Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28.9. 2013 „Axlalyftur eru fjölbreyttar og skemmti- legar æfingar sem allir ættu að gera reglulega,“ segir íþróttafræðingurinn Fannar Karvel hjá líkamsræktarstöðinni Spörtu. Hann segir að svokölluð Y- axlalyfta sé sérlega mikilvæg fyrir kyrr- setufólk. „Þessi æfing hentar öllum, byrjendum sem og íþróttafólki.“ Tilgangurinn er að virkja og styrkja vöðvana í kringum herða- blöðin sem sjá um stöðugleika í axlagrind- inni. Slíkur styrkur skiptir miklu máli upp á vellíðan í hálsi og herðum og getur því hentað vel fyrir skrifstofufólk. „Æfinguna er hægt að framkvæma hvar sem er og hvenær sem er. Það er mismun- andi hvað hentar hverjum og einum en gott að gera þetta einu sinni til tvisvar í viku, 2-3 sett af 6-8 endurtekningum.“ 1 Passa þarf að þumlar vísi alltaf aftur á við í æf-ingunni. Endurtekið 6-8 sinnum í senn. Ekki reyna að gera hratt heldur huga að líkamsstöðu. Morgunblaðið/Eggert 2 Mikilvægt er að hendur séu beinar ogað axlir lyftist ekki upp í átt að eyrum þegar lófar eru færðir saman framan við bringu. 3 Stattu með fætur saman og rassinn örlítiðaftur. Reyndu að draga herðablöðin saman og örlítið niður á við og myndaðu bókstafinn Y með líkamanum. ÆFING DAGSINS Y-axlalyfta F jöldi fólks notar tölvur og farsíma daglega við leik og störf og óhætt er að segja að sannkölluð sprenging hafi orðið í útbreiðslu slíkra tækja á síð- astliðnum árum. Heilbrigðissérfræðingar víða um heim finna fyrir aukningu í stoð- kerfisvandamálum í kjölfar auk- innar tæknivæðingar og sama þró- un á sér stað hér á landi að mati Jóns. „Þetta er að breytast rosalega mikið á síðustu árum enda eyða margir heilu og hálfu dögunum í að beygja sig yfir tölvur og farsíma,“ segir Jón en hann þarf að takast á við tölvuhálsa á degi hverjum í tengslum við starf sitt sem kíróp- raktor. Hálsinn leitar fram „Hálsinn leitar fram þegar fólk starir á tölvuna og vinnur í síman- um. Þetta raskar eðlilegu jafnvægi líkamans. Í grófum dráttum á sveigjan í hálsinum að endurspegla sveigjuna í mjóbakinu þegar maður horfir á mynd af hryggnum. Í tölvuhálsi er sveigjan í hálsinum hreinlega farin út um þúfur og er í litlu samræmi við mjóbakið. Slík skekkja skapar ýmis vandamál og leiðir af sér mikið álag á axlir og bak ásamt því að valda höf- uðverkjum og bólgum.“ Það er mikilvægt að draga úr tölvu- og farsímanotkun að mati Jóns og rétta almennilega úr lík- amanum í hversdagslegu lífi. „Þjóðfélagið er orðið gegnsýrt af þessari tækni og sumir fara beint úr tölvunni yfir í símann án þess að rétta úr líkamanum á milli.“ Hann segir mikla þörf vera til staðar fyrir vitundarvakningu um þetta vandamál og bendir m.a. á forvarnargildi þess að fræða unga menntskælinga um mikilvægi þess að sitja rétt og líta reglulega upp frá tölvunni. Tölvuháls eftir fermingu „Ég finn mikið fyrir þessari þróun hjá ungmennum en þau alast mörg hver upp í þessu og byrja í tölvunni ung að árum. Sumir krakkar eru jafnvel í marga klukkutíma á dag í tölvuleikjum. Ég hef fengið marga krakka hingað inn með allskonar einkenni á borð við höfuðverki, bak- verki og hálsverki sem rekja má beint til tölvu- og farsímanotkunar.“ Hann segir marga unga ein- staklinga hætta í íþróttum vegna slíkra óþæginda. „Ég hef verið með börn í meðferð sem fóru að finna fyrir ýmsum tölvuhálsa-einkennum fljótlega upp úr fermingu í kjölfar þess að þau fengu tölvu í ferming- argjöf frá foreldrum sínum.“ Hann telur þessa þróun vera ógnvænlega því líkaminn er við- kvæmari en ella á uppvaxtarár- unum. „Þegar líkaminn er að vaxa þá er verið að setja tóninn fyrir framtíðina og byggja upp grunn sem getur verið erfitt að breyta seinna meir.“ Foreldrar bera ábyrgð Hann telur vandamálið liggja að miklu leyti hjá foreldrum enda er eðlilegra að þau beri ábyrgðina en ekki barnið. „Það er gríðarlega mikilvægt, barnanna vegna, að þau fái ekki að vera fyrir framan tölv- una í marga klukkutíma án þess að hreyfa sig eða að teygja úr sér. Þetta snýst um að foreldrarnir séu meðvitaðir og veiti börnunum sín- um aðhald. Yfirleitt eru það foreldr- arnir sem kaupa tölvurnar fyrir börnin og það er þeirra að stýra notkuninni. Það er mjög ónátt- úrulegt fyrir börn að fá ekki að hreyfa sig og reyna á sig, að eyða æskuárunum í skrýtnum stellingum fyrir framan tölvuna er algjörlega ótækt.“ AUKIN KYRRSETA OG TÆKNIVÆÐING Fleiri tölvuhálsar Jón Arnar Magnússon hefur áhyggjur af því að hálsar ungmenna líði fyrir aukna tækjanotkun. Mikilvægt er að taka sér hlé frá tölvunotkun og sitja ekki of lengi við. SVOKALLAÐIR „TÖLVUHÁLSAR“ VERÐA SÍFELLT ALGENG- ARI,“ SEGIR JÓN ARNAR MAGNÚSSON KÍRÓPRAKTOR. FÆSTIR ÞEKKJA HUGTAKIÐ „TÖLVUHÁLS“ EN ÞAÐ ER NOT- AÐ UM STOÐKERFISVANDAMÁL Í TENGSLUM VIÐ MIKLA TÖLVU- OG FARSÍMANOTKUN. Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is Morgunblaðið/Ómar * Sjúkraþjálfarinn Sævar Óm-arsson segir mikilvægt að sitja ekki of lengi við tölvuna í sömu stellingunni. „Það er mikilvægt að hlusta á líkam- ann. Ef maður hefur setið með tölv- una í fanginu í einn til tvo klukkutíma er mikilvægt að taka sér hlé, teygja úr sér og gera eitthvað annað.“ * Sævar segir nauðsynlegt fyrirfólk að vera meðvitað um vandann. „Það er til dæmis betra að halda á farsímanum ofar þegar maður notar hann í staðinn fyrir að beygja hálsinn alltaf niður á við.“ * „Það er best að vinna með beintbak og slakar axlir, með olnbogana sem næst líkamanum, hvort sem unn- ið er standandi eða sitjandi. Höfuð og háls eiga ekki að liggja fram og haka á ekki að snerta bringu,“ segir Sævar. Möndlur henta mjög vel sem orkuríkt snarl á milli mála. Þær eru trefjaríkar og innihalda m.a. lífsnauðsynlegar am- ínósýrur. Sýnt hefur verið fram á að neysla þeirra getur lækkað kólesteról og dregið úr líkum á hjartasjúkdómum. Í 20 grömmum af möndlum eru 126 hitaeiningar. Möndlur á milli málaHeilsa og hreyfing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.