Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 24
*Heimili og hönnunFimm manna fjölskylda hefur komið sér vel fyrir í bjartri og líflegri íbúð í Vesturbænum »26 M eistaramánunuður er að fara af stað 1. október, þriðja árið í röð. Þetta er nokkurskonar þjóðar- átak sem öllum er frjálst að taka þátt í. Með átakinu er fólk hvatt til að skora sjálft sig á hólm með til dæmis hollu mat- aræði, hreyfingu og heilsusamlegra líferni. Markmið Meistaramánaðar er að vera meistari eigin lífs. Vöruhönnuðurinn Harpa Björnsdóttir tók þátt í Meistaramánuði í október síðastliðnum og ögraði sjálfri sér með því að teikna mynd á dag og í kjölfarið birta myndirnar á netinu. „Í lok mánaðarins eftir að hafa fengið miklar og jákvæðar undirtektir netáhorfenda ákvað ég að setja upp sýningu á verkunum,“ segir Harpa en verkin eru nú til sölu og sýnis í versluninni GK Reykjavík á Laugavegi 66. Myndirnar mynda eitt heildstætt verk sem er nokkurskonar dagbók listamannsins og inn- blásturinn er hver dagur fyrir sig. Harpa vinn- ur aðallega með margskonar túss, vatnsliti og blýanta í verkunum sínum. Hvenær fékkstu áhuga á teikningu? „Ég var alltaf teiknandi sem barn og gat setið tímunum saman við að teikna. Ég gleymdi mér alveg í þessum heimi og yfirleitt voru miklar pælingar á bak við hverja mynd. Ég hafði mikið úthald í að nostra við hluti og hætti ekki fyrr en ég varð ánægð með útkom- una. Ég hef farið á nokkur teikninámskeið, meðal annars var ég í módelteikningu í FB og í Iðnskólanum og á ég það enn til að gleyma mér algjörlega í þessum heimi. Þegar ég sótti um í Listaháskóla Íslands voru eiginlega bara teikningar í möppunni minni og var ég mjög hissa að komast inn í vöruhönnun nánast ein- göngu vegna teikninga.“ Er einhver sérstök aðferð sem þú notar við teikningu? „Hausinn á mér er iðulega á fullu og mér finnst ég alltaf vera að fá hugmyndir að ein- hverju sniðugu. Ég byrja yfirleitt á því að skrifa niður það sem ég er að hugsa og vinn síðan út frá því. Ég skrifa mikið í verkin mín, oft það sem ég er að hugsa, stundum texta úr lagi sem ég er með á heilanum, orð sem mér finnst skrítin eða ljóð sem hafa haft áhrif á mig. Textarnir sjást ekkert endilega í mynd- unum enda falla þeir oft inn í teikninguna. Ég las ljóðabókina „Það sem ég hefði átt að segja næst – þráhyggjusögur“ eftir Ingunni Snædal og hef verið að teikna út frá ljóðunum hennar þessa dagana.“ Áttu þér uppáhaldsteiknara? „Ég fylgist mikið með öðrum listamönnum og er Ísak Óli í miklu uppáhaldi núna. Hann er einstaklega góður í að gera myndir af teikni- myndafígúrum og nær þeim óútskýranlega vel. Hefur þú meðvitað þróað þinn teiknistíl? „Ég held ekki, nema bara með æfingu. Þeg- ar maður hefur löngun til að verða betri í því sem maður er góður í og sýnir því þolinmæði þá er gaman. Stíllinn þróast svo bara með æf- ingunni. Það er mjög gaman að skoða gamlar teikningar og sjá hvernig stíllinn hefur breyst og þróast.“ Hvað er skemmtilegast við teikningu? „Teikning er eins og spa, afslappandi eins og heitur pottur, hressandi eins og jarðarberja- sturta, stressandi en góð eftir á eins og kaldi balinn, hreinsandi og endurnærandi eins og gufa. Ef maður nær öllum þessum skala, þá er- um við að tala um meistaraverk sjáðu til og þá er skemmtilegt.“ Telur þú teikningu vera visst tjáningarform? „Já, mér finnst ég geta tjáð mig í gegnum verkin mín og tengi oft teikningarnar mínar við viss tímabil í lífi mínu. Svo getur áhorfandinn auðvitað túlkað verkin á allt annan hátt. Ég hef líka áhuga á listmeðferðarfræði og finnst mér sú fræðigræn vanmetin. Mér finnst svo merkilegt að hægt sé að hjálpa fólki að tjá tilfinningar sínar og hugarheim gegnum mynd- ræna nálgun án orða og skilja þannig sjálft sig betur.“ Meistaramánuður hefst þiðjudaginn 1. októ- ber og hægt er að fylgjast með meist- araverkum Hörpu á www.behance.net/harpabj. Þeim sem vilja kynna sér Meistaramánuð betur og jafnvel skrá sig til leiks er bent á vef- síðuna www.meistaramánuður.is. Harpa tileinkaði móður sinni, Guðrúnu V. Stefánsdóttur, þessa mynd en hún á afmæli 1. október. Myndin er unnin með tússi og vatnslitum. Þessa skemmtilegu mynd gerði Harpa á þvottadegi þegar hún fann enga samstæða sokka. Teikning er eins og spa HARPA BJÖRNSDÓTTIR FÓR AÐRA LEIÐ EN FLESTIR Í ÁTAKINU MEIST- ARAMÁNUÐI Í FYRRA OG SETTI SÉR ÞAU MARKMIÐ AÐ TEIKNA MYND Á DAG Í MÁNUÐ. VERKIN BÁRU HEITIÐ MEISTARAVERK OG BÝR HARPA SIG NÚ UNDIR AÐ ENDURTAKA MEISTARAMÁNUÐ, SEM HEFST 1. OKTÓBER, MEÐ SERÍUNNI MEISTARAVERK TVÖ. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Harpa Björnsdóttir leggur yfirleitt stofuna undir sig heima hjá sér þegar hún vinnur að teikning- unum enda margir pennar, blýantar, blöð og úrklippur sem hún notar við verkin sín. Morgunblaðið/Golli Myndir Hörpu endurspegla tilfinningar og ástand og eru nokkurskonar dagbók listamannsins. Myndin er tileinkuð Emblu Einarsdóttur, dóttur Hörpu, sem varð átta ára í október. Loftbelgirnir mynda margar áttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.