Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 37
betri hátalara og svo framvegis. Bili blokkin má einfaldlega skipta um hana. Þannig hleðst rafmagns- ruslið ekki upp eða minna verður af því að minnsta kosti því ekki þarf að henda heilum síma, bara litlum hluta. Hugmyndin er svo yndislega fal- leg að það er í raun ótrúlegt að hún skuli ekki hafa komið upp fyrr. En mun þetta virka? Er þetta hægt? Það er stóra spurningin. Enn sem komið er er Phonebloks bara hugmynd en takmarkið er að setja símann og blokkirnar í fram- leiðslu. Kostnaðurinn er mikill Þeir hjá Adafruit, sem prófa og vita allt um raftæki, framtíð þess og nútíð, segja að hugmyndin sé framkvæmaleg. Rafmagnsverk- fræðingurinn Limor Fried, sem út- skrifaðist frá bandaríska háskól- anum MIT og er einn aðalmað- urinn á bak við Adafruit-síðuna, segir að markaðurinn muni alltaf ráða því hvort síminn kemur í verslanir eða ekki. „Persónulega er ég hrifinn af þessari hugmynd. Að gera minn eigin síma enn persónu- legri og ekki er verra að geta gert við hann sjálfur og bætt hann eftir mínu höfði,“ segir Fried. Hann fór síðan yfir tæknina á bak við sím- ann skref fyrir skref. „Að taka hlut úr sambandi og setja aftur í mun á endanum þreyta tækið. Það kemur málmþreyta í endana en auðvitað verður það prófað áður en síminn kemur á markaðinn. Hver eining yrði líka að vera sér í hugsun en það er lítið mál með nútímatækni. Kostnaðurinn yrði gríðarlegur við hverja blokk og þar með yrði síminn líka mjög dýr. Væntanlega þyrftu þeir að afrita hönnun sem er nú þegar til og fá þar með leyfi frá Samsung og Apple. Það mun kosta þá skildinginn.“ Betri hugmynd en iPhone Það er í raun verkfræðilegt undur að koma öllum þessum tækjum og tólum fyrir í einum snjallsíma. Þó að símarnir séu alltaf að stækka eru þeir alltaf að verða þynnri og léttari. Verkfræðingarnir á bak við sím- ana í dag virðast hafa það mark- mið að koma sem flestu fyrir á einu drifi og þannig er frekar ópraktískt að hafa endurnýjanlegar einingar. Ekki er talið mjög líklegt að Samsung eða Apple vilji stökkva um borð í þessa lest, jafnvel þó að Apple-menn virðist frekar hug- myndasnauðir þessa dagana, ný- búnir að frumsýna enn einn alveg eins iPhone. Hvað sem má segja um iPhone eru þeir samt fallegir að sjá. Phonebloks er það alls ekki. Grár og gugginn og á ekkert skylt við nýbónaða síma í verslunum dagsins í dag. Krossmarkið Phonebloks Eins og er er Phonebloks bara hugmynd en sjö milljónir manna á fyrstu þremur dögunum segja markaðsmönnum að þetta sé kannski eitthvað sniðugt. Þetta er svo sannarlega sniðugt fyrir jörð- ina, svo mikið er víst. Áætlun Hakkens er að fá alla keppinauta til að gera einn síma en hann yrði besti síminn. Til þess þarf hann rétta fólkið, já og ríka fólkið auð- vitað líka. En til að sýna að það sé áhugi fyrir þessum síma þarf rödd heimsins að heyrast. Hvernig lætur maður hana heyrast? Jú í gegnum fésbókina og thunderclap þar sem tekið er á móti frjálsum fram- lögum. 29. október munu síðan allir sem lækuðu síðuna hans Hakkens setja krossmarkið (hashtag) phone- blok á fésbókina eða twitter. Sýna heiminum að það er vilji fyrir því að fá síma sem endist aðeins leng- ur en 18 mánuði. Útskýring á nokkrum helstu tækniblokkunum. Móðurborðið, skjáirnir og aðrir aukahlutir. Hægt er að raða þessu saman að vild. 28.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 37 Byssuleikurinn Jane Wilde gerist í villta vestrinu. Wilde er ráðin sem fógeti og á að skjóta sem flesta, bæði lifandi og dauða. Ekki láta út- litið blekkja því Wilde er grjóthörð og kallar ekki allt ömmu sína. Hún er alveg með starf sitt og skyldur á hreinu. Jane Wilde fær 4,6 stjörnur af fimm mögulegum í Google- búðinni og leikurinn er einnig fáan- legur fyrir Apple-snjalltæki. Jane Wilde-leiknum er hægt að hlaða niður frítt. JANE WILDE Grjótharður armur laganna Period Diary er smáforrit fyrir konur sem vilja skrá niður hvenær þær eru á blæðingum. Smáforritið hentar vel hvort sem konur vilja skrásetja tíðahringinn eða sjá hve- nær frjósemi er mest. Það eina sem notendur kvarta yfir er að það þurfi ekki lykilorð til að skoða það. Hægt er að skrá ýmsar heilsufars- upplýsingar líka. Smáforritið er ókeypis og virkar fyrir bæði Apple- snjalltæki og tæki sem notast við Android-stýrikerfi. PERIOD DIARY Tíðahringur- inn skrásettur Skipulagsforritið Rapid Task er einfaldara en flest önnur álíka forrit því forritið einblínir á hraða í staðinn fyrir ákveðna daga. Einfaldara í notkun en flest önnur. Þetta er frábært fyrir fólk með frestunaráráttu og kemur rútínu á lífið sé það notað af al- vöru. Eini gallinn er að fresta því að skrifa inn hvað maður þarf að gera en það kallast líklega frest- unarárátta. Fæst aðeins fyrir Apple. Skipulag og einfaldleiki RAPID TASK Smáralind | Sími 512 1330 Opið í dag frá 13.00 - 18.00 Ný MacBook Air Allt að 12klst Rafhlöðuending
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.