Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Síða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Síða 33
Morgunblaðið/Golli 28.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 33 Fyrir 5-6 5-6 kjúklingabringur 150 g rjómaostur, hreinn 3-4 msk. ristuð gras- kersfræ 3-4 msk. þurrkuð trönuber nokkur basilíkulauf eða fínsaxaðar nálar af 1 rósmaríngrein 1 vorlaukur 4-5 sneiðar góð hráskinka pipar salt 1 msk. olía ½ l rjómi Hitaðu ofninn í 200°C. Leggðu bringurnar á bretti og skerðu djúpan vasa í hliðina á hverri þeirra með beittum hníf. Settu rjóma- ostinn í skál og hrærðu þar til hann er mjúkur. Taktu frá svolítið af graskersfræjum og trönuberjum en bland- aðu hinu saman við ostinn, ásamt söxuðum krydd- jurtum og smátt skorinni hráskinku. Kryddaðu með pipar og svolitlu salti, skiptu fyllingunni í jafnmarga hluta og bringurnar eru, fylltu þær og lokaðu með kjötnálum eða tannstönglum. Krydd- aðu þær með pipar og salti og brúnaðu þær svo í olí- unni á vel heitri pönnu, helst á þremur hliðum. Settu þær í eldfast mót og í ofninn í 10 mínútur. Helltu á meðan rjómanum á pönnuna, láttu malla aðeins og kryddaðu rjómann með ögn af pipar og salti. Helltu honum svo yfir bringurnar og bakaðu í 15 mínútur í viðbót. Dreifðu graskersfræjum og trönuberjum yfir áður en rétturinn er borinn fram. LITRÍK HRÍSGRJÓN Meðlætið þurfti náttúrlega að vera rautt og grænt líka. 250 g hrísgrjón salt 250 g spergilkál 200 g sykurbaunir 2 rauðar ramiro- paprikur eða 1 venjuleg Sjóddu hrísgrjónin í saltvatni þar til þau eru rétt meyr og láttu renna af þeim. Skerðu spergilkálsknúppana í litla kvisti (ekki nota svera stöngla) og sjóddu í saltvatni í opnum potti í 5-6 mínútur. Settu baunirnar út í og sjóddu þær með síðustu tvær mínúturnar eða svo. Skerðu paprikuna í þunnar sneiðar eða bita. Blandaðu öllu grænmetinu saman við hrísgrjónin. Rauðgræn- ar bringur í rjómasósu Fyrir 5-6 40-50 g basilíka (1 bakki) 1 sítróna 1 límóna 3 egg 150 ml þunnt hunang 250 ml rjómi Rífðu svera stilka af basil- íkublöðunum og settu þau svo í matvinnsluvél eða blandara ásamt fínrifnum berki af sítrónu og límónu og safa úr hálfri sítr- ónu og límónu. Láttu vélina ganga þar til basilíkan er fínsöx- uð. Þeyttu egg og hunang mjög vel saman og stífþeyttu rjóm- ann. Blandaðu öllu saman og settu í ísvél, ef hún er til, og láttu ganga þar til blandan hefur þykknað. Frystu hana þá. Ef ekki er til ísvél er blandan sett beint í skál eða form og fryst en þá er gott að hræra nokkrum sinnum í á meðan hún er að frjósa. HINDBERJA- RIFSBERJASORBET 225 g hindber (frosin) 250 g rifsber (fersk eða frosin) 100 ml vatn 150 g sykur safi úr ½ sítrónu 1 tsk vanilluessens eða korn úr ½ vanillustöng Settu hindber, rifsber, vatn og sykur í pott, hitaðu að suðu og láttu malla í 10 mínútur. Helltu þessu þá í fínt sigti og pressaðu vel með sleif eða sleikju til að ná sem mestu af safa og aldin- kjöti úr berjunum. Kældu vel. Blandaðu svo sítrónusafa og vanillu saman við þegar blandan er ísköld, settu hana í ísvél og láttu ganga þar til hún er þykk. Frystu hana þá. Ef ekki er til ís- vél má setja blönduna beint í frysti en þá þarf að hræra vel í henni nokkrum sinnum á með- an hún er að frjósa. Taktu bæði basilíkuísinn og sorbetið úr frysti nokkru áður en á að bera það fram svo hægt sé að skafa það upp með skeið. Settu eina vel kúfaða skeið á hvern disk og skreyttu e.t.v. með ferskum berjum og basil- íku. Basilíkuís og hindberja- rifsberja- sorbet

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.