Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaAnna Gunnhildur gætir þess að sparnaðurinn bitni ekki á hollustunni við matarinnkaupin Anna Gunnhildur Ólafsdóttir tók nýlega við starfi fram- kvæmdastjóra Geðhjálpar. Hún ákvað að leggja áherslu á hollt mataræði og lokkaði manninn með sér í leikfimi til að öðlast meiri orku til að vinna að því meginmarkmiði félagsins að bæta hag einstaklinga með geðraskanir og aðstandenda þeirra um landið allt. Hvað eruð þið mörg í heimili? Fimm: ég, Davor maðurinn minn og dætur okkar Halldóra Ana (16 ára) og Valgerður Marija (14 ára) og labrador- hundurinn okkar Emil (eins árs). Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, viðbit og epli. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlæt- isvörur á viku? Um 30.000 kr. að frátöldum mötuneytiskostnaði fyrir aðra tvífætlinga í fjölskyldunni en mig því ég tek með mér nesti niður í Geðhjálp. Hvar kaupirðu helst inn? Í lágvöruverðsverslunum nema þegar mikið liggur við og hlaupið er í Nóatún. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Fallegir ávextir og grænmeti. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Kaupi kjöt beint frá bónda, nýti grænmeti úr garðinum og býð upp á heilnæmt drykkjarvatn. Spara þó ekki á kostnað hollustu, reyni að kaupa matvöru nálægt upprunanum og forðast óhollustu eins og unnar kjötvörur. Hvað vantar helst á heimilið? Man ekki eftir neinu nauðsynlegu í augnablikinu þótt vissu- lega væri gott að eiga aukahrærivélarskál. Eyðir þú í sparnað? Reyni en læðist oft í sparnaðinn til að ná endum saman í lok mánaðarins. Skothelt sparnaðarráð? Beita skynsemi og skipulagi, t.d. með því að ákveða matseð- ilinn gróflega fram í tímann og fara sjaldan í matarbúðir. Eiga þó alltaf nóg af mat til að bægja frá hættunni á að þurfa að leita á náðir skyndibitastaða. Góð regla er einnig að bjóða upp á grjónagraut einu sinni í viku. ANNA GUNNHILDUR HJÁ GEÐHJÁLP Vikulegur grjónagrautur Anna og Emil, yngsti heimilismeðlimurinn. Hún leitast við að skipuleggja matseðil heimilisins fram í tímann til að spara. Morgunblaðið/Rósa Braga Nú þegar styttist í jólin eru marg- ir farnir að huga að því að skreppa í eins og eina versl- unarferð til útlanda. Aurapúkinn á það stundum til að skjótast út fyrir landsteinana og er löngu bú- inn að læra að langsamlega snið- ugast er að halda til Bandaríkj- anna ef ætlunin er að þræða verslanirnar. Búðirnar í Evrópu eru síst ódýrari en verslanirnar sem finna má á Laugaveginum og Kringlunni og vandséð að hægt sé að spara á innkaupunum í London eða Kö- ben. Í Bandaríkjunum er verðlagið hins vegar lágt á flestu sem hug- urinn girnist og munar þar ekki síst um lága söluskatta. Sá kostur fylgir líka flugferðum til Bandaríkjanna að þar er farang- ursheimildin tvöfalt drýgri en á Evrópuleiðunum. Fátt spælir Aurapúkann meira en að borga fyrir yfirvigt úti á fugvelli og fátt stressar hann meira en nagandi óvissa um það uppi á hótelher- bergi hvort taskan er yfir þyngd- armörkunum. púkinn Aura- Betra að versla vestanhafs E f vandlega er leitað má finna á netinu heilan fjár- sjóð af fyrsta flokks menningar- og kennslu- efni. Þökk sé fórnfúsu hug- sjónafólki og kröftugum sam- félögum sjálfboðaliða er hæglega hægt að nota netið til að læra nánast hvað sem er, og upplifa listir og afþreyingu á heimsklassa fyrir ekki neitt. Hér er samantekt á mörgum af bestu vefsíðunum fyrir þá sem vilja næra andann og efla heilann en