Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 23
28.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23 Íþróttakempa dagsins er Þórey Edda Elísdóttir en hún er landsmönnum vel kunn fyrir afrek sín í stang- arstökki. Þrátt fyrir að hafa lagt stöngina á hilluna fyrir 5 árum þá heldur hún sér enn í góðu formi. Hvernig æfir þú í dag? Ég mæti 2x-3x í viku í fimleika hjá Gerplu þar sem ég æfi með hópnum sem kallar sig GGG og finnst það mjög gaman. Svo fer ég 1x-2x í viku út að hlaupa í um 20 mín. og svo geri ég smáæfingar í Hress í um hálf- tíma. Henta slíkar æfingar fyrir alla? Já, svo lengi sem skynsemi er höfð með í för. Fim- leikaæfingar henta öllum en auðvitað verður hver og einn, með hjálp frá þjálfaranum, að finna sín takmörk. Útihlaup henta öllum og 30 mín. smáæfingar 1-2x í viku ættu allir að gera. Hvernig er best að byrja? Mestu máli skiptir að fara nógu rólega af stað. Byggja sig upp hægt og þétt í stað þess að taka hlutina með trompi strax í byrjun. Það er bara ávísun á upp- gjöf. Svo skiptir auðvitað miklu máli að finna það sem hentar, en það er auðvitað mjög einstaklingsbundið. Sjálf var ég mjög leitandi fyrst eftir að ég hætti að æfa stangarstökk og vissi ekkert hvernig ég ætti nú að hreyfa mig. Ég var búin að fá nóg af því að fara ein á æfingar og sá ekki tilgang í því lengur, æfði síðan cross- fit í 4 mánuði sem var skemmtilegt en mér fannst svo skrítið að gera bara endalaust þrek en nota þrekið svo ekki í eitthvað meira. Keypti mér svo loks árskort í líkamsrækt en komst að því fljótlega að það var alls ekki fyrir mig að mæta í hópa- tímana. Prófaði síðan að mæta á fimleikaæfingu hjá Gerplu og fann mig loksins. Þar er gert mjög mikið af þreki en síðan farið á áhöld og gerðar fimleikaæfingar. Það var ekki fyrr en í sumar að ég byrjaði í fimleik- unum, 5 árum eftir að ég hætti að æfa stangarstökkið. Hver er lykillinn að góð- um árangri? Staðfesta. Að gefast ekki upp þótt á móti blási er lykillinn í mín- um huga. Það er til- gangslaust að vera með hæfileika ef viljinn fylgir ekki með. Hugarfar er því 60% af árangri. Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir þig? Í dag hreyfi ég mig heilsunnar vegna. Ég hreyfi mig fyrir hjarta og æðakerfið og ég hreyfi mig fyrir betri líkamsstöður og betri geð- heilsu. Ég var í toppformi í rúm 20 ár og vissi hreinlega ekki hvernig það væri að vera ekki í formi. Síðustu ár hef ég hinsvegar kynnst því vel og veit nú hvers vegna líkamsrækt mun fylgja mér alla ævi. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Að hafa hreyfinguna fjölbreytta með mismiklu álagi. Ekki taka of margar verulega erfiðar æfingar í sömu vikunni heldur taka erfiðar og léttar æfingar í bland. Með auknum æfingum þarf einnig að borða meira og þarf því að passa að mataræðið fylgi æfingunum. Ertu meðvituð um matarræðið? Já, ég tel það. Ég kaupi ferskan mat, mikið af græn- meti og ávöxtum og vel heilhveitipasta, trefjaríkt brauð og sykurlitlar mjólkurvörur. Bý mér gjarnan til hristing með hreinu skyri eða ab-mjólk og ýmsum ávöxtum, engiferi og chia-fræjum. Ég forðast alls ekki fitu því hún er lífsnauðsynleg. Tek engin fæðubætiefni fyrir ut- an lýsi og fjölvítamín því mér finnst það ekki nauðsyn- legt fyrir fólk sem er að æfa sér til heilsubótar. Ég reyni líka að kaupa lífrænan mat bæði vegna minni aukaefna og vegna umhverfisins. Einnig er ég meðvituð um uppruna matarins sem mér finnst vera mikilvægt. Hver voru heimskulegustu meiðslin? Sat of lengi í keng í heitum potti og