Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 59
28.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Úr pjötlu kemur lagfæring. (5) 4. Með haus greiðir í stórum þéttbýlisstöðum. (11) 9. Vegna festinga getur húsnæði orðið til. (8) 10. Sæti fyrir hluta fótleggs klekkir á. (8) 11. Of hefðbundna fræddir um myndmót. (13) 12. Afganar fá gramm sem leifar. (8) 14. Það er ekki matur í ryki báta. (10) 15. Þær sem erfitt er að kasta steinum í eru erfiðar yfirferðar. (10) 17. Spaki stangveiðimaðurinn frá fjarlægu landi. (8) 21. Eins og konungur er orðaður og takmarkaður. (12) 23. Dauðvona er fyrir verðmæti. (6) 25. Ekki lokuð er aðeins betri en sú sem tjáir betur. (10) 27. Ó klukkur Áka ná að sýna þann sem færir eitthvað slæmt. (11) 29. Það með skörðum er sagt vera „NT“. (8) 31. Þeysist vitlaus áfram kröfuhörð. (11) 32. Hvíldi með stunu hjá skrautsteini. (5) 33. Tala um „Gras í burtu“ í fræðigrein. (10) 34. Það sem kemur af grjóti. (5) LÓÐRÉTT 1. Erfiðir tímar hjá þeim í sauðargærum út af erfiðu vali. (10) 2. Þéttur og búinn fær hálfgert lost. (7) 3. Þrjár danskar hálffjarri löngum þráðum. (7) 4. Hún berlega huglaus dragi andann líkt og sú sem á gæludýr. (11) 5. Af eim enn þá Ari verður óframfærnari. (8) 6. Glyrnur aðeins notaðar í tilbeiðslu? (9) 7. Ræ til Kínverja eftir start. (6) 8. Skagagarður missir kíló af plöntu. (9) 13. Stoppið handrið fyrir aftan? (6) 16. Kvenmaður í listum nær að einoka klukku einhvern veginn. (8) 18. Drykkur er það sem Karl Bretaprins gerir. (12) 19. Um krækling SS verður einhvers konar afbökun. (12) 20. Ylperan einfaldlega nuði aftur út af sérstökum ávöxtum. (11) 22. Rásmánuður sést aftur á tímabili. (6) 23. Kona Jóhanns lykti og missi sig aðeins út af brumhnappi. (8) 24. Líningar af einum lit eru fóðurjurtir. (9) 26. Hamingja smábýla byggir á osti. (8) 28. Skrifa undir og sía úr vítakasti. (6) 30. Fögur eyja. (4) Jón Viktor Gunnarsson og EinarHjalti Jensson eru efstir þegartefldar hafa verið fjórar um- ferðir á Haustmóti TR – Gagna- veitumótinu sem nú stendur yfir. Þeir Jón Viktor og Einar Hjalti hafa unnið allar skákir sínar en mega búast við harðri samkeppni frá Stefáni Kristjánssyni sem er með 3 ½ vinning. Ólokið er inn- byrðis viðureign þessara efstu manna. Gagnaveitumótið er undanfari al- þjóðlegs móts TR sem hefst 1. október nk. og lýkur skömmu fyrir Íslandsmót taflfélaga. Þar munu tíu skákmenn tefla allir við alla. Hinn nýi formaður TR, Björn Jónsson, hefur ásamt stjórn félagsins skipu- lagt ýmsa hliðarviðburði í tengslum við það mót sem hefur á að skipa Úkraínumönnunum Sergei Fedor- sjúk og Mikhaylo Oleksienko sem einnig munu tefla fyrir TR á Ís- landsmóti skákfélaga. Haustmót TR fer að þessu sinni fram í þrem tíu keppenda riðlum og opnum flokki. Keppni B-riðils er athyglisverð en þar tefla m.a. þrjár landsliðskonur, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Jóhanna Björg Jó- hannsdóttir og Tinna Kristín Finn- bogadóttir. Hallgerður Helga er sem stendur í efsta sæti með 3 ½ vinning. Og fleiri af okkar fremstu skák- konum setja sterkan svip á haust- mótið. Elsa María Kristínardóttir leiðir í C-riðli ásamt Kristófer Óm- arssyni, bæði með 3 vinninga. Hin margreynda Sigurlaug Friðþjófs- dóttir, sem varð Norðurlandameist- ari árið 1981, lét í vor af for- mennsku í TR eftir farsælan feril, hefur auk félagsmálavafsturs verið dugleg við að tefla á innlendum mótum. Í viðureign hennar við hina 17 ára gömlu Hrund Hauksdóttur varð hún að láta í minni pokann eftir kraftmikla taflmennsku Hrundar sem sparaði ekki púðrið undir lokin skákarinnar: Sigurlaug Friðþjófsdóttir – Hrund Hauksdóttir Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rge7 Þessi leikur sést alltaf annað veifið. Bent Larsen beitti honum stundum og í seinni tíð Ivan Soko- lov. 4. O-O g6 5. d4 exd4 6. Rxd4 Bg7 7. Rxc6 Rxc6 8. Bxc6 bxc6 9. Dd3 O-O 10. Rc3 a5 11. He1 Ba6 12. Df3 Hb8 13. Hb1 d6 14. Bd2 Dd7 15. b3 c5 16. Ra4 f5! Eftir fullrólega taflmennsku hvíts hrifsar svartur til sín frum- kvæðið. Biskuparnir njóta sín vel í opnum stöðum. 17. exf5 Hxf5 18. Dh3 Df7 19. Be3 Be5 20. Dg4 Hb4 21. Dd1? Sigurlaugu gast ekki að 21. c4 Bxc4 og svartur vinnur peð. Þetta var samt besta leiðin þar sem hrókurinn kemst nú yfir á h5. 21. … Hh4 22. h3 Bb7 23. Rxc5 Bc6 24. Rd3 Bc3 25. Hf1 Hf3! Lamar kóngsstöðu hvíts og held- ur vakandi hótunum á borð við 26. …. Df5 og í sumum tilvikum hróks- fórn á h3. 26. Kh2 Þessi leikur bætir ekki úr skák en það var enga vörn a finna. 26. …Hfxh3+! 27. gxh3 Bf3 28. Dc1 Hxh3+! 29. Kxh3 Df5 30. Kg3 Dg4+ - og hvítur gafst upp. Það er mát í næsta leik. Hou Yifan heimsmeistari kvenna í annað sinn Kínverska stúlkan Hou Yifan sem tefldi á alþjóðlega Reykjavíkur- skákmótinu í fyrra er nú 19 ára gömul og hefur ekkert slakað á. Í fyrra missti hún óvænt heimsmeist- aratitilinn í hendur úkraínsku skákkonunnar Önnu Usheninu. Í flóknu ferli vann Hou Yifan aftur áskorunarréttinn og HM-einvígi hennar við Önnu Usheninu fór fram á dögunum í Jiangsu í Kína. Hou Yifan hafði yfirburði á öllum sviðum skákarinnar og vann 5 ½ : 1 ½ og er því nýkrýndur heims- meistari kvenna. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Stúlkurnar setja svip á Gagnaveitumót TR Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseð- ilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádeg- ismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 28. september rennur út föstudaginn 4. október. Vinningshafi krossgátunnar 22. sept- ember er Sigríður Frið- þjófsdóttir, Sóleyjarima 5, Reykjavík. Hún hlýtur í verðlaun bókina Fórnargjöf Móloks eftir Åsu Lars- son. JPV gefur út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.