Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 33
Morgunblaðið/Golli 28.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 33 Fyrir 5-6 5-6 kjúklingabringur 150 g rjómaostur, hreinn 3-4 msk. ristuð gras- kersfræ 3-4 msk. þurrkuð trönuber nokkur basilíkulauf eða fínsaxaðar nálar af 1 rósmaríngrein 1 vorlaukur 4-5 sneiðar góð hráskinka pipar salt 1 msk. olía ½ l rjómi Hitaðu ofninn í 200°C. Leggðu bringurnar á bretti og skerðu djúpan vasa í hliðina á hverri þeirra með beittum hníf. Settu rjóma- ostinn í skál og hrærðu þar til hann er mjúkur. Taktu frá svolítið af graskersfræjum og trönuberjum en bland- aðu hinu saman við ostinn, ásamt söxuðum krydd- jurtum og smátt skorinni hráskinku. Kryddaðu með pipar og svolitlu salti, skiptu fyllingunni í jafnmarga hluta og bringurnar eru, fylltu þær og lokaðu með kjötnálum eða tannstönglum. Krydd- aðu þær með pipar og salti og brúnaðu þær svo í olí- unni á vel heitri pönnu, helst á þremur hliðum. Settu þær í eldfast mót og í ofninn í 10 mínútur. Helltu á meðan rjómanum á pönnuna, láttu malla aðeins og kryddaðu rjómann með ögn af pipar og salti. Helltu honum svo yfir bringurnar og bakaðu í 15 mínútur í viðbót. Dreifðu graskersfræjum og trönuberjum yfir áður en rétturinn er borinn fram. LITRÍK HRÍSGRJÓN Meðlætið þurfti náttúrlega að vera rautt og grænt líka. 250 g hrísgrjón salt 250 g spergilkál 200 g sykurbaunir 2 rauðar ramiro- paprikur eða 1 venjuleg Sjóddu hrísgrjónin í saltvatni þar til þau eru rétt meyr og láttu renna af þeim. Skerðu spergilkálsknúppana í litla kvisti (ekki nota svera stöngla) og sjóddu í saltvatni í opnum potti í 5-6 mínútur. Settu baunirnar út í og sjóddu þær með síðustu tvær mínúturnar eða svo. Skerðu paprikuna í þunnar sneiðar eða bita. Blandaðu öllu grænmetinu saman við hrísgrjónin. Rauðgræn- ar bringur í rjómasósu Fyrir 5-6 40-50 g basilíka (1 bakki) 1 sítróna 1 límóna 3 egg 150 ml þunnt hunang 250 ml rjómi Rífðu svera stilka af basil- íkublöðunum og settu þau svo í matvinnsluvél eða blandara ásamt fínrifnum berki af sítrónu og límónu og safa úr hálfri sítr- ónu og límónu. Láttu vélina ganga þar til basilíkan er fínsöx- uð. Þeyttu egg og hunang mjög vel saman og stífþeyttu rjóm- ann. Blandaðu öllu saman og settu í ísvél, ef hún er til, og láttu ganga þar til blandan hefur þykknað. Frystu hana þá. Ef ekki er til ísvél er blandan sett beint í skál eða form og fryst en þá er gott að hræra nokkrum sinnum í á meðan hún er að frjósa. HINDBERJA- RIFSBERJASORBET 225 g hindber (frosin) 250 g rifsber (fersk eða frosin) 100 ml vatn 150 g sykur safi úr ½ sítrónu 1 tsk vanilluessens eða korn úr ½ vanillustöng Settu hindber, rifsber, vatn og sykur í pott, hitaðu að suðu og láttu malla í 10 mínútur. Helltu þessu þá í fínt sigti og pressaðu vel með sleif eða sleikju til að ná sem mestu af safa og aldin- kjöti úr berjunum. Kældu vel. Blandaðu svo sítrónusafa og vanillu saman við þegar blandan er ísköld, settu hana í ísvél og láttu ganga þar til hún er þykk. Frystu hana þá. Ef ekki er til ís- vél má setja blönduna beint í frysti en þá þarf að hræra vel í henni nokkrum sinnum á með- an hún er að frjósa. Taktu bæði basilíkuísinn og sorbetið úr frysti nokkru áður en á að bera það fram svo hægt sé að skafa það upp með skeið. Settu eina vel kúfaða skeið á hvern disk og skreyttu e.t.v. með ferskum berjum og basil- íku. Basilíkuís og hindberja- rifsberja- sorbet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.