Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 56
Spennusagnahöfundur sem hefur skapað eftirminnilega söguhetju og skrifað um hana framhaldsbækur þreytist stundum á sköpunarverki sínu og vill eyða því. En láti hann verða af því er hætta á að hann kalli yfir sig reiði lesenda sinna. Frægt er dæmið um Arthur Conan Doyle sem varð svo leiður á söguhetju sinni Sher- lock Holmes að hann lét hann steypast niður háan foss en neyddist svo til að end- urlífga hann eftir hörð viðbrögð lesenda sinna. Hér heima spyrja aðdáendur Arnaldar Indriðasonar sig hvort söguhetja hans, lögreglumaðurinn Erlendur hafi orðið úti. Arnaldur gefur óræð svör sem er klókt af honum. Kannski hyggst hann drepa Erlend ofur hægt. Og því lengri tími sem líður án þess að ný bók um Erlend líti dagsins ljós því meiri líkur er á að lesendur sættist smám sam- an við þá tilhugsun að Erlendur sé dá- inn. Áfallið verður þá minna ef Arn- aldur ákveður að slátra endanlega manninum sem gerði hann frægan. Aðdáendur norska rithöfundarins Jo Nesbø velta einnig fyrir sér örlögum lögreglumanns- ins Harry Hole sem með hverri bók hef- ur látið á sjá, bæði líkamlega og andlega. Stundum er eins og Nesbø hatist við þessa sögupersónu sína, svo grátt leikur hann iðulega Harry Hole. Nú er nýjasta Harry Hole-bókin komin út á ensku og fæst hér í bókaverslunum og selst vitanlega vel. Police heitir hún og þar er metsöluhöfundurinn Nesbø upp á sitt allra besta. Bókin byrjar fremur hægt en síðan tekur spennan við og endir bókarinnar er hæfilega hrollvekjandi. Ansi margt í bókinni kemur á óvart og segja má að Nesbø sé í stöðugum leik við lesendur sem geta ekki séð við honum svo slyngur er höfundurinn. Áður en Po- lice kom út gengu miklar sögur um það að nú hygðist Nesbø deyða þessa frægu persónu sína. Gerir hann það í þessari nýju metsölubók? Hér skal ekkert látið uppi um það en óhætt er að mæla með Police sem er örugglega meðal bestu bóka höfundarins. Hún er full af óvænt- um atvikum, og ansi hrollvekjandi á köfl- um en þar glittir einnig í sérstaka gerð af húmor. Orðanna hljóðan DEYR SÖGU- HETJAN? Jo Nesbø bregst ekki. Police er ný bók um Harry Hole. S krímslið litla systir mín er ný barnabók eftir Helgu Arnalds, með myndum eftir Björk Bjarka- dóttur. Bókinni fylgir geisla- diskur með tónlist eftir Eivøru Pálsdóttur og þar er einnig upplestur Helgu á sögunni. „Ég er óskaplega ánægð, þetta er eins og að eignast barn,“ segir Helga um þessa fyrstu bók sína sem byggist á samnefndri leiksýningu eftir hana og Charlotte Bøving en sú sýning hlaut Grímuverðlaunin sem besta barnasýningin árið 2012. „Við Char- lotte Bøving unnum þá sýningu saman og hún fjallaði um dreng sem eignast litla syst- ur sem reyndist vera skrímsli. Það var í rauninni sonur minn sem færði okkur Charl- otte söguefnið því þegar hann var að fara að eignast litla systur sagði hann mér sögu um strák sem eignaðist litla systur sem reyndist vera skrímsli og borðaði mömmuna og pabb- ann. Ég er lærður myndlistarmaður en hef unnið í brúðuleikhúsi í mörg ár. Þessi sýning var fyrsta leiksýningin sem ég gerði eftir að ég útskrifaðist úr Listaháskólanum. Í sýn- ingunni notaði ég sérstaka aðferð sem bygg- ist á því að spinna með efni. Við sköpuðum alla sýninguna úr pappír. Ég er eini leik- arinn í sýningunni, er sögumaður og skapa persónur og sviðsmynd úr pappír fyrir fram- an augu áhorfenda. Eivør Pálsdóttir samdi svo yndislega fallega tónlist við leikritið og okkur langaði til að gefa tónlistina út en þar var ekki nóg efni á heilan disk svo við ákváðum að búa til bók og láta geisladisk með tónlistinni fylgja með ásamt upplestri mínum. Ég skrifaði fyrst söguna og Björk Bjarkadóttir gerði síðan myndirnar, sem ég er mjög ánægð með. Mér finnst þetta vera orðinn alveg frábær lítill gullmoli sem er í raun alveg óháður sýningunni.