Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 55
28.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 55 Nú gefst Íslendingum einstakt tækifæri til að upplifa töfra og tötra Indlands í tveggja vikna ferð dagana 5. til 19. janúar 2014. Með aðstoð innlendra fararstjóra verður gefin innsýn í aðstæður Indversks almennings, matargerð, menningu og trú sem mótast hefur í flóknu samspili um aldir. Heimsóttar verða sex borgir, merkir staðir skoðaðir og efnt til samtals við heimamenn. Verð á mann er kr. 436 þúsund og miðað er við tvo í herbergi. Kynningarfundir verða í: • Safnaðarheimili Laugarneskirkju 29. sept. kl. 12:30 • Safnaðarheimili Vídalínskirkju 30. sept. kl. 18:00 Nánari upplýsingar: www.facebook.com/totrarogtofrar Íslenskir fararstjórar verða bræðurnir Bjarni Karlsson prestur og Hróbjartur Darri Karlsson hjartalæknir. V íkurbúar halda á hverju hausti sína eig- in listahátíð, Regn- boginn – list í fögru umhverfi, þar sem heimamenn láta ljós sitt skína gegnum myndlist, handverk, spil og söng. Einnig er gestum boðið að taka þátt og þá spillir ekki fyrir ef viðfangsefnin tengjast Mýrdaln- um á einhvern hátt. Í ár kemur einn listamannanna alla leið frá Rússlandi til að setja upp ljósmyndasýningu víðs vegar um Víkurþorp meðan á hátíðinni stendur. Sá norðurljósin fyrst í Vík „Síðastliðinn vetur, þegar ég heim- sótti Ísland annað sinn, sýndi Vík mér norðurljósin,“ segir ljósmynd- arinn Varvara Lozenko, sem er heilluð af töfrum tveggja þorpa, í heimalandinu og á Íslandi. Varvara kom fyrst til Víkur fyrir sjö árum. „Ég hafði einsett mér að heimsækja nyrsta stað Íslands, Grímsey, og svo þann syðsta. Það voru sumarsólstöður þegar ég kom til Víkur, 21. júní 2007, og brekk- urnar í kringum þorpið flóðu í bláum og fjólubláum lúpínubreið- um. Það var albjart klukkan tvö að nóttu, jafnvel þótt sólarljósið næði ekki til þorpsins vegna fjallanna í kring. Þetta skapaði stórkostlega mjúka lýsingu, þegar birtan dreifð- ist um staðinn og glitraði á sjónum og blandaðist mjúkum bláma frá lúpínunum. Blómabreiðan hreyfðist mjúklega til í vindinum, líkt og andarnir stjórnuðu þeim og síðan þá hefur Vík alltaf verið töfra- staður fyrir mér,“ segir Varvara sem kemur til landsins í tilefni sýningarinnar sem hún heldur í Vík 4.-6. október. Á henni sýnir Varvara listrænar ljósmyndir frá Vík og rússneska þorpinu Izborsk, sem er staðsett um 700 kílómetra norðvestur af Moskvu. „Þar er að finna ýmis undur líka. Í hlíð við þorpið fossar úr tólf lindum og vatnið frá þeim frýs aldrei á veturna. Þær eru kallaðar Postulalindirnar og vatnið talið gera kraftaverk. Rússar koma víðsvegar að á sumrin til að baða sig í fossunum því vatnið á að vera vörn gegn öllum mögulegum sjúk- dómum,“ segir Varvara. „Það sem er líka athyglisvert við Izborsk er að það stendur ekki á flatlendi, eins og stærstur hluti Rússlands. Þar eru fjöll og gljúfur og hlíðar og ef maður fer upp á eitt fjallið hefur maður útsýni allt að 70 kíló- metra í kring. Slíkt er frekar sjaldgæft í Rúss- landi.