Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28.9. 2013 Menning É g var bara fimmtán ára gamall þegar ég byrjaði að safna göml- um hlutum, af innri hvöt,“ segir Þórður Tómasson, safnamaður í Skógum. „Fyrst safnaði ég fyrir sjálfan mig, allt þjóðlíf í sveitinni var að breytast á þessum tíma og ný menning að taka völdin í öllum búskaparháttum. Bænd- urnir voru að leggja gömlu áhöldin til hliðar og það lá ekki annað fyrir þeim en eyðing. Verkefni safnara voru því næg á þeim tíma.“ Langur tími er liðinn síðan Þórður byrjaði að bjarga hlutum frá grimmum klóm eyðing- arinnar og hann er löngu orðinn þjóðkunnur fyrir störf sín á þessu sviði; fyrir uppbygg- ingu hins glæsilega safns í Skógum og fyrir skrif sín um þjóðmenningu. Tilefni spjallsins er einmitt að út er komin tuttugasta bók Þórðar, Sýnisbók safnamanns, en í þessari ríkulega mndskreyttu bók rekur hann sögu valinna og fjölbreytilegra verka í Skógum. Þórður er orðinn 92 ára gamall en segir áhugann enn vera þann sama og í upphafi. Hann gangi um safnið alla daga og hitti fólk, og þá sitji hann löngum við skriftir. Verk- efnin séu næg. „Uppistaðan í þessari nýju bók er umfjöll- un um safngripi í Skógum,“ segir Þórður. Það var árið 1945 sem sýslunefnd Rang- árvallasýslu ákvað að efna til byggðasafns fyrir sýsluna og þá hófst söfnun muna á veg- um héraðsins. Haustið 1949 var safnið opnað í „lítill kjallarakompu í Skógaskóla“, sem þá var nýtekinn til starfa, og árið 1952 komu Vestur-Skaftfellingar inn í verkefnið. „Þetta hefur þróast frá því að vera örverpi í það að vera stærsta minjasafn landsins, ut- an Reykjavíkur, og með mesta gestafjöldann utan borgarinnar. Á þessu ári fáum við um það bil 55.000 gesti í heimsókn, þannig að byggðasafnið í Skógum er orðið stórt fyrir- tæki sem veitir upp undir 20 manns vinnu í sumarönnum. Skógaskóli er fallinn í valinn og raunverulega er það byggðasafnið sem heldur uppi veg Skóga í dag,“ segir Þórður. Pétursey er merkilegasti hluturinn Safngripirnir í Skógum eru um 14.000 tals- ins. „Ég er oft spurður um það hvað sé merkilegasti hluturinn í safninu og ég segi ævinlega að stærsti gripurinn sé sá merki- legasti. Það er áraskipið Pétursey, sem er merkilegasti fulltrúi sem til er fyrir gömlu sunnlensku sandaskipin sem færðust í ákveð- ið form miðað við aðstæður brimsandanna. Svo á skipið merkilega sögu,“ segir Þórður. Einn þáttur starfsemi byggðasafnsins er varðveisla og endurbygging gamalla húsa og Þórður segir það merkilegan kafla í sögu þess. „Við eigum gamlan torfbæ og fyrsta timburhús sem var byggt í Vestur-Skafta- fellssýslu sem íbúðarhús, það er frá Holti á Síðu frá 1878. Viðirnir í því eru í senn reki af Meðallandsfjörum og frá strönduðum skipum. Við erum með fulltrúa fyrir gömlu fjósbaðstofuna frá Skál á Síðu, sem er heil- legur bær á sínu sviði, með stofu, eldhúsi og baðstofu, og fjósið undir baðstofupallinum. Í því húsi var búið til 1970. Þá erum við með fyrsta barnaskólann í Vestur-Skaftafellssýslu sem upphaflega var byggður árið 1903. Síðan finnst mér toppurinn á þessu bygg- ingarstarfi í varðveislu eldri húsa vera Skógakirkja. Kirkja var í Ytri-Skógum frá um 1100 til 1890 og það var draumur minn, eftir að ég flutti að Skógum, að þangað kæmi aftur kirkja. Það heppnaðist með Guðs og góðra manna hjálp. Rifin var gömul timb- urkirkja í Kálfholti í Ásahreppi, frá 1879, og ég fékk að hirða alla viði hennar sem ég kærði mig um. Bekkina einnig. Fyrir átti safnið ýmsar minjar úr gömlum kirkjum, meðal annars grátur og pall frá Stóra-Dal undir Eyjafjöllum. Einu sinni dreymdi mig um að fá gamla aflagða kirkju einhvers stað- ar úti á landsbyggðinni og flytja að Skógum en hætti við það og niðurstaðan varð að Hjörleifur Stefánsson arkitekt teiknaði Skógakirkju út frá byggingahlutum gamalla kirkna sem voru komnir í safnið. Kirkjan er mjög góður fulltrúi fyrir vígða þáttinn í hinu andlega lífi þjóðarinnar og fjölsótt. Þar eru sungnir andlegir söngvar á hverjum sum- ardegi, af hópum margra þjóða.“ Eins og gestir þekkja hefur safnið í Skóg- um orðið sífellt umfangsmeira og þar hefur til dæmis verið byggt yfir samgöngusafn og Þórður segir fjarskiptasafn Sigurðar Harð- arsonar, sem varðveitt er innan þess, eiga engan sinn líka og þá sé síma- og póst- minjasafnið í Skógum raunverulega þjóðsafn. „En ég hef alls ekki staðið einn í þessu starfi. Sverrir Margnússon hefur verið fram- kvæmdastjóri safnsins í mörg ár og hefur staðið ótrauður í því að koma áfram þessum stórvirkjum, byggingu yfir samgöngusafn og 1.500 fermetra geymsluhúsi.