“ Sagan fjallar um ungan dreng sem skilur ekkert í því að fullorðna fólkið skuli ekki sjá að nýfædd systir hans er skrímsli. „Það að eignast lítið systkini er stórkostlega mikið mál, sumum krökkum finnst það alls ekki gaman en það er eins og það sé ekki talið æskilegt að ræða það,“ segir Helga. „Það er auðvitað alveg bannað að segja að manni finnist litla systir alls ekkert sæt eða að manni finnist ekkert spennandi við að verða stóri bróðir eða systir. Sögur geta virkað sem sálgæsla fyrir börn. Þau sækja oft í sögur sem fjalla um það sem þau sjálf eru að takast á við. Þeim finnst allt vera sér að kenna af því þau eru jú miðpunktur alheims- ins og þess vegna fá þau sektarkennd þegar þau hugsa hugsanir sem ekki má tala um. Ég hef fundið á þeim krökkum sem hafa séð leiksýninguna að þau tengja vel við þetta efni. Það er stundum eins og þeim létti við að uppgötva að einhver hugsar eins og þau og ég vona að það geri einnig börnin sem lesa bókina. Drengurinn í bókinni lendir í ævintýrum með litlu systur sinni og þá kynnast þau betur og um leið sér hann að hún hefur ýmsa aðra eiginleika en bara að skemma dótið hans og öskra og æpa. Þá fer hún að smjúga inn í hjarta hans og á end- anum er hann orðinn sáttur við þetta litla skrímsli.“ Helga hefur farið með leiksýninguna til Kanada og Norðurlandanna og er nú á leið til Færeyja en bókin kemur líka út á fær- eysku. „Við munum koma fram á bókamessu sem verður í Norðurlandahúsinu. Eivør verður með barnatónleika og leiksýningin verður á undan og eftir tónleikunum. Eivør verður einnig með tónleika fyrir börn í Þjóð- menningarhúsinu 3. nóvember. Þar er ein- mitt verið að opna sýningu núna um helgina á myndunum úr bókinni eftir Björk,“ segir Helga, sem segist vera langt komin með aðra barnabók sem hún hyggst myndskreyta sjálf. DRENGUR SEM ÁTTI VON Á LÍTILLI SYSTUR GAF MÓÐUR SINNI SÖGUEFNI Efni sem börn tengja við „Sögur geta virkað sem sálgæsla fyrir börn. Þau sækja oft í sögur sem eru að fjalla um það sem þau sjálf eru að takast á við,“ segir Helga Arnalds sem hefur skrifað fyrstu barnabók sína. Morgunblaðið/Árni Sæberg HELGA ARNALDS ER HÖFUNDUR NÝRRAR BARNABÓKAR, SKRÍMSLIÐ LITLA SYSTIR MÍN, SEM UPPHAF- LEGA VAR LEIKRIT. Í dag eru listaverkabækur og kokkabækur mínar ær og kýr en þegar kemur að fagurbókmenntum kemur Halldór Laxness fyrst upp í hugann. Laxness var snillingur og það er ekki auðvelt að velja uppáhaldsbók eftir hann, en ég held mest upp á Heimsljós. Fjölskylda min átti stóran hlut í bókabúð Snæbjarnar og síðustu árin sem búðin var opin var Laxness fenginn til að mæta fyrir jól og árita bækur sínar. Ég eyddi megninu af laununum mínum fyrir jólin til að kaupa bækur eftir Laxness og fékk hann til að árita þær og skrifa nafnið mitt í þær. Hann spurði mig: Á ég að skrifa: Pétur Gautur á þessa bók? Það hljómar vel, sagði ég. Ég bað hann líka að skrifa ártalið og á hverju einasta ári spurði hann: Hvaða ár er í dag? Ég las á tímabili þó nokkuð eftir Þórberg Þórðarson, en hann var svo duglegur að svívirða hægrimenn að ég hugsaði með mér: Þessu nenni ég ekki! Sennilega var Þórbergur snillingur, en ég hef lítið lesið eftir hann seinni árin. Eins og svo margir aðrir les ég reyfara, þá aðallega í sumarfríum, en verð alltof oft fyrir vonbrigðum. Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown ríghélt mér á sínum tíma. Jo Nesbø er góður spennusagna- höfundur og ég var mjög hrifinn af Hausaveiðurunum og Snjó- kallinn var líka ágæt bók. Þó má segja að mitt uppáhald sé að hlusta á höfunda lesa upp bæk- ur sínar og ég mála á meðan. Einar Kára er þar í einstöku uppáhaldi. Ég mála eins og fjandinn þegar hann er að lesa upp. Einnig er nafni hanns Einar Már frábær. Og ekki gleyma mínum gamla kennara Birni Th. Björnssyni, mikill snillingur. Eitthvað alveg magnað þegar hann les upp. Svo eigum við nokkra mjög flotta leikara sem unun er að hlusta á. Þar eru Hjalti Rögnvaldsson og Sigurður Skúla fremstir meðal jafningja. Einnig Kristbjörg Kjeld, Lolla vinkona, Rúnar Freyr (ógleymanlegt þegar hann las upp Undarlegt hátt- erni hunds um nótt á RÚV) og ekki má gleyma Val Frey sem ný- lega las útvarpssöguna á RÚV. Allt fantaflottir upplesarar … Í UPPÁHALDI PÉTUR GAUTUR LISTMÁLARI Pétur Gautur hlustar á upplestur Einars Kárasonar meðan hann málar. Morgunblaðið/Eggert Einar Kárason 56 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28.9. 2013 BÓK VIKUNNAR Furðulegt háttalag hunds um nótt eftir Mark Haddon hefur verið endurútgefin í kilju. Bók sem er mik- ill unaðslestur og á skilið allt það hrós sem hún hefur fengið. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.