“ Þorpið Izborsk, sem er í stjórn- arumdæmi borg- arinnar Pskov, er mjög gamalt og eldra en bæði Pskov og Moskva. Það fór að byggjast upp fyrir 1251 ári og talið er að fyrsti konungur Rúss- lands hafi ráðið ríkjum þar. Vík í Mýrdal tók hins vegar ekki að byggjast upp fyrr en um næstsíð- ustu aldamót, sem verslunarstaður enda liggur þorpið við sjó en Izo- borsk er lengst inni í landi. Var- vara segir þorpin tvö þó eiga ým- islegt sameiginlegt. „Fólkið í Vík sækir kirkju reglulega. Ég veit ekki hvort það er vegna þess að sóknarpresturinn þar er ekki ein- ungis prestur heldur drífandi þátt- takandi í samfélaginu, eða vegna þess að Víkurkirkja er svo fag- urfræðilega og menningarlega áhrifamikil. Fólkið í Izborsk er líka kirkjurækið og mjög trúað. Ég hef ekki rekist á jafn andlega sinn- að samfélag neins staðar annars staðar. Þetta fólk þekkir þakklæti, það lifir í stöðugu samneyti við Guð enda er þorpið krökkt af kirkjuhúsum, það eru alls 12 kirkjur, kapellur og dómkirkjur í þessu litla þorpi. Og engri þeirra var lokað á tímum Sovétríkjanna sem er í sjálfu sér stórmerkilegt, þegar landið var opinberlega trú- laust. Náttúran er líka stórbrotin við bæði þorpin og þar sem Iz- borsk liggur mjög norðarlega eru þar einnig bjartar nætur á sumrin, þó ekki eins ríkjandi og á Ísland.“ Ljósmyndun hefur græðandi áhrif Varvara lagði stund á listfræði og málvísindi og er mikil málamann- eskja. Hún tekur bæði ljósmyndir og smíðar texta en helstu viðfangs- efni hennar í listinni eru náttúran og mannlegi þátturinn. Hún segist trúa því að fegurðin í listrænni ljósmyndun geti haft græðandi áhrif, öfugt við áhrif blaða- ljósmyndunar sem sé ríkjandi í nú- tímasamfélagi. „Ég reyni að sýna að það að lifa í sátt við náttúruna og að lifa í sátt við Guð er meira og minna sami hlutur. Og að fólk í borgum megi læra margt af fólki sem býr í þorpum, hvort sem er á Íslandi, í Rússlandi eða Suður- Pakistan. Fólk í borgum er að missa vitið, meir og meir á hverj- um degi eftir því sem bílunum fjölgar, og skrifstofum, verslunum, háhýsum, sjónvarpsrásum og hót- elum. Hvað ef plánetuna vantar þetta ekkert? Hvað ef plánetunni er alveg sama þótt enn ein sinfóní- an sé samin eða enn einn við- skiptasamningur undirritaður? Hvað ef Guð vill bara að við sitjum kyrr og hlustum á ölduniðinn? Sýningin mín svarar ekki neinum þessarra spurninga en hvetur fólk vonandi til að spyrja sig þeirra.“ RÚSSNESKUR LJÓSMYNDARI Í VÍK Tvö töfraþorp LISTAHÁTÍÐIN REGN- BOGINN - LIST Í FÖGRU UMHVERFI ER HALDIN Í VÍK Í MÝRDAL HELGINA 4.-6. OKTÓBER. EINN SÝNENDA KEMUR ALLA LEIÐ FRÁ RÚSSLANDI. Texti: Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com Myndir: Varvara Lozenko Vetur í Vík: Varvara hefur dvalið í þorpinu tvisvar, bæði að sumri og vetrarlagi og skoðað mannlífið, náttúruna og mannanna verk þar með grandvörum aug- um gestsins. Mannlífið í Izborsk: Alexandra er kirkjuvörður í St. Nicholas dómkirkjunni, sem hún getur fylgst með út um eldhúsgluggann heima hjá sér. Öðru hvoru rýkur hún upp frá eldhúsborðinu til að líta til með gestum í kirkjunni eða selja þeim kerti. Varvara Lozenko *"Víkurkirkjaer svo fag-urfræðilega og menningarlega áhrifamikil."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.