“ Hlutir höfða missterkt til manns Þórður segir söfnunina bara annan þáttinn í sínu starfi. „Allt frá barnæsku hef ég lagt eyrun við gömlum fróðleik um þjóðhætti í landbúnaði, og reyndar sjávarútvegi einnig. Árið 1959 fór ég síðan í starf hjá Þjóðminja- safni Íslands við að semja spurningaskrár varðandi íslenska þjóðhætti, sem var dreift vítt og breitt um landið og fengnir margir heimildamenn til samstarfs. Úr því varð þjóðháttadeild við Þjóðminjasafnið sem Þór Magnússon veitti fyrstur manna forstöðu. Ég bý sjálfur að miklu heimildasafni varð- andi þjóðhætti í landbúnaði, sem enn eru að miklu leyti bara heimildasafn sem ekki er farið að vinna úr. En þessi nýja bók er ákenning þess, hvað er varðveitt í Skógum.“ Hvernig skyldi Þórður hafa valið hvaða gripi hann fjallar um í nýju bókinni? „Ég hef tekið fyrir ákveðna hópa í safn- gripum, hef til dæmis skrifað sérstaklega um rúmfjalir í safninu og gert grein fyrir hlutum eins og trafaöskjum og trafalárum, sem og einstökum búshlutum.“ Hann segir það auka gildi gripanna að geta gert grein fyrir uppruna þeirra og sögu; ferli þeirra frá því þeir urðu til og þar til þeir komu til safnsins. En verða allir hlut- ir jafnmerkilegir með tímanum, hvort sem um verkfæri, leikföng eða skart er að ræða? „Það má segja svo. Allt eru þetta gripir sem hafa haft áhrif á daglegt líf þjóðarinnar, öll þessi fjölbreytilegu áhöld vitna um líf og starf þjóðar. Það er erfitt að taka einn verk- þátt út og telja öðrum merkari, þetta er allt samspil þegar að er gætt. En hlutir höfða missterkt til manns og þeir eiga sér mismerka sögu. Til dæmis fjalla ég í bókinni um gamla verskrínu sem geymdist uppi á fjöllum í eina öld, á stað þar sem fjórir menn urðu úti árið 1869. Hundrað árum seinna voru fjalirnar hirtar og ég setti þær saman í skrínu, í sínu gamla formi og þurfti litlu að bæta í. Hún er ekki ásjáleg- asta verskrínan í safninu í Skógum en fyrir mig hefur hún sterkari áhrif en aðrar, því maður lítur á örlagasögu mannanna sem þarna biðu bana uppi á fjöllum. Fleira en út- lit höfðar því til okkar þegar kemur að snertingu við gamla hluti.“ Áhuginn er sá sami Þórður segir, réttilega, að safnið í Skógum sé eina safnið á landsbyggðinni sem hefur búið að sama manni í full sextíu ár. „Menn koma og menn fara en ég er búinn að vera fastapunktur í þessu safnstarfi í áratugi, og þá hefur leitt af því að ég hef fengið að fjalla um hlutina sem ég hef verið að safna og gera grein fyrir þeim. Áhuginn er sá sami og hefur verið allan tímann. Ég geng um safnið á hverjum degi og hitti fólk, og ég er enn að skrifa um gamla hluti. Ég á mikið óprentað efni, meðal annars handrit að allvænni bók um það að koma mjólk í mat. Það er stórt og mikið verksvið. Þessu er ekki alveg lokað, þótt það sé orðið stutt í síðasta áfangann,“ segir Þórður og brosir. Og starfsþrekið er enn gott. „Já, ég hef lifað við góða heilsu í 92 ár. Ég hef notið þess og hef umgengist gott fólk, hef notið vináttu góðs fólks og um- hyggju og fók hefur sýnt þessu starfi mínu skilning. Ég hygg að í byrjun hafi það þótt undarleg árátta þegar ég byrjaði að safna en augu fólks opnuðust fljótlega fyrir því að þetta var starf sem þurfti að vinna. Ég veit með fullri vissu að enginn maður í Rang- árvallasýslu eða Vestur-Skaftafellssýslu hefði farið í þetta hlutverk, annar en ég. Án mín væri ekkert safn í Skógum, það er stað- reynd, án þess að ég sé að hreykja mér upp. Ég er bara verkfæri. Það er eins og hverjum manni sé áskipað hlutverk í lífinu. Ég hef notið þeirrar hamingju að fá að vinna að mínum áhugamálum, hef fengið langt og gott líf og ég er þakklátur Guði og mönnum.“ „Ég hef notið þeirrar hamingju að fá að vinna að mínum áhugamálum, hef fengið langt og gott líf og ég er þakklátur,“ segir Þórður Tómasson. Morgunblaðið/Einar Falur ÞÓRÐUR TÓMASSON SAFNAMAÐUR OG RITHÖFUNDUR Í SKÓGUM SENDIR FRÁ SÉR TUTTUGUSTU BÓKINA „Ég er bara verkfæri“ „ALLT ERU ÞETTA GRIPIR SEM HAFA HAFT ÁHRIF Á DAGLEGT LÍF ÞJÓÐARINNAR,“ SEGIR ÞÓRÐUR TÓMASSON UM UMFJÖLLUNAREFNI NÝRRAR BÓKAR, SÝNISBÓK SAFNAMANNS. ÞÓRÐUR ER ORÐINN 92 ÁRA GAMALL EN RÆÐIR ALLA DAGA VIÐ GESTI SAFNINS Í SKÓGUM, SAFNAR GRIPUM OG SKRIFAR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is * Ég hygg að í byrjunhafi það þótt und-arleg árátta þegar ég byrj- aði að safna en augu fólks opnuðust fljótlega fyrir því að þetta var starf sem þurfti að vinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.