Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 57
28.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 57 Rachel Joyce sló eftirminnilega í gegn með fyrstu skáldsögu sinni Hinni ótrúlegu pílagríms- göngu Harolds Fry. Hún fylgir þeirri bók eftir með annarri stórgóðri skáldsögu, Árið sem tvær sekúndur bættust við tím- ann. Móðir Byrons lendir í árekstri sem hefur örlagarík áhrif á líf fjölskyldunnar. Joyce á mjög gott með að skapa per- sónur sem lesandinn lætur sér annt um og stíll hennar ein- kennist af áreynsluleysi. Hér er fjallað um sorg og missi og valdabaráttu í samskiptum fólks. En eins og í Pílagríms- göngunni endar bókin á bjart- sýnum nótum. Fallega skrifuð bók, spennandi og full af seið- andi trega. Seiðandi tregi í góðri bók Bækur um heilsu og heilsusamlegt líferni hafa notið mikilla vin- sælda á síðustu árum. Nú eru komnar út tvær bækur í kilju um mikilvægi D-vítamíns og þær munu örugglega rata til sinna. Önnur bókin kemur út hjá Vöku-Helgafelli, er eftir Sorom Khalsa og nefnist D-vítamínbylt- ingin – Hvernig máttur þessa undraverða vítamíns getur breytt lífi þínu. Í bókinni, sem Berg- steinn Sigurðsson þýddi, greinir Khalsa frá afleiðingum D-vítamínskorts og deilir einnig eigin reynslu af læknastofu sinni. Hin bókin kemur út hjá Sölku og nefnist D-vítamín – Fjörefni sólarljóssins og er eftir Zoltan P. Rona og Jón H. Karlsson íslenskaði. Þarna segir höfundur frá gagnsemi D- vítamíns, áhrifum þess á líkamsstarfsemina, hvaða vandamál geta skapast af því og hvernig hægt er að bæta heilsuna með D-vítamíni. Rannsóknir sýna að Íslendingar fá ekki nægilegt D-vítamín, en ýmis veikindi og kvillar hafa verið tengd skorti á þessu mjög svo mikilvæga vítamíni. Umræðan um ágæti D-vítamíns hefur verið ansi öflug á allra síðustu árum og báðar þessar bækur eru gott innlegg í þá umræðu. SKAMMTAR AF D-VÍTAMÍNI FYRIR ÍSLENSKT HAUST OG VETUR Tvær bækur um mikilvægi D-vítamíns eru komnar út. Tvær afar skemmtilegar bækur fyrir fróðleiksfúsa krakka eru komnar út. Í Viltu vita meira um líkamann? fá krakkar svör við ýms- um spurningum um líkamann eins og þeim hver sé stærsti vöðvinn og af hverju við öndum hraðar þegar við hlaup- um. Í bókinni eru fjölmargar myndir sem eru bæði upp- lýsandi og skemmtilegar og meira en 100 flipar til að lyfta. Haukur Heiðar Hauksson læknir þýðir. Í bókinni Viltu vita meira um himingeiminn? fá börn meðal annars að vita hvernig tunglið varð til og af hverju stjörnurnar skína. Í bókinni eru svo rúmlega 70 flipar til að lyfta og bak við þá er ýmislegt fróðlegt að finna. Stórskemmtilegar myndir bókarinnar tengjast vit- anlega himingeimnum. Sverrir Guðmundsson og Sævar Helgi Bragason, ritstjórar hjá Stjörnufræðivefnum, veittu ráðgjöf við þýðingu. Þetta eru hinar ágætustu bækur í góðu broti sem geyma mikinn fróðleik. Börn ættu auð- veldlega