Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28.9. 2013 É g held ég hafi aldrei séð aðra eins frammistöðu hjá miðverði í ensku úr- valsdeildinni. Aldrei nokkurn tímann. Hann var stórkostlegur í vörn og einnig frábær í sókn. Það má ekki gleyma því að þetta voru engir aumingjar sem hann var að mæta, þetta voru Rooney og Welbeck – framherjapar Englands.“ Svo mælti Jamie Car- ragher strax eftir leik Manchester- liðanna um síðustu helgi. Carragher er, ásamt Gary Neville, sérfræð- ingur Sky sjónvarpsstöðvarinnar um fótbolta – og er fjandi góður sem slíkur. Flestallir vita hvernig nágrannas- lagur Manchester-liðanna fór en þar gekk fyrirliðinn fram með góðu for- dæmi og gaf tóninn snemma leiks með frábærri tæklingu. Hélt síðan áfram í 90 mínútur plús uppbót- artími og uppskar eins og hann sáði. 4:1 sigur á óvin City númer eitt. Í byrjunarliði Anderlecht 17 ára Vincent Jean Mpoy Kompany er fæddur 1986 í Uccle-hverfinu í Brussel í Belgíu og hefur verið í röðum City-liðsins síðan 2008. Hann hóf ferilinn með Anderlecht þar sem hann var í þrjú ár, komst í aðalliðið aðeins 17 ára og það var ljóst snemma að þarna færi hörkugóður varnarmaður. Þýska liðið Hamburg SV kom og keypti hann þegar hann var tvítugur á 10 milljónir evra, rúmlega 1,6 milljarða króna. Átti að leysa landa sinn Daniel van Buyten af hólmi. En meiðsli settu strik í reikning Kompany og þannig spilaði hann aðeins sex leiki í Búndeslíg- unni þýsku fyrsta tímabilið sitt. Á EM U-21 árs liða árið 2007 í Hol- landi komst hann hins vegar í úr- valslið mótsins og segja má að heimsbyggðin hafi fyrst farið að taka eftir að Belgar gætu verið með frambærilegt lið í nánustu framtíð. Liðið féll úr leik eftir tap gegn Serbum í undanúrslitum. Mark Hughes, sem þá stýrði City, var í Hollandi og sá Kompany spila. Hreifst af honum og keypti til City á sex milljónir punda sem verður að teljast spottprís. Hughes var ekki alveg viss hvar hann ætlaði að nota Kompany og hringlaði aðeins með hann á milli miðju og varnar. Þó sýndi hann oft snilldartilþrif sem varnarmaður og mönnum var að verða ljóst að þarna færi einn efnilegasti miðvörður deildarinnar. Tímabilið 2010-2011 færði hann sig í treyju númer fjög- ur og spilaði stórkostlega í vörn City sem varð bikarmeistari. Ro- berto Mancini, sem þá var tekinn við liði City, sagði að Kompany gæti orðið einn besti varnarmaður heims. Eftir tímabilið var hann valinn leikmaður ársins af stuðnings- mönnum og af leikmönnunum sjálf- um innan City-hópsins. Skákaði þar mönnum eins og Yaya Touré, Ser- gio Aguero og fleirum. Þegar Kompany tryggði City sig- ur á Man. Utd í apríl 2012 komst City yfir Utd á stigatöflunni á mar- kamun og aðeins tveir leikir eftir. Í lokaleiknum leiddi hann lið sitt út gegn QPR og sigur vannst með lokaspyrnu leiksins, Manchester City hafði orðið enskur meistari í fyrsta sinn síðan 1968. Atvik sem fáir aðdáendur enska boltans gleyma. Kompany átti ekkert stjörnutímabil í fyrra þar sem meiðsli voru að plaga hann. Hnéð var eitthvað að angra hann og City missti titilinn til Man- chester United á ný, það gerði engar rósir í Meistaradeildinni og datt út í bikarnum frekar snemma. Mikilvægi hans kom í ljós þegar hann missti af sex leikjum í röð þar sem Utd stakk City af. 10 ára áætlun Belga hófst um aldarmótin Belgía er eitt mest spennandi knatt- spyrnulið heims um þessar mundir þar sem Kompany er fyrirliði. Eftir árangur Belga á HM 1986 þar sem þeir fóru alla leið í undanúrslit fór að halla undan fæti. Í júní 2007 var botninum náð, ef tekið er mark á heimslista FIFA þar sem Belgar voru komnir í 71. sæti, sem er léleg- asti árangur þeirra frá upphafi. Ís- land er í 54. sæti þegar þetta er skrifað. Einn maður, Michael Sablon, yf- irmaður knattspyrnumála hjá belg- íska knattspyrnusambandinu, hafði séð í hvað stefndi og vildi breyta hvernig Belgar hugsuðu hlut- ina. Setti upp tíu ára áætlun í kringum aldamótin og fór Kompany ásamt fé- lögum sínum í belg- íska landsliðinu fagnar marki fyrirliðans. Maðurinn á bak við uppgang Belga, Michael Sablon. AFP VINCENT KOMPANY ER BÆÐI FYRIRLIÐI MANCHESTER CITY OG BELGA. KOMPANY ÁTTI FRÁBÆRAN LEIK GEGN MANCHESTER UNITED UM SÍÐUSTU HELGI OG ER EINN MIKILVÆGASTI LEIKMAÐUR LIÐSINS. Með Kompany í liðinu safnar City 2,4 stigum að meðaltali. Það er rosalega gott hlutfall. Án hans rakar City inn 1,63 stigum að meðaltali. AFP Í góðu Kompany AFP * „Hann verður að fara að læra að þegja. Að tuða í dómaranum eftirleik breytir engu. Ég er á móti svona hegðun og þetta er alltaf samagamla tuggan. Hann verður að þroskast.“ Massimiliano Allegri, þjálfari AC Milan, um Mario Balotelli sem fékk rautt spjald eftir að leik lauk. Boltinn BENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.