Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 16
*Fjallagórillum fækkar óðum í heiminum en í þjóðgörðum Úganda njóta þær verndar »18Ferðalög og flakk Þegar ég fékk fyrst að vita að skiptinemafjölskyldan mín byggi á ítölsku eyj- unni Sardeníu, var ég ekki alveg viss um þann stað. Ég var búin að ímynda mér að búa í stórri borg eins og t.d Róm eða Mílanó. Núna þegar ég er komin hingað held ég að ég geti alveg staðfest að ég er algjörlega ástfangin upp fyrir haus af þessari eyju. Ég bý syðst á henni, skammt frá stóra bænum Cagliari. Þar eru milljón æðislegar litlar krúttlegar götur, stútfullar af veitingastöðum, kaffihúsum, fatabúðum & ekki má gleyma ísbúðunum með besta ís í heimi! Ég er enn að átta mig á því að það er að koma október en hér er hitinn um 24 °C alla daga. Á veturna snjóar aldrei & hitinn fer sjaldan undir 17 °C, svo fyrir Íslending að vera hér er bara alltaf sumar. Snilld! Ég fæ 10 mánuði til þess að vera hér, svo ég ætla heldur betur að njóta þess á meðan ég get. Sólveig Helga Þórðardóttir Sólveig Helga í sólinni á Sardeníu, þar sem hún er skiptinemi. Horft yfir Cagliari, eftir fjallgöngu. Hiti og besti ís í heimi Ítalskur ís, klárlega sá besti í heimi. PÓSTKORT F RÁ SARDENÍ U Svifvængjaflug hefur átt vaxandi vinsældum að fagna hér á landi á undanförnumárum og hefur skráðum félagssmönnum í Fisfélagi Reykjavíkur fjölgað umtals-vert. Tímabilið til að stunda þetta áhugamál er engu að síður fremur stutthérlendis og því algengt að iðkendur sæki út fyrir landsteinana þegar kólna tekur. Í tilfelli níu manna hópsins sem fór til Makedóníu í byrjun september, hafði hann heyrt af kjöraðstæðum þar í landi til að stunda þetta áhugamál, enda Make- dónía bæði hæðótt og landlukt. „Hitauppstreymið frá landi, sem svifvængjaflugmenn nota til að hringa sig upp í himininn líkt og fuglarnir, var nánast óáreitt þarna, enda engin hafgola að berjast við- ,“segir viðmælandi Sunnudagsblaðsins og einn meðlimur hópsins. Stóðst Makedónía fyllilega væntingar ferðalanganna og ríflega það en flugsvæði var frábært, heimamenn sérlega gestrisnir, maturinn góður sem og flugveðrið allan tímann. Hópurinn dvaldist að mestu í fjallaþorpinu Krusevo en einnig var áð í nokkra daga við vatnið Ohrid, við öryggisæfingar. Krusevo er fjallaþorp í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Skopje, höf- uðborg Makedóníu. Allir flugu meðlimir hópsins þangað, ýmist í gegnum Lundúni, Kaupmannahöfn eða aðrar borgir, en tengiflug á áfangastað voru allt frá einu og upp í þrjú, eftir því hvernig fólk hafði bókað sig. Ekið var síðan frá Skopje með hópinn upp í fjöllin. Að sögn viðmælanda blaðsins gætti ýmissa áhrifa í Krusevo en þorpið minnti um margt á franskt eða ítalskt Alpaþorp. Heimamenn, sem eru um þrjú þúsund talsins, veittu íslenska hópnum mikla athygli og lögðu sig fram um að taka gestina tali en margir þeirra voru ágætlega máli farnir á ensku. Vakti sérstaka athygli Íslendinganna eitt sinn þegar einn makedónskur herramaður rauk upp til handa og fóta þegar hann heyrði að þeir væru frá Íslandi. „Ah... Reykjavík, Hafnarfjörður, Fram!!“ þuldi mað- urinn upp eins og ekkert væri sjálfsagðara. Nánari athugun leiddi í ljós að ekki hefur síður verið fylgst af ákafa með viðureignum íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Makedóníu þar í landi en hér heima í gegnum tíðina. Að sögn viðmælanda blaðsins kom Makedónía hópnum skemmtilega á óvart og er langt í frá útilokað að aftur verið haldið þangað í sömu erindagjörðum síðar meir. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér svifvængjaflug, sjá nánar www.paragliding.is SVIFVÆNGJAFLUGMENN Á FARALDSFÆTI Í fjöllum Makedóníu MAKEDÓNÍA VERÐUR SEINT TALINN ALGENGUR ÁFANGASTAÐUR Á FERÐALÖGUM ÍSLENDINGA. ÞANGAÐ HÉLT ENGU AÐ SÍÐUR HÓPUR SVIFVÆNGJAFÉLAGA Á DÖGUNUM OG LÉT AFAR VEL AF. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Ljósmynd/Agnar Örn Arason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.