að geta gleymt sér í þeim. BÆKUR FYRIR FRÓÐLEIKSFÚSA KRAKKA Tvær fróðlegar og skemmtilegar bækur fyrir krakka. Þorsteinn frá Hamri hefur sent frá sér nýja ljóðabók sem nefnist Skessukatlar. Þetta er einstaklega falleg ljóðabók, bæði hvað varðar innihald og útlit. Ljóð Þorsteins eru öguð og hugsun hans er djúpvitur. Lesendum er ráðlagt að vera ekkert að flýta sér við lestur þessarar bókar heldur lesa hægt og njóta. Og það er sannarlega margs að njóta í þessari góðu ljóðabók sem ljóðaunnendur verða að eign- ast. Djúpvitur hugsun í ög- uðum ljóðum Fjör í fjöl- breyttri bóka- útgáfu NÝJAR BÆKUR ÞAÐ ER ANSI MIKIÐ FJÖR Í BÓKAÚTGÁFUNNI ÞESSAR VIKURNAR OG FJÖLBREYTNIN ER MIKIL. METSÖLULISTINN EINKENNIST NOKKUÐ AF LÍFS- STÍLSBÓKUM; MATUR, HEIMILI OG HANNYRÐIR. SKÁLDVERKIN ERU ÞÓ VITANLEGA Á SÍNUM STAÐ OG LJÓÐAUNNENDUR MEGA EKKI MISSA AF LJÓÐABÓK ÞORSTEINS FRÁ HAMRI. Búlgarinn Georgi Gospodinov er höfundur bókarinnar Náttúruleg skáldsaga sem hefur komið út á átján tungumálum og fengið góðar viðtökur. Ekki er auðvelt að lýsa innihaldi bókarinnar í stuttu máli, en höfundur kemur víða við og fjallar meðal annars um klósettferðir og bíómyndir. Þetta er ekki hefðbundin skáldsaga og lesandinn veit aldrei fyrirfram á hverju hann á von. Óvenjuleg skáldsaga Horfin arfleifð eftir Kiran Desai hlaut Booker-verðlaunin árið 2006. Desai, sem kom hingað til lands á Bókmenntahátíð, er yngsta konan sem hefur hlotið Booker-verðlaunin. Saga henn- ar segir frá hópi fólks sem tekst á við aðstæður og framandi menningu, bæði erlendis og í eigin landi. Kjartan Jónsson þýddi verkið sem hlaut afar góða dóma á sínum tíma og vakti mikla athygli. Rómuð Booker- verðlaunabók * Sá sem grætur, honum er lífið einhversvirði. Halldór Laxness BÓKSALA 9.-22. SEPTEMBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Heilsubók Jóhönnu : matur,lífsstíll, sjúkdómar JóhannaVilhjálmsdóttir 2 Íslensk heimili 2007 til 2013Sigríður Elín Ásmundsdóttir ritst. 3 Nýir heilsuréttir fjölskyldunnarBerglind Sigmarsdóttir 4 Hér koma Skoppa og SkrítlaHrefna Hallgrímsdóttir 5 Lág kolvetna ljúfmeti : 100 léttir réttirUlrika Davidsson 6 Lág kolvetna lífsstíllinnGunnar Már Sigfússon 7 Norðurslóðasókn : Ísland ogtækifærin Heiðar Guðjónsson 8 Maður sem heitir OveFredrik Backman 9 Fjörugur dagur : bók með4 fjörugum hljóðum 10 María : heklbókTinna Þórudóttir Þorvaldar Kiljur 1 Maður sem heitir OveFredrik Backman 2 InfernoDan Brown 3 Fórnargjöf MóloksÅsa Larsson 4 LeðurblakanJo Nesbø 5 Týnda dóttirinShilpi Somaya Gowda 6 Áður en ég sofnaS.J.Watson 7 Hin ótrúlega pílagrímsgangaHarolds Fry Rachel Joyce 8 ÚlfshjartaStefán Máni 9 L.e.y.n.d.L. Marie Adeline 10 Krónprinsessan : skáldsagaHanne-Vibeke Holst MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Sjaldan grær gras á almenningsgötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.