Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28.9. 2013 Erla Axels myndlistarkona opnar á laugardag klukkan 14 sýningu á nýjum verkum í Lista- seli við Selvatn á Miðdalsheiði. Myndirnar á sýningunni eru unnar undir áhrifum frá umhverfi Erlu á Miðdalsheiði, þar sem margvísleg form og fletir í náttúrunni gefa tilefni til endalausrar sköpunar. Verkin vinnur hún ýmist með olíu eða blandaðri tækni á striga. Sýninguna tileinkar Erla föður sínum Axel Helgasyni (1913-1959) en í ár er öld frá fæð- ingu hans. Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnu- dags, frá kl. 14 til 18, og lýkur 6. október. Beygt er að Listaseli af Nesjavallaleið, 1,3 km austan við mót Hafravatnsvegar. SÝNING ERLU AXELS OPNAR FORM OG FLETIR Erla Axels við eitt verkanna á sýningunni. Þau eru unnin undir áhrifum af Miðdalsheiði. Tónleikarnir Stjörnuljós eru haldnir til að styrkja Hagbarð Valsson og ung börn hans. Kirkjukór Lágafellssóknar heldur styrktar- tónleika í Grafarvogskirkju á laugardag klukkan 16, undir yfirskriftinni Stjörnuljós. Á tónleikunum koma fram tónlistarmað- urinn KK, Ragnheiður Gröndal, Jóhann Frið- geir Valdimarsson, Hulda Björk Garð- arsdóttir, Björg Þórhallsdóttir, Karlakórinn Þrestir, Vox Populi og Hjörleifur Valsson fiðluleikari, auk strengjasveitar. Tónleikarnir eru haldnir til að styrkja Hagbarð Valsson, ungan Íslending í Noregi, og börn hans, en eiginkona hans lést í sumar er hún gekk með fjórða barn þeirra hjóna. Súfistinn selur veit- ingar í hléi til styrktar málefninu. STYRKTARTÓNLEIKAR STJÖRNULJÓS Tólfta einkasýning Val- gerðar Guðlaugsdóttur verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, á laugardag klukkan 15. Sýn- inguna kallar Valgerður „Framlengingu“. Kveikjan að sýningunni er hin kunna smásaga Svövu Jakobsdóttur, „Saga handa börnum“. Sagan segir frá samskiptum móður og barna henn- ar og hafði hún mikil áhrif á Valgerði þegar hún las hana fyrst, þá barn að aldri. Sagan hefur verið umdeild og fannst mörgum hún fullharkaleg í lýsingum á samskiptum móður og barna þegar hún kom fyrst út. Valgerður nam myndlist við MHÍ og Aca- demy of Fine Art í Helsinki og hefur haldið einkasýningar reglulega síðan hún útskrif- aðist. Sýningin er styrkt af Hlaðvarpanum. SÝNING VALGERÐAR FRAMLENGING Eitt verka Valgerðar. Hliðstæður og andstæður er samheiti tveggja nýrra sýninga sem opn-aðar verða í Listasafni Árnesinga í dag, laugardag, kl. 15. Samkvæmtupplýsingum frá safninu kallast sýningarnar tvær, annars vegar Rósa Gísladóttir – skúlptúr og hins vegar Samstíga – abstraktlist, á í tíma og rúmi. „Viðfangsefni þeirra draga fram sjónarhorn á listasöguna og gefa tilefni til umræðu. Markmiðið með sýningunni Samstíga er að kynna ákveðin tímabil og stefnur í íslenskri myndlist og opna fólki aðgang að þeim menningararfi sem Listasafn Íslands varðveitir. Skúlptúrar Rósu víkka hið sögulega sjónarhorn á geómetríuna í myndlist þar sem hún birtist bæði hliðstæð og andstæð í inntaki og formi,“ segir m.a. í tilkynningu frá safninu. Þess má geta að á sýningunni má m.a. sjá verk sem Rósa vann fyrir sýningu í rústum Keisaratorganna í Róm sumarið 2012. Samstíga er þriðja sýning ársins sem tileinkuð er 50 ára listaverkagjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona hennar til Árnesinga. Jafnframt er hún önn- ur sýningin í þriggja sýninga samstarfsverkefni Listasafns Árnesinga, Lista- safns Hornafjarðar og Listasafns Íslands. Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru: Gerður Helgadóttir, Guðmunda Andrésdóttir, Hörður Ágústs- son, Nína Tryggvadóttir, Svavar Guðnason, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason. SÝNINGAROPNUN Í LISTASAFNI ÁRNESINGA Hliðstæður og andstæður Svavar Guðnason er meðal þeirra sem verk eiga á sýningunni Samstíga þar sem sjónum er sérstaklega beint að geómetrískri abstraktlist. Verk Rósu Gísladóttur eru í Listasafni Árnesinga sett upp sem tvær kyrralífsmyndir sem vísa í klassíska hefð. SÝNINGARNAR TVÆR KALLAST Á Í TÍMA OG RÚMI. ÖNNUR ER MEÐ VERKUM RÓSU GÍSLADÓTTUR, EN HIN OPNAR SÝN INN Í ÞRÓUN ABSTRAKTLISTAR Á ÁRUNUM 1945-1969 Í VÍÐU SAMHENGI. Menning Þ egar ég var ung taldi ég kvik- myndagerð vera þann miðil sem hentaði mér best. Ég hafði mik- inn áhuga á hinu sjónræna, elsk- aði að segja sögur og naut þess að hafa völdin og geta sagt fólki hvað það átti að gera,“ segir pólski kvikmyndaleik- stjórinn Agnieszka Holland og hlær. „Ég átt- aði mig á því að kvikmyndagerð sameinaði alla þessa þætti sem hafa verið mikilvægir í minni skapandi tjáningu.