hafa ekki úr mörgum krónum að spila. Besti skólinn á netinu Þegar kemur að því að læra eitt- hvað nýtt undir góðri leiðsögn eru fáar vefsíður sem komast með tærnar þar sem Khan Aca- demy hefur hælana (www.kha- nacademy.org). Um er að ræða verkefni sem hleypt var af stokk- unum árið 2006 af fræðimann- inum Salman Khan, sem sjálfur menntaði sig við MIT og Har- vard. Khan-akademían býður upp á mjög aðgengilegar kennslustundir í ótal mörgum námsgreinum. Spannar kennslan jafnólík svið og hagfræði, sögu, líffræði, eðlisfræði og stærðfræði svo aðeins séu nokkur dæmi nefnd. Bæði hentar vefurinn þeim sem vilja mennta sig á eigin spýtur, á eigin hraða, en hefur líka reynst ómetanegt tæki þeim sem vantar aukinn stuðning meðfram hefðbundnu námi. Hver kennslustund er knöpp og skýr og framvindan þannig að auðvelt er hreinlega að gleyma sér í fræðunum og læra alltaf meira og meira. Til að auka á metnaðinn safna notendum stigum eftir því sem þeir hlýða á fleiri erindi og allt er þetta ókeypis. Allir geta lært að forrita Annar góður og ókeypis kennslu- vefur er forritunarskólinn Codec- ademy (www.codecademy.com). Forritun er lykillinn að tækifær- um á öllum sviðum en lengi vel var heimur forritunartungumál- anna hulinn öðrum en þeim sem höfðu þrjóskuna til að olnboga sig í gegnum flóknar bækur eða fjárfesta í dýrum námskeiðum. Codecademy leggur áherslu á kennslu í grunnatriðunum fyrir þá sem eru algjörir byrjendur í forritun og er nemandinn leiddur áfram á mjög þægilegan hátt. Rétt einsog hjá Khan-akademí- unni er framvinda námsins vand- lega útpæld og lærir nemandinn í mörgum smáum skömmtum. Þeg- ar einu verkefni er lokið er því erfitt að hemja sig um að taka einn skammt í viðbót, og svo annan og annan og klára á end- anum stóra pakka af kennsluefni. Hljóðbækur á færibandi Eflaust myndum við öll vilja lesa meira, en amstur daglegs lífs leyfir oft ekki þann lúxus að slaka á yfir góðri bók. Þá sjaldan sem næði gefst er líka gjarnan meira freistandi að glápa á imba- kassann eða hugsa um maka og börn. Hljóðbókin kemur þá til bjargar og er alveg bráð- merkilegt hvað má komast í gegnum mikið magn af texta með því að hlýða á lesturinn á „dauða tímanum“ sem svo mikið er af. Næsta ferð með strætó, eða akst- urinn til og frá vinnu, nú eða skokktúrinn og jafnvel heim- ilistiltektin eru kjörið tækifæri til að hlusta á góðar bækur. Verst að hljóðbækur geta verið dýrar. Nema hvað LibriVox (www.librivox.org) er vefsíða þar sem sjálfboðaliðar setja inn upp- tökur af bókum og deila með umheiminum án þess að taka krónu fyrir. Lesturinn er alla jafna vandaður og titlarnir skipta þúsundum. Ekki vantar heims- bókmenntirnar enda eru þær flestar ekki lengur verndaðar með höfundarrétti og kjörnar fyr- ir svona vef. Má hlusta t.d. á Stríð og frið í fullri lengd, gleyma sér yfir verkum Jane Austen, nú eða leggja á ráðin á meðan hlýtt er á Furstann eftir Machiavelli. Er hægt að hlusta á í tölvunni eða hlaða upptökunum niður og setja inn á snjallsímann. AUSTEN, TOLSTOJ OG ALGEBRA Menning og fróðleikur fyrir ekki neitt HUGSJÓNAFÓLK HEFUR GERT ÓGRYNNI AF KENNSLUEFNI OG HEIMSBÓKMENNTUM AÐGENGILEGT Á NETINU, ÓKEYPIS OG AUÐFÁANLEGT HANDA HVERJUM SEM ER Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Netið er uppspretta ókeypis fræðsluefnis og menningar, ef maður kann að leita á réttu stöðunum. Nokkrar valdar gæðasíður skara þar fram úr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.