Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 4
G reiðslur til stjórn- armanna í fjórum stærstu lífeyris- sjóðum landsins hafa meira en tvö- faldast á áratug. Fjórir stærstu lífeyrissjóðir landsins, Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins, Líf- eyrissjóður verslunarmanna, Stapi og Gildi fara saman með 53% allra eigna lífeyrissjóða landsins samkvæmt talnaupplýsingum á vef Fjármálaeftirlitsins. Eins og taflan að neðan sýnir hafa allir þessir sjóðir hækkað laun stjórnarmanna umtalsvert síðustu ár, einkum eftir hrun. Hækkun allt að 158% á áratug Að meðaltali nema hækkanir stjórnarlauna fjögurra stærstu líf- eyrissjóðanna 68% frá hruninu 2008. Vísitala launa hefur á sama tíma hækkað um 31% samkvæmt upplýsingum af vef Hagstofunnar. Óskað var upplýsinga um launa- greiðslur til stjórnarmanna milli áranna 2003 og 2013. Sé allt tíma- bilið skoðað má sjá að hækkanir stjórnarlauna nema 113% hjá LSR og 108% hjá Lífeyrissjóði versl- unarmanna. Hjá Gildi hafa stjórn- arlaun hækkað um 72% frá árinu 2005 en sjóðurinn varð til það ár við sameiningu tíu sjóða. Stapi líf- eyrissjóður hefur hækkað laun fyrir stjórnarsetu um 54%-158% eftir því hvort miðað er við stjórnarlaun hjá forverunum Lsj. Norðurlands eða Lsj. Austurlands í upphafi tímabilsins. Launavísitala hækkaði um 91% milli 2003 og 2013 miðað við ágúst ár hvert. Líkt og sjá má hækka launin skart síðustu tvö ár. Þessir fjórir sjóðir og margir aðrir lækkuðu laun stjórnarmanna sinna í kjölfar hrunsins en hafa nú hækkað aftur. Stjórnarformaður LSR, stærsta lífeyrissjóðsins, fékk greiddar um 127 þúsund krónur á mánuði fyrir stjórnarsetu á góðærisárinu 2007. Í fyrra námu greiðslur til stjórn- arformanns LSR 147 þúsund krónum á mánuði en nú, árið 2013, fær stjórnarformaður sjóðs- ins greiddar 225 þúsund krónur á mánuði. Nemur hækkunin frá því í fyrra 53%. Hæst laun fyrir stjórnarsetu eru greidd hjá Lífeyrissjóði versl- unarmanna, en þar fær stjórnar- formaður 270 þúsund krónur á mánuði. Eigendur lífeyrissjóðanna greiða stjórnarmönnum laun með iðgjöldum af launum sínum. Oftast sitja sex til átta einstaklingar stjórn hvers lífeyrissjóðs en stjórn- arseta er jafnan hlutastarf sem stjórnarmenn taka að sér samhliða annarri vinnu. Morgunblaðið/Rósa Braga Stjórnarlaun hjá lífeyris- sjóðum aldrei verið hærri LAUN FYRIR STJÓRNARSETU Í LÍFEYRISSJÓÐUM HAFA UM OG YFIR TVÖFALDAST Á SÍÐASTLIÐNUM ÁRATUG. SUMIR SJÓÐIR LÆKKUÐU STJÓRNARLAUN Í KJÖLFAR HRUNSINS EN HAFA HÆKKAÐ ÞAU SKART AÐ NÝJU SÍÐUSTU ÁR. STJÓRNARLAUN HAFA AÐ MEÐALTALI HÆKKAÐ UM 68% FRÁ HRUNI HJÁ FJÓRUM STÆRSTU LÍFEYRISSJÓÐUM LANDSINS. Laun stjórnarmanna lífeyrissjóða 2003 2013 2003 2013 2005 2013 2003 2013 Almennur stjórnarmaður Varaformaður stjórnar Stjórnarformaður Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Lífeyrissjóður verzlunarmanna Gildi lífeyrissjóður Stapi lífeyrissjóður 52.858 kr. 79.287 kr. 105.716 kr. 225.000 kr. 168.750 kr. 112.500 kr. 65.000 kr. 97.500 kr. 130.000 kr. 135.000 kr. 202.500 kr. 270.000 kr. 103.640 / 62.000 kr. 51.820 / 31.000 kr. 51.820 / 31.000 kr. 80.000 kr. 120.000 kr. 160.000 kr. 86.000 kr. 129.000 kr. 172.000 kr. 50.000 kr. 75.000 kr. 100.000 kr. Heimilidir :Tölur eru fengnar frá sjóðunum sjálfum eða úr ársreikningum. 4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28.9. 2013 Samkvæmt lögum verða stjórnar- menn í lífeyrissjóðum að uppfylla ýmis hæfisskilyrði en Fjármála- eftirlitið sér um eftirlit með sjóðunum. „Auk þeirra al- mennu krafa sem gerðar eru til stjórnarmanna og framkvæmdastjóra lífeyrissjóða í lög- um er einnig að finna þar ákvæði sem er meira mats- kennt; um að stjórnarmenn eigi að búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu til að geta gegnt stöðu sinni á tilhlýðilegan hátt. Það atriði hefur ekki þótt nógu skýrt,“ segir Unnur Gunnarsdóttir forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Hún gerði hæfiskröfur stjórnenda og stjórnarmanna lífeyrissjóðanna að umtalsefni á ársfundi FME í vor og sagði þá að hún teldi að löggjöf um lífeyrissjóði veiti ekki jafn mikið aðhald og öryggi og önnur löggjöf fyrir fjármálamarkaðinn. Það er ekki hlutverk FME að leggja mat á hvað eru eðlilegar launagreiðslur fyrir stjórnarsetu en stofnunin sér um að fylgja eftir hæfnisviðmiðum. „Talsmönnum líf- eyrissjóðanna hefur fundist við vera of ströng í að fylgja þessu ákvæði eftir en við erum að nota ámóta við- mið og þegar hæfi stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum er metið. Þessi lög eru hins vegar að grunni til frá 1997, þ.e. 16 ára gömul, og það er al- veg tilefni til að fara í ákveðna heild- arendurskoðun á þeim,“ segir hún. Endurskoða þarf lög um lífeyrissjóði. Morgunblaðið/Sigurgeir S. FME metur hæfi stjórn- armanna Unnur Gunnarsdóttir Óskað var upplýsinga frá sjóðunum um laun greidd fyr- ir stjórnarsetu á árunum 2003-2013. Almennt eru haldnir um 12-15 fundir ár- lega hjá hverjum lífeyrissjóði. Hjá LSR eru fundirnir hins vegar fleiri, voru 26 á síðasta ári. Greitt er fyrir stjórnarsetu í formi fastra mánaðarlauna en varamenn fá almennt greitt fyr- ir hvern fund sem þeir sitja. AÐ JAFNAÐI 1-2 FUNDIR Í MÁNUÐI *Hrein eign fjögurra stærstu lífeyrissjóðanna nam 1.273milljörðum í árslok 2012. Hrein eign allra 33 lífeyris-sjóðanna nam á sama tíma 2.395 milljörðum króna.ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.