Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 47
28.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 47 Ég er óskaplega þakklát, þaðsnertir mig að fólk skulihugsa svona fallega til mín,“ segir Gerður G. Bjarklind. Hin geð- þekka fyrrverandi útvarpskona var langoftast nefnd til sögunnar hjá þeim 50 álitsgjöfum Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins sem beðnir voru um að velja þær raddir sem falla þeim best í geð. Og það þótt hún hafi kvatt útvarpið fyrir um einu og hálfu ári og því ekki talað til landsmanna um þó nokkurt skeið. Gerður hafði þá starfað hjá Ríkisútvarpinu í tæp- lega 40 ár sem útvarpsþulur auk þess sem hún hafði umsjón með hin- um vinsælu útvarpsþáttum Lög unga fólksins og Óskastundinni. Naut Gerður leiðsagnar við fram- sögn og raddbeitingu? „Nei, ég var nú alveg upp á sjálfa mig komin í út- varpinu þótt ég hefði reyndar verið í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavík- ur. Það var frekar að það væri hnýtt í mann, þannig að manni gat hrein- lega liðið illa, og á þeim árum var frekar lítið um uppbyggilega gagn- rýni, það tíðkaðist bara ekki að fólki væri hrósað. En þetta var bara svona. Ég hugsa að það hefði hrein- lega liðið yfir mann ef einhver hefði komið með eitthvað mannlegt og uppbyggilegt.“ Gerður hóf störf á auglýsingadeild- inni og þegar hún hafði starfað þar í um tvö ár bað Guðmundur Jónsson, óperusöngvari og þáverandi fram- kvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, hana um að taka að sér Lög unga fólks- ins. Hún segir að þegar hún hafi verið orðin öruggari með sig hafi hún reyndar gjarnan spurt Guð- mund ráða. „Ég áleit hann snarvitlausan að detta þetta í hug. Ég skrifaði bara auglýsingar og útvarp og fólkið sem sá um þá þætti var í mínum huga hafið hátt yfir mig.“ Þrátt fyrir að vera hætt kemur Gerður ekki inn í verslun öðruvísi en fólk kveiki strax þegar hún talar. „Æ, hvað er gaman að sjá þig og svona líturðu þá út,“ heyri ég gjarn- an og þykir vænt um. En það má nefna í sambandi við það að tala að það tekur fyrir röddina að þroskast ogþetta heyrirðu söngvara segja. Þetta gerist má segja allt í einu að maður finnur til öryggis og getur gert þetta án þess að það sé nokkur áreynsla; þetta bara rennur. Það skiptir miklu máli að láta sér líða vel þegar maður talar og ekki vera á útopnu eða standa á öndinni. Það er líka mikilvægt að hafa einhvern í huga sem þú ert að tala við, þá ertu ekki einn og það er líka þægilegt og gott. Um leið og þú færð góða strauma þá eru allir vegir færir.“ Frekar að það væri hnýtt í mann „Það tekur tíma fyrir röddina að þroskast,“ segir Gerður G. Bjarklind. Morgunblaðið/Ómar Bæði Gerður og Broddi eru mjög skýr-mælt og kunna að nota þagnir. Radd-ir þeirra beggja eru blæbrigðaríkar, en á þessi litbrigði getur stundum skort hjá þeim sem tala opinberlega, ekki síst þegar farið er með tilbúinn texta, og þau virðast afslöppuð,“ segir Valdís Arnardóttir radd- kennari um raddir þeirrar konu og þess karlmanns sem sköruðu fram úr í vali á fal- legustu röddunum; Gerðar G. Bjarklind og Brodda Broddasonar. „Rödd Brodda er djúp og svolítið hrjúf og það er þessi vissi hrjúfleiki sem ég held kannski að geri hans rödd eftirminnilega og rödd Gerðar hefur mýkt og svolítinn söngl- anda. Tjáning þeirra beggja er lifandi og eðlileg, en stundum má greina vissa tilgerð hjá fólki sem les í útvarpi og sjónvarpi. Þá verða raddirnar oft fremur eintóna eða mónótónískar, því þótt það megi kannski greina blæbrigði í þeim eru það tilbúin blæ- brigði sem hljóma ekki eðlilega.