Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 51
28.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 51 Við erum bara ósammála. Það er daglegt brauð í mannlegum samskiptum. Færum við tveir að ræða um stjórnmál yrðum við örugglega fljótt ósammála um eitthvað. Það þýðir samt ekki að við séum óvinir.“ Guð gaf okkur kynlífið – En trúirðu því í raun og veru að samkyn- hneigð sé synd? „Allir menn eru syndugir. Ég, þú, allir. Gagnkynhneigðir, samkynhneigðir, þeir sem halda fram hjá maka sínum og svo fram- vegis. Guð gaf okkur kynlífið. Fann það upp. Fyrir það ættum við öll að þakka honum.“ Hann brosir. „Eigi að síður er það svo að Guð ætlast til þess að kynlíf sé stundað innan hjónabands, ekki utan þess. Þar af leiðandi lít ég svo á að öll kynferðismök utan hjónabands séu synd. Þar er ég ekki að tala sérstaklega um samkynhneigða, heldur alla sem stunda kyn- líf án þess að vera giftir. Það er synd gagn- vart Guði. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Guð er góður og telur ekki eftir sér að fyrirgefa syndugum. Sjálfur er ég syndugur. Ég var 22 ára gamall þegar ég kraup á kné og bað Guð um að fyrirgefa mér mínar syndir. Það hef- ur hann gert. Syndga ég ennþá? Já. Það er óhjákvæmilegt en ég reyni eftir fremsta megni að lifa ekki syndsamlegu lífi. Mitt markmið er að þóknast Guði og lifa lífi sem uppfyllir þær kröfur sem hann gerir til okk- ar mannanna.“ – Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þú færð spurningu er varðar réttindi samkyn- hneigðra og örugglega ekki það síðasta. Get- ur verið að afstaða þín í þessum efnum sé farin að skyggja á boðskapinn sem þú hefur almennt fram að færa? Er þessi afstaða orð- in dragbítur á þínu starfi? „Í fyrsta lagi er þetta ekki mín afstaða, heldur Guðs. Ég er erindreki hans. Í öðru lagi er ég þakklátur fyrir athyglina. Ég geri ráð fyrir því að flestir Íslendingar viti að ég er hér núna. Það er ánægjulegt. Svo ég svari spurningunni þá lít ég ekki þannig á að þessi umræða sé orðin dragbítur á mínu starfi. Ég get hvorki meinað þér né öðrum að spyrja mig um þessi mál. Svarið verður á hinn bóginn alltaf hið sama. Afstaða Guðs er skýr.“ – Eru samkynhneigðir velkomnir á Hátíð vonar? „Að sjálfsögðu eru þeir velkomnir. Hvað annað? Ég vona að ég sjái sem flesta sam- kynhneigða þar.“ Fyllti upp í tómið – Í endurminningum þínum, Byltingarmaður með málstað, kemur fram að þú hafir ekki ætlað þér að feta í fótspor föður þíns, pré- dikarans fræga Billys Grahams. Um tíma varstu í uppreisn, jafnvel ódæll, enda hugn- uðust þér ekki væntingar fólks í þinn garð. Hvað breyttist? Hvað varð um bylting- armanninn? „Mörg börn frægs fólks eiga erfitt upp- dráttar í lífinu. Það getur verið strembið að lifa í skugga frægs föður eða móður. Það var ekkert öðruvísi hjá mér. Uppreisn mín í æsku beindist þó ekki gegn föður mínum, heldur Guði. Ég kærði mig ekki um að hann stýrði mínu lífi. Vildi ráða mér sjálfur og ef foreldrar mínir voru ósáttir við það leit ég bara á það sem þeirra vandamál. Ég ætlaði að lifa mínu lífi. Fljótlega komst ég hins vegar að raun um að hlutirnir sem áttu að færa mér hamingju og fyllingu gerðu það ekki. Ef til vill um stund en ekki til lengri tíma. Því meira sem ég sankaði að mér af veraldlegum hlutum þeim mun tómari varð ég. Upp fyrir mér rann ljós, vandi minn væri af andlegum toga. Það var þá sem ég kraup á kné og bað Guð almáttugan um að fyrirgefa mér syndir mínar.