þegar ég stóð upp fann ég smá smell efst í aftanverðu læri. Ég var hálft ár að jafna mig og missti af einu innanhúss- keppnistímabili. Skemmtileg saga? Á mínu fyrsta heimsmeistaramóti, í Sevilla árið 1999, vorum við Vala Flosadóttir komnar inn á keppnisvöllinn þegar við áttuðum okkur á því að stangirnar okkar voru ekki komnar inn á völlinn. Andstæðingar okkar voru byrjaðir að hita upp en við gátum auðvitað ekkert gert. Þjálfarinn okkar þá, Stanislav Szyrba, öskraði á okkur að við ættum að leggjast á brautina og hindra hinar stelpurnar í að hita upp. Við dauðstress- aðar snerumst í hringi og vissum ekkert í hvorn fótinn við átt- um að stíga. Ekki vildum við óhlýðnast þjálfaranum okkar, sem var frekar æstur, en svo fannst okkur hálffárán- legt að fara að leggjast á miðja brautina. Sem betur fer komu starfs- menn mótsins fljótlega með stangirnar og við gátum farið að hita upp. KEMPA DAGSINS Slasaðist í heitum potti Þórey Edda frjálsíþróttakona Í dag finnst varla sá maður sem grúfir sig ekki reglulega yfir tölvueða farsíma með tilheyrandi óþægindum í öxlum og baki. Sér-fræðingar í heilbrigðiskerfinu finna fyrir aukningu á slíkum vandamálum á degi hverjum og það sorglegasta við þessa þróun er að börn greinast með slík einkenni í auknum mæli. Margir eru hreinlega hættir að horfa upp heilu og hálfu dagana og það er uggvænlegt að ganga inn í menntaskóla nú til dags og sjá hversu hratt hlutirnir hafa breyst. Mér finnst fólk beygja sig meira eftir því sem skjár- inn er minni og flest venjulegt fólk notast við tiltölulega litla skjái. Það er t.d. allt öðruvísi líkamsstelling hjá einstaklingi sem les tölvupóst af litlum farsíma en hjá þeim sem les póstinn sinn af risastórum skjá. Ég hef sjálfur rekið mig á þetta vanda- mál við mín störf fyrir framan tölvuna og nú sit nú meira að segja í skringilegri rækjustellingu uppi í sófa við skrif á þessum pistli. Eftir fjölmarga tíma í sjúkraþjálfun og hjá kí- rópraktor (sem hjálpaði mikið) áttaði ég mig á að lausnin var ein- föld. Ég hækkaði upp skrifborðið mitt í vinnunni og henti skrif- stofustólnum aftur niður í geymslu. Nú stend ég við vinnuna allan daginn og mér líður miklu betur í kjölfarið. Hugsið bara út í þetta, það hlýtur að vera mun eðlilegra frá nátt- úrunnar hendi að standa við vinnuna allan daginn og setjast svo niður til að hvíla sig. Það er eitthvað öfugsnúið og ónáttúrulegt við það að sitja allan daginn og standa síðan upp til að hvíla sig. Ég sé fyrir mér uppstrílaða skrifara við konungshirðir í gamla daga sem rituðu handrit með fjaðurpenna í hendi fyrir framan skriftarpúlt. Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að þessir menn stóðu ávallt við vinnu sína og því hef ég ákveðið að taka þessa menn mér til fyrirmyndar. Ég hvet ykkur til að gera það sama en þið megið samt alveg láta hárkolluna og fjaðurpennann eiga sig. Grínmynd af þróun mannsins yfir í tölvufíkla geymir í sér sannleikskorn. HORFÐU TIL HIMINS JÓN HEIÐAR GUNNARSSON Heilbrigt líf Skammtar ýmissa matvæla hafa stækkað mikið síðastliðin ár. Þessi þróun er talin ein af ástæðum fyrir aukinni orkuinntöku og þyngdaraukningu ein- staklinga í vestrænum ríkjum. Fyrir aðeins 20 árum voru brauðsneiðar, hamborgarar og pitsusneiðar töluvert minni en tíðkast í dag. Sama gildir um sælgæti, gosdrykki og fjölda annarra vörutegunda. Skammtastærðir skipta máli*„Ef þú ert það sem þúborðar og þú veist ekkihvað þú borðar, veistu þá hver þú ert?“ – Claude Fischler
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.