Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Side 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Side 11
skyldna við streituvaldandi atburðum, t.d. þegar einhver í fjölskyldunni er haldinn langvinnum sjúkdómi. Meginþættir likansins eru álagsþættir, styrkur fjölskyldunnar og sú merk- ing sem fjölskyldan leggur í þessa þætti. Allir hafa þeir síðan áhrif á aðlögun fjölskyldunnar. Fjölskyldutengt líkan var valið sem hugtakarammi þess- arar rannsóknar, m.a. vegna þess að gengið er út frá þeirri hugmynd að best sé að skilja einstaklinginn út frá nánasta umhverfi hans, þ.e. fjölskyldu hans. Þegar litið er á fjölskyld- una sem kerfi sem gegnir mikilvægasta uppeldishlutverki barnsins er eðlilegt að skoða hegðun systkina langveikra barna út frá sjónarhóli fjölskyldunnar. Við gagnasöfnun var því leitast við að fá upplýsingar frá báðum foreldrum til að ná heildrænni mynd af Qölskyldunni. Aðferð Gagnasöfnun fór ffarn með þeim hætti að læknar (fimm sérfræðingar í lungna- og öndunarfærasjúkdómum barna) kynntu rannsóknina fyrir foreldrum ungra barna með astma. Höfundar hittu síðan þá foreldra, sem höfðu áhuga á að taka þátt, í heimahúsi (eða á stofu hjá lækni) og útskýrðu nánar hvað þátttaka í rannsókninni fæli í sér. Eftir að upplýst sam- þykki var fengið frá báðum foreldrum voru spumingalistamir skildir eftir hjá þátttakendunum. Mæður og feður svöruðu spurningalistum sitt í hvom lagi heima við og sendu þá síðan til rannsakenda en eftirfýlgni fór fram með símaviðtölum. Gagnasöfnunin stóð yfir veturinn 1999 til 2000. Mynd 1. Fjölskylduaðlögunarlíkan Patterson („ The Family Adjustinent andAdaptation Respoitse (FAAR) Model“) (Patterson, 1988, 1994, 1995). Þýði þessarar rannsóknar voru allar íslenskar fjölskyldur sem áttu 6 mánaða - 6 ára barn með langvinnan astma og a.m.k. eitt annað heilbrigt barn á aldrinum 2-11 ára og leituðu til lungna- og öndunarfærasérfræðinga þennan vetrartíma. Grein- ing á sjúkdómnum varð að hafa farið fram a.m.k. þremur mánuðum fyrr. Við naut aðstoðar allra lungna- og öndunarfæra- sérfræðinga bama við kynningu á rannsókninni. Áhugi foreldra var almennur og má ætla að svarendahópurinn sé nokkuð stórt hlutfall af þýði á þessum tíma. Þátttakendur reyndust vera frá öllum landshomum að undanskildum Vestfjörðum. Svarendur voru 32 mæður og 26 feður. Af þessum 32 mæðrum og 26 feðrum var hægt að para saman 26 þessara foreldra og skoða sameiginlega en 6 feður svöruðu ekki listunum. Ástæður þær, sem feður gáfu fyrir því að taka ekki þátt í rannsókninni, voru í flestum tilvikum mikil vinna utan heimilisins. Mæðurnar voru á aldrinum 25-47 ára, meðalaldur 32,2 ár (SF 4,8) og stunduðu 60% þeirra vinnu utan heimilis. Feðumir vom á aldrinum 26-50 ára, meðalaldur 33,4 ár (SF 5,4) og stunduðu þeir allir vinnu utan heimilis. Lýðfræðilegar breytur astmaveiku barnanna og systkina þeirra er að finna í töflu 1. Mœlitœki Aðlögun systkinanna. Til að meta aðlögun systkinanna var notaður hegðunarlisti Achenbach (Child Behavior Checklist, CBCL) (Achenbach, 1991). Hegðunarlistinn er greiningarmæli- tæki sem mælir hegðunarerfiðleika hjá bömum á aldrinum 2-18 ára. Mælitækið er í tvennu lagi, annars vegar fyrir aldurinn 2-3 ára og hins vegar fyrir aldurinn 4-18 ára. Mælitækin hafa um það bil 100 spumingar sem lýsa heildar hegðunarerfiðleikum bama (intemal behaviorproblems). Hluti þeirra snýr að innri erfiðleikum, eins og kvíða, þunglyndi og hlédrægni og ytri hegðunarerfiðleikum (external behaviorproblems), eins og árásarhneigð og skemmdarfysn. Með tölvuforriti, sem fylgir mælitækinu, vom reiknuð t-stig sem jafna gögnin fyrir eðli- legum áhrifum aldurs og kyns. Því var hægt að nota saman upplýsingar frá báðum mælitækjunum og búa til breytu sem var óháð eðlilegum áhrifum aldurs og kyns. Hegðunarlistinn hefúr verið þýddur á íslensku og færður að íslenskum aðstæðum og er réttmæti og áreiðanleiki hans góður (Helga Hannesdóttir og Sif Einarsdóttir, 1995). í þessari rannsókn reyndist cronbachs alfa vera á bilinu 0,83-0,94 og er það nokkuð sambærilegt og í rannsóknum Achenbach (1991) en þar var það 0,96. Alvarleiki astmans. Til að meta alvarleika astmans var notaður spurningalistinn „Astmaeinkenni“ (Asthma Factor Index) (Svavarsdóttir og McCubbin, 1996). Þetta er 11 atriða matstæki sem leiðir m.a. í ljós hve langt er síðan astminn greindist, tegundir astmalyfja sem notuð voru sl. 6 mánuði og fjölda sjúkrahúslega. Upp úr þessum lista var unnin þrískipt raðbreyta fyrir alvarleika astmans með hliðsjón af skiptingu Tinkelman og Conner (1994) í vægan, meðal alvarlegan og alvarlegan astma: a) Vægur astmi: Barnið þurfti ekki stöðuga lyfjameðhöndlun og þarf ekki að leggjast inn á sjúkrahús vegna astma. 203 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.