“ – Á hótelherbergi í Jerúsalem. „Já, ég var þar. Það hafði samt ekkert með staðsetninguna að gera. Ekkert yf- irnáttúrlegt gerðist. Ég var bara fyrir til- viljun staddur í Jerúsalem þegar ég tók þá ákvörðun að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs míns og fylla þar með upp í tómið.“ Hann þagnar stundarkorn en heldur svo áfram á óvæntum nótum. „Hefurðu heyrt um bandaríska rokkarann Kurt Cobain sem var í hljómsvetinni Nirv- ana?“ – Já. „Hann fyrirfór sér fyrir meira en fimmtán árum. Í bréfi sem Cobain skildi eftir sig og tímaritið Rolling Stone birti ræddi hann um „stórt svart tóm“ í sínu lífi. Mér þótti þetta áhugavert komandi frá þessum manni. Hann naut gríðarlegra vinsælda sem tónlist- armaður, var giftur gullfallegri konu, Court- ney Love, og virtist hafa allt með sér. Samt var þetta „stóra svarta tóm“ til staðar. Á þessum sama stað var ég sjálfur áður en ég hleypti Kristi inn í líf mitt og ég er ekki í vafa um að fjölmargir aðrir eru þar núna. Þeir leita í áfengi, fíkniefni, kynlíf og hvað- eina til að freista þess að fylla upp í tómið. Án árangurs. Það eina sem getur fyllt upp í þetta tóm er Guð og hann vill fylla upp í það. Allt sem við þurfum að gera er að átta okkur á því að við erum syndug og þiggja frelsun Guðs. Það er aðeins ein leið að Guði, gegnum trúna og son hans, Jesú Krist.“ Flugvélar og mótorhjól – Þú ert flugmaður og hefur áhuga á vél- hjólum. Eru það þín helstu áhugamál? „Vinnan er líf mitt og ég sinni henni sjö daga vikunnar. Ég er alltaf að vinna nema þegar ég er að fljúga eða hjóla. Það er mín hvíld. Ég hef verið með flugmannspróf í fjörutíu ár og flýg að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku, mest í tengslum við starf mitt. Flugstjórnarklefinn er mitt skjól, þar hverfa allar mínar áhyggjur eins og dögg fyrir sólu, þannig að ég get ekki hugsað mér betri leið til að slappa af. Þarna er enginn að ónáða mig með neikvæðri fjölmiðlaum- fjöllun á Íslandi!“ Hann hlær. „Ég hef líka mikið dálæti á mótorhjólum. Á Harley Davidson-hjól en það er ekki í uppáhaldi. BMW-hjólin mín eru mér mun kærari. Bestu mótorhjól í heimi. Á hverju ári hjóla ég frá Norður-Karólínu til Alaska, tveggja vikna ferð – aðra leið – og nýt hverrar mílu til hins ýtrasta.“ – Um langt árabil hefur þú verið þekktur fyrir mannúðarstörf á vegum samtakanna Samaritan’s Purse. Gefurðu þér alltaf tíma til að sinna þeim málum? „Ég geri það. Við erum með starfsemi í eitt hundrað löndum um allan heim. Meðan Jesús var uppi lagði hann sig fram um að hjálpa þeim sem áttu um sárt að binda. Hann gaf soltnum að borða og notaði krafta sína til að lækna sjúka. Leiðarstef Jesú í þessu lífi var samúð. Sama ættum við sem fylgjum honum að málum að gera. Reyna að hjálpa fólki sem á erfitt uppdráttar. Sem dæmi má nefna að við erum með stórt verkefni í Afríkuríkinu Súdan. Höfum endurbyggt yfir fimmtíu kirkjur, sem skemmdust í styrjöldinni í landinu; einnig byggt sjúkrahús og gert brunna svo eitthvað sé nefnt. Við höfum líka útvegað lækna og núna þegar farið er að þjóðnýta heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum, Obamacare, verður mun auðveldara að fá þá til að taka að sér störf í Afríku. Margir læknar vilja frekar vinna er- lendis en heima í Bandaríkjunum vegna stefnu stjórnvalda.