“ Tónninn drýpur Valdís segir að bæði Broddi og Gerður búi yfir þeim eiginleikum að draga hlustandann að viðtækinu og láta honum líða vel. Það einkenni lestur þeirra beggja að í upphafi frásagnar sé sleginn nýr tónn. „Maður heyrir það og sé setningin löng halda þau tóninum uppi, hækka hann jafnvel örlítið og við lok setninga drýpur tónninn örlítið og þannig vita hlustendur að setningu er lokið. Þetta gera þau á fínlegan hátt og ég held að það veiti hlustendum ákveðna öryggiskennd að finna fyrir þessum „strúktúr“ í lestr- inum.“ Til eru aðferðir sem notaðar eru við radd- greiningu og hægt er að skoða hvað liggur líffræðilega að baki raddbeitingu og þar með þeim hljómi sem rödd einstaklingsins hefur og það sama má segja um framsögnina. Þetta gera fagaðilar í misjöfnum tilgangi. Fólk í Valdísar fagi notar tæknina til þess að leiðbeina einstaklingum sem vilja eða þurfa að bæta raddbeitingu sína og/eða framsögn starfs síns vegna, en talmeina- fræðingar og læknar skoða og vinna með raddmein. Aðrar fagstéttir sem þurfa að hafa mikla þekkingu á rödd eru til dæmis leikarar, því ef leikarar vilja til að mynda breyta rödd sinni fyrir hlutverk er gott fyrir þá að vita hvað liggur að baki hljóðmynd- uninni svo þeir geti skapað karakter með rödd sem er ólík þeirra eigin, án þess þó að skaða eða þreyta sína eigin rödd. Góð tækni á sviði raddbeitingar gefur fólki svigrúm til sköpunar. „Það er hægt að brjóta framburðinn hljóð- fræðilega niður og nota greiningartækni til þess að lýsa einstökum eiginleikum radd- arinnar, en svo getur fólk orðið ósammála þegar það þarf að lýsa rödd í heild sinni því þá er það oft persónubundið álit fólks sem getur staðið í vegi fyrir hlutlausu mati. Þannig að skilgreining á rödd, að minnsta kosti það hvort rödd er falleg, er mjög oft lituð af smekk fólks.“ Nefmælt fólk stundum sagt vont En hvað er það sem gerir rödd óáheyrilega? „Rödd sem einhverjum þykir óþægileg eða óáheyrileg gæti verið rödd sem er mjög ein- tóna, þar sem fáir tónar eru notaðir og lítið um blæbrigði. Það er kannski hægt að líkja því við það að vera lengi í bifreið sem keyrir alltaf á þrjátíu. Maður getur ímyndað sér slíka ferð, maður yrði fljótt leiður og færi að hugsa um eitthvað annað. Oftast missir fólk þráðinn við að hlusta á mjög eintóna tal, þar sem lítil blæbrigði eru í tón og hrynjandi. Hins vegar getur það þjónað tilgangi að beita röddinni þannig, eins og ef maður vildi róa, sefa eða svæfa einhvern og dáleiðarar nota gjarnan eintóna tal. Þá má líka nefna raddir sem eru mjög spenntar en þær raddir geta orðið mjög háar bæði í tónhæð og hljóðstyrk. Börn gætu lýst þessum röddum sem vondum eða skrækum því þær verða hvellar og háar og það einkennir meðal ann- ars raddir sem óþægilegt er að hlusta á og eiga líka á hættu að verða fyrir skaða. Þá má einnig nefna að nefmælgi fer oft illa í fólk enda fylgir nefmælgi hvellur hljómur í röddinni sem oft er frekar ósjarmerandi, en sem berst vel í stóru rými og getur þar með þjónað tilgangi við viss tækifæri.