“ Þessi heimskunni kvikmyndaleikstjóri, sem er heiðursgestur á Evrópskri kvikmyndahátíð í Bíó Paradís þessa dagana, var aðeins fimm- tán ára gömul þegar hún ákvað að helga líf sitt kvikmyndum. „Þetta var á miðjum sjö- unda áratugnum, þegar kvikmyndagerð var sérstaklega spennandi hvað listræna sköpun varðar. Það var frábært tímabil. Í dag er ástandið alls ekki jafn spennandi.“ Leikstjórinn hefur alræðisvald Agnieszka Holland hefur verið sögð einn áhrifamesti kvenleikstjóri samtímans og þær sögur sem hún segir í kvikmyndum skipta hana venjulega miklu máli; sumar tengjast fortíð fjölskyldunnar. Faðir hennar var gyð- ingur og kommúnisti sem barðist með Rauða hernum, eftir stríðið lést hann við yf- irheyrslur lögreglunnar. Föðurfjölskyldan hvarf að mestu í útrýmingarbúðum nasista. Holland nam kvikmyndagerð í Prag á sjö- unda áratugnum og uplifði „vorið í Prag“ og hernám Sovétmanna en um þá tíma fjallar hún í áhrifamiklum nýjum þríleik sínum, Brennandi runna. „Leikstjóri þarf að búa yfir frásagnarhæfi- leikum,“ segir hún. „Honum þarf að vera annt um sögurnar og hvernig á að segja þær. Gott samstarf við handritshöfund er líka mikilvægt, til að snúa skrifaðri sögu á bestan hátt í sjónræna frásögn.“ Og hún segir kvikmyndagerð líka vera viðamikið samstarfsverkefni stórs hóps. „Þar verður leikstjórinn að vera leiðtoginn og hvetja fólk til dáða, svo það geri ætíð sitt besta. Hann þarf að gefa fyrirmæli og stund- um vera sáttasemjari, þótt kvikmyndagerð sé alls ekki lýðræðisleg í eðli sínu. Leikstjórinn hefur alræðisvald!“ Hún hlær. „En á sama tíma tel ég mjög mikilvægt að virkja þá list- rænu strengi sem búa í hópnum.“ Í seinni tíð hefur Holland unnið meira og meira fyrir sjónvarp. Evrópudeild HBO framleiðir Brennandi runna og hún hefur leikstýrt þáttum í sjónvarpsröðum á borð við The Wire og The Killing. „Hér áður var sjónvarpið í miklu minni gæðum og byggði mikið á nærmyndum en í dag eru gæðin á sjónvarpsskjá oft og tíðum meiri en í kvikmyndahúsum. Maður þarf ekki að breyta nálgun sinni. Þegar maður vinnur að sjónvarpskvikmyndum í dag er munurinn því enginn. Munurinn birtist hinsvegar þegar maður vinnur innan bandaríska kerfisins, eins og við sjónvarpsþáttagerð. Það er mjög spennandi að gera „pilot“ eða prufuþátt að nýrri seríu því maður þarf að móta verkið frá grunni og síðan taka aðrir leikstjórar við og halda áfram með þann stíl, leikarahóp og frá- sagnarhátt. Þegar maður stígur sjálfur inn í slíka seríu, eins og ég gerði í The Wire, þá þarf maður að laga sig að sýn annars og gera eins vel með það og maður getur. Fyrir mér er það frekar stílleg æfing en skapandi tján- ing.“ Sjónvarpið betra en Hollywood Holland bætir við að í dag sé margt það efni sem framleitt er fyrir kapalsjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum mun áhugaverðara en það sem Hollywood framleiðir. Hún segir netið vera að breyta því hvernig fólk horfir á kvik- myndir og annað sjónvarpsefni, fólk er ekki lengur bundið af fyrirfram gefinni dagskrá. Engu að síður vilja þeir sjá áhugaverðar sög- ur, segir hún. Og sögur hennar eru áhrifarík- ar, eins og Í myrkri sem er þriðja kvikmynd hennar um helförina. „Ég barðist lengi gegn því að fara í þetta verkefni en sagan elti mig! Þetta er erfið saga og það var líka einstaklega erfitt að PÓLSKI LEIKSTJÓRINN AGNIESZKA HOLLAND ER HEIÐURSGESTUR EVRÓPSKRAR KVIKMYNDAHÁTÍÐAR Áhorfendur vilja enn sjá áhrifamiklar sögur „LEIKSTJÓRI ÞARF AÐ BÚA YFIR FRÁSAGNARHÆFILEIKUM,“ SEGIR AGNIESZKA HOLLAND. NÝJUSTU KVIKMYNDIR HENNAR FJALLA UM HELFÖRINA OG PÓLITÍSKA KÚGUN Í TÉKKÓSLÓVAKÍU. ÞÆR ERU SÝNDAR Á HÁTÍÐINNI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Nýjasta kvikmynd Holland, Brennandi runni, er í þremur hlutum. Hún er tekin í Prag og er framlag Tékka til Óskarsverðlaunanna í ár. Í myrkri segir sögu Pólverja sem faldi gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Yfir milljón manns sá myndina í kvikmyndahúsum í Póllandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.