Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 20
G \SLEfy JjtíS UM Ö)d ■^3^ Starf öldungadeildar og hugleiðingar um viðhorf eldri borgara til samfélagsins Á þessu ári eru 25 ár frá því ég útskrifaðist úr Hjúkrunarskóla íslands. Ég á margar góðar minningar frá nematímanum og veru minni úr því húsi. Það var mikil tilbreyting fólgin í því hvernig námið var skipulagt, þ.e. að hafa bóklegt nám og verklegt til skiptis. Ávallt var lagður mikill metnaður í að hafa námið sem best og einvala lið góðra kennara leiddi okkur í allan sannleika hvernig hjúkrunarstarfið skyldi innt af hendi. Ávallt ríkti stefnufesta og agi. Á þessum árum var ekki ein- ungis lögð áhersla á að nemarnir lærðu námsefnið og gætu iðkað það með sóma heldur skipti öll framkoma og klæðn- aðurinn miklu máli. í bókinni Saga Hjúkrunarskóla Islands eftir Lýð Bjömsson, sem kom út árið 1990, segir frá reglum Myndfrá útskrift frá Hjúkrunarkvennaskóla Islands árió 1952 og var þetta i síöasta sinn sem átskrifað var með biœju. Einkennisbúningurinn er blár nieð föstum hvitum kraga og hvitri svuntu yfir. Hvita blœjan nœr niður í mitti. Myndin er i eign Féiags islenskra iijúkrunarfrœðinga. sem giltu 1973 um nemabúninginn og meðferð hans: Nema- búningurinn var hvítur, sjálfstífaður kappi, blár kjóll með hvítum kraga og hvít svunta. Skólinn lagði nemum til fyrsta kappann og auk þess fjóra kjóla og tíu svuntur. Karlmenn fengu sex buxur og jafnmarga jakka, en þeir báru ekki kappa. Kappinn skyldi festur með hvítum hