. Annars vegar áhrif sem lúta lögmálum stærðfræðinnar, þ.e. því meira sem ríkið tekur af fólki því meira eignast ríkið og öfugt. Hins vegar áhrif sem leiða má af óútreiknanlegri hegðun manna. Það eru þessi síðarnefndu áhrif sem Laffer-kúrfan svokallaða sýnir með því að gera ráð fyrir jákvæðum áhrifum skattalækkunar á vinnuframlag manna og þar með skattstofninn en letjandi áhrifum á vinnumarkað í kjölfar skattahækkunar. Hækk- un skatta leiðir þannig til minnkandi skatttekna ríkisins. Um þetta hafa menn verið sammála um, jafnvel löngu áður en Arthur Laffer á að hafa teiknað kúrfuna á servéttu veitingahúss til þess að útskýra þetta samspil fyrir borð- félögum sínum. Talsmenn skattalækkunar styðjast gjarnan við Laffer-kúrfuna máli sínu til stuðnings. Lækkun skatta geti leitt til aukinna tekna fyrir ríkið og of miklar skattahækkanir leiði jafnvel til rýrari uppskeru ríkissjóð en ella væri. Þetta er auðvitað satt og rétt en bara gott svo langt sem það nær. Er það endilega markmið að ríkið hafi yfir miklu fé að ráða? Hversu mikið fé þarf ríkið á hverjum tíma? Getur ríkið haft yfir of miklu fé að ráða? Til hvers þarf ríkið fé? Þess- um spurningum svarar Laffer-kúrfan ekki en mikilvægt er að þeir sem berjast fyrir takmörk- uðum umsvifum ríkisins og lágum sköttum kunni svör við þeim. Öll aðlögum við okkur að aðstæðum. Lífsstíll manna fer langoftast eftir þeim tekjum sem þeir hafa úr að spila. Flestir sníða sér stakk eftir vexti. Menn draga sjaldnast úr útgjöldum sínum nema þeir þurfi. Það sama á við um rík- issjóð. Það mun ekki draga úr útgjöldum rík- isins fyrr en sá sjóður sem stjórnmálamenn halla sér að minnkar. Þaninn ríkissjóður leiðir alltaf til gríðarlegra útgjalda á ýmsum sviðum. Bygging Hörpunnar, launað 9 mánaða fæðing- arorlof fyrir hátekjufólk og 90% lán handa öll- um eru dæmi um hugmyndir stjórnmálamanna um tugmilljarða útgjöld sem ekki hefði verið hrint í framkvæmd nema af því að tekjur rík- issjóðs voru miklar á tilteknum tíma. Því miður eru þessi verkefni ekki „einskiptiskostnaður“ heldur myllusteinn um háls skattgreiðenda um ókomin ár. Það verður ekki dregið úr útgjöldum fyrr en ríkissjóður minnkar. Skattalækkun er því for- senda fyrir minni útgjöldum. Þess vegna getur það ekki verið markmið í sjálfur sér að komast á topp Laffer-kúrfunnar, þar sem ríkið hámark- ar tekjur sínar. Ef við einhvern tímann kom- umst þangað þarf að lækka skatta enn frekar svo ekki verði stofnað til útgjalda sem menn eru sammála um að séu ekki á ábyrgð ríkisins. Laffer svarar ekki öllu * Fyrsta fjárlagafrum-varp ríkisstjórnarinnarverður kynnt á þriðjudaginn. Skyldu höfundar þess hafa hugsað til Laffers, og kannski aðeins örlítið lengra? ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is „Pæling að flötta sig upp fyrir vet- urinn og tattúera á sig uni-brow?“ spurði Unnsteinn Manuel Stef- ánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson, fésbókarvini sína á dögunum. Vinir söngvarans virtust taka vel í þessa hugmynd hans að húðflúra á sig samvaxnar augabrún- ir. Jóhannes Kr. Kristjánsson Kastljósstjarna leitaði einnig ráða hjá fésbókarvinum í vikunni: „Þegar ég versla einhverjar vörur aðrar en eldsneyti við bensín- stöðvasjoppurnar, sem ég geri reyndar sjaldan vegna verðlagn- ingar, þá er ég alltaf spurður þegar ég er að fara að borga; Ertu með eldsneyti? – ætli afgreiðslufólkið haldi að maður sé að stela bens- íni?“ Nýtt fatamerki tónlistarkon- unnar Svölu Björgvins, Kali, er nú til sölu hér á landi. Svala virtist ánægð með þessa tilbreytingu en línan hefur eingöngu verið fáanleg á vefsíðunni lastashop.com. „Ég er pínu stolt af því að nýja fatalínan mín KALI er seld í E-Label búðum í Smáralind og Laugavegi.“ Söngkona hljómsveitarinnar Sísý Ey, Elín Ey, komst í fréttirnar á dögunum þegar hún birti þessa til- kynningu á fésbók- arsíðu sinni: „Ha- haha! Var að fá fréttir frá so so gay blaðinu að ég væri að þeirra mati kynþokkafyllsta lellan! Sweet hehe! Það er einhver verðlaunaaf- hending í London 17. okt! Hver vill koma með?“ Var færslan þó upp- spuni því systir Elínar hafði laumast í tölvu systur sinnar og skrifað færsluna í gríni. AF NETINU Tvíeykið Hemmi og Valdi, eða Her- mann Fannar og Valdimar Geir Hall- dórsson, urðu góðkunningjar borgarbúa og áberandi í bæjarlífinu þegar þeir stofnuðu hið geysivinsæla kaffihús Ný- lenduvöruverzlun Hemma og Valda sem þeir ráku saman við Laugaveg en í samvinnu ráku þeir einnig Tíu dropa, gistiheimilið Reykjavík Backpackers, tölvuþjónustuna Macland og komu að ýmsum stærri og minni verkefnum sam- an. Hermann, eða Hemmi eins og hann var jafnan kallaður, varð bráðkvaddur fyrir um það bil tveimur árum og hefur félagi hans Valdimar, eða Valdi, ekki verið mikið áberandi eftir fráfall Hemma og hefur meðal annars búið í Kaupmannahöfn ásamt eiginkonu sinni. Nú er Valdi hins vegar snúinn aftur í viðskiptalífið hérlendis og er í forsvari fyrir heimasíðu sem verður formlega opnuð í dag. Heimasíðan kallast Besta- boð, bestabod.is, og gengur út á að tengja fólk sem þarf á þjónustu að halda og svo þá sem veita hana. Sú þjónusta sem Bestaboð mun að- stoða með er afar fjölbreytt. Á heima- síðunni verða upplýsingar um smiði og málara sem bjóða vinnu, grafíska hönn- uði, garðyrkjumenn, bókhalds- og flutn- ingsþjónustu, ljósmyndara, rafvirkja, pípara og margt fleira. Opnunarhóf í tilefni Bestaboðs verð- ur haldið á Kaldabar í dag þar sem Dj Sóley sér um að þeyta skífum og pinna- matur í boði Frú Laugu verður á boð- stólum ásamt léttum veigum. Húsið verður opnað klukkan 19 og stendur gleðin eitthvað fram eftir kvöldi. Valdi snýr aftur Valdimar Geir Halldórsson, sem hefur jafnan verið kenndur við Nýlenduvöruverzlun Hemma og Valda. Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.