“ – Handtökin eru mörg til að létta fólki líf- ið en hvort lítur þú svo á að heimurinn sé betri eða verri staður núna en þegar þú varst að vaxa úr grasi? „Það hefur margt breyst frá seinna stríði og mörg jákvæð teikn á lofti. Ég nefni tæknina sem dæmi. Sjáðu bara hvílík bylting fésbókin ein og sér er fyrir samskipti fólks, um allan heim. Höfum þó hugfast að snjall- sími eða nettenging geta aldrei fyllt tómið í lífi okkar mannanna. Aðeins Guð. Þess vegna þurfum við á honum að halda.“ Kristur mun sameina okkur – Sumir segja að trúarbrögð séu helsta ástæða ágreinings í þessum heimi. Sjálfur hefur þú látið umdeild orð falla um íslam og hindúatrú, svo dæmi sé tekið. Sérðu fyrir þér að ólík trúarbrögð geti nokkru sinni lif- að saman í sátt og samlyndi? „Já, þegar Jesús Kristur snýr aftur. Það eru fjölmörg trúarbrögð í heiminum og þau eru tilraun mannsins til að viðurkenna tilvist æðri máttarvalda. Það þýðir ekki að öll trúarbrögð séu sönn. Sannfæring mín er sú að aðeins sé ein leið að Guði og það er gegnum son hans, Jesú Krist. Hann er veg- urinn, sannleikurinn og lífið. Kristur dó fyrir okkur öll, ekki bara kristna menn heldur líka búddista, múslima, trúleysingja og aðra. Þess vegna er enginn nema Kristur þess umkominn að sameina okkur.“ – Þannig að þú trúir því að einhvern tíma verði heimurinn sameinaður í kristni? „Það stendur í Biblíunni. Þar segir einnig að dag einn muni ljónið og lambið leggjast hlið við hlið. Yrði það ekki dýrðlegur dag- ur?“ Morgunblaðið/Kristinn „Tilgangur minn með komunni hingað er að freista þess að kynna Íslendinga aftur fyrir Guði feðra sinna og fá þá til að iðka sína trú á nýjan leik. Trúna á þann sem skóp Ísland, Guð almáttugan,“ segir Franklin Graham. – Tölum aðeins um fjölskyldumál. Á sama tíma og þú ert hér er sonur þinn, Will, að prédika í Japan. Var hann á einhverjum tímapunkti í uppreisn eða langaði hann allt- af að feta í þín fótspor? „Nei, Will hefur aldrei verið til vand- ræða. Guð blessaði okkur hjónin, Jane og mig, með fjórum yndislegum börnum. Móð- ir mín heitin var vön að segja að ég verð- skuldaði þau ekki.“ Hann skellir upp úr. „Ég á þrjá syni og eina dóttur. Tveir sona minna vinna með mér í trúboðinu en sá þriðji er í hernum. Barnabörnin eru níu að verða tíu. Dóttir mín ætti að verða létt- ari meðan ég er hér á Íslandi.“ – Faðir þinn er nú á tíræðisaldri. Hvern- ig hefur hann það? „Faðir minn verður 95 ára í næsta mán- uði og hefur það gott miðað við sinn aldur. Hann styðst við göngugrind og er ekki þrekmikill en hugurinn er skýr. Hann vinn- ur ennþá og hefur nýlokið við bók, It’s the Reason for My Hope. Þetta er ekki bók sem byggist á fyrri skrifum, heldur nýtt efni, og ég er ekki frá því að hún sé hans besta til þessa. Hann er líka að leggja loka- hönd á nýjan sjónvarpsþátt sem ég er bú- inn að sjá og líst mjög vel á. Ég lít reglu- lega til föður míns og reyni að ná honum út úr húsinu. Hann er ekkert alltof spenntur fyrir því og þegar ég segi honum að láta ekki svona skáskýtur hann augunum á mig og segir: „Bíddu þangað til þú verður 95 ára!“ Bíddu þangað til þú verður 95 ára! Billy Graham, faðir Franklins, er enn að, 95 ára gamall, og var að ljúka við nýja bók. AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.