“ Þetta segir raddsérfræðingurinn Valdís Arnardóttir segir að það sem Broddi Broddason og Gerður G. Bjarklind hafi fram yfir marga þuli í sjónvarpi og útvarpi séu eðlileg blæ- brigði en oft hættir fólki til að vera með form- úlukennd blæbrigði í lestri. Morgunblaðið/Rósa Braga Arngrímur F. Haraldsson verkefnastjóri Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur Bergþóra Magnúsdóttir búningahönnuður Birna Anna Björnsdóttir rithöfundur Bjarni Baldvinsson töframaður Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona Eiður Svanberg Guðnason fyrrverandi sendiherra, ráðherra og fjölmiðlamaður Elva Dögg Melsteð skipulagsstjóri Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra Fjalar Þorgeirsson íþróttamaður Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri Greipur Gíslason viðburðastjóri Grétar S. Sigurðarson íþróttamaður Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Gunnar Hansson leikari Hjörtur Hjartarson fréttamaður Hulda Þórisdóttir sálfræðingur Iðunn Steinsdóttir rithöfundur Jóhannes „Jói“ Ásbjörnsson Hamborgarafabrikunni Jón Gunnar Geirdal markaðsmaður Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi Jón Axel Ólafsson útgefandi Jón Jósep Snæbjörnsson tónlistarmaður Jónas Þórir Þórsson orgelleikari Kristjana Stefánsdóttir djasssöngkona Kristófer Dignus kvikmyndaleikstjóri Linda Vilhjálmsdóttir rithöfundur Oddgeir Einarsson lögfræðingur Óttar Guðnason kvikmyndatökumaður Margrét Pála Ólafsdóttir hugmyndasmiður Hjallastefnunnar Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóri Ragnheiður Gröndal tónlistarkona Richard Scobie kvikmyndagerðarmaður Salka Guðmundsdóttir skáld og þýðandi Sesselja Thorberg innanhússráðgjafi Sigríður Ásta Árnadóttir textílhönnuður Sigríður Heimisdóttir iðnhönnuður Sigríður Víðis Jónsdóttir kynningarstjóri og fjölmiðla- fulltrúi UNICEF Sigurjón Kjartansson gamanleikari og handritshöf- undur Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri Skjöldur Sigurjónsson stórkaupmaður Unnur Eggertsdóttir söngkona Úlfur Eldjárn tónskáld Vala Matthíasdóttir fjölmiðlakona Vera Sölvadóttir kvikmyndaleikstjóri Viðar Eggertsson leikstjóri Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri og fyrrv. stjórnandi Listahátíðar Örlygur Smári tónlistarmaður LISTI ÁLITSGJAFA Þegar hefja á vinnu með röddina er gott að teygja á vöðvum og hita röddina. Hér eru nokkur grunn- atriði góðrar raddbeitingar sem Valdís Arnar- dóttir raddkennari tíndi saman, bæði er varða rétta líkamsstöðu og öndun. Nánari leiðbeiningar má finna inni á vefsíðunni rodd.is.  Standið með fætur aðeins í sundur.  Festið ekki hnén í liðnum. Þau eiga að geta rokk- að aðeins til.  Festið ekki mjaðmir. Leitið eftir að ekki hvíli spenna í þeim með því að hreyfa þær aðeins til.  Mjaðmagrind á að vera í réttstöðu, hvorki vísa fram eða aftur. Lyftið höndum eins hátt til lofts og þið getið og haldið þeim þannig í um það bil hálfa mínútu. Þessi æfing teygir á mitti og réttir brjóstkassa. Þar með gerir hún öndun auðveldari  Geispið alltaf þegar þið hafið þörf fyrir það. Það er vandamál þess sem er að tala hvort hann/hún tekur það til sín. NOKKRAR ÆFINGAR FYRIR RÖDDINA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.