Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 45
til meðferðar í alveg nýtt ljós. Ástæða þessa var að framangreind niðurstaða Hæstaréttar var í rauninni nokkuð til hliðar við átakaefni aðilanna í málinu. Rétturinn virðist beinlínis leggja lykkju á leið sína til að koma þeim skilningi sínum til skila sem birtist í fyrirsögn blaðsins. Það er mjög mikilvægt að það hafi verið gert. Sá lögmaður sem fór með málið af hálfu ríkisins sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að þessi staða hefði þó ætíð verið ríkinu ljós. Sú yf- irlýsing kemur vægast sagt töluvert á óvart vegna framgöngu þess sjálfs á undanförnum nýliðnum ár- um. Efni fréttarinnar Í forsíðufrétt Morgunblaðsins í gær sagði: „Slita- stjórnum föllnu bankanna ber engin skylda til að greiða kröfuhöfum í gjaldeyri heldur er það þvert á móti í samræmi við skyldur þeirra og meginreglur kröfuréttar að við úthlutun sé aðeins borgað út í krónum. Skiptir þá engu þótt um sé að ræða gjald- eyriskröfur enda hafi þær orðið að kröfum í íslensk- um krónum þegar föllnu bankarnir fóru í slita- meðferð. Þetta kemur fram í dómi sem féll í Hæstarétti í fyrradag um ágreining um gengisviðmiðun við út- greiðslur til forgangskröfuhafa gamla Landsbankans (LBI). Lögmenn sem Morgunblaðið hefur rætt við og hafa kynnt sér dóminn segja að hann sæti miklum tíðindum. Það veki ekki síst eftirtekt að þrátt fyrir að það hafi alls ekki verið ágreiningsatriði í málinu þá leggi Hæstiréttur áherslu á að slitastjórn geti ávallt staðið skil á greiðslum til kröfuhafa í krónum. Niðurstaða dómsins gæti haft mikla þýðingu fyrir uppgjör gamla Landsbankans, Glitnis og Kaupþings. Fram til þessa hafa slitastjórnir Glitnis og Kaup- þings stefnt að því að ljúka við nauðasamninga, sem voru sendir til Seðlabanka Íslands í árslok 2012, svo hægt sé að hefja útgreiðslur í gjaldeyri til kröfuhafa. Samtals nema erlendar eignir föllnu bankanna um 2.300 milljörðum.“ Framgangan til þessa Ef horft er til þess hvernig þrotabú hafa gengið fram á undanförnum árum án viðbragða Seðlabankans verður ekki séð að bankanum hafi verið að fullu ljós sá skilningur sem fram kemur í niðurstöðu fimm manna dóms Hæstaréttar Íslands sem birt var sl. fimmtudag. Sama er uppi þegar horft er til fram- göngu fyrrverandi fjármálaráðherra við að koma tveimur af stóru bönkunum í hendur erlendra kröfu- hafa í óskiljanlegu óðagoti á sínum tíma. Það þarf því ekki að undra þótt Halldór Jónsson verkfræðingur taki svo til orða að Steingrímur J. Sigfússon „hafi reynst afglapi í fjármálum á sinni ráðherratíð. Það sannaði hann meðal annars með gjaldeyrisbréfinu sem hann lét gera milli gamla og nýja Landsbank- ans.“ Það er auðvitað hverju orði sannara að samn- ingurinn sem Halldór vitnar til og gerður var á milli fyrrgreindra bankaeininga hlýtur að flokkast sem stórfelld mistök, og raunar óskiljanleg með öllu. Óhjákvæmilegt virðist að núverandi ríkisstjórnin láti vinna álitsgerð hið fyrsta um hvernig svo afdrifarík mistök gátu komið til og hverjir beri á henni ábyrgð auk ráðherrans. Því að það blasir við hverjum manni að sú niðurstaða sem umræddur dómur Hæstaréttar birti hefur verið þeim mönnum sem stóðu að fyrr- greindri samningsgerð algjörlega framandi. Í ljósi dómsins verður nú að fara mjög rækilega yf- ir þá stöðu sem upp er komin í kjölfar hans og leggja á ráðin um hvernig bæta megi úr þeim mistökum sem þegar hafa orðið og á hinn bóginn að styrkja stöðu Íslands í því uppgjöri sem enn á eftir að fara fram, þótt nokkuð hafi miðað. Vígstaða ágengra er- lendra kröfuhafa hefur komist í betra jafnvægi vegna dóms Hæstaréttar. Íslenskir hagsmunir hafa fengið nýja viðspyrnu fyrir vikið. Eftir hann ætti að vera auðveldara að losna við hin hamlandi höft sem setja efnahagslífið í spennitreyju þegar verst gegnir. Morgunblaðið/RAX Djarfar fyrir degi nýjum, dunar þrumurödd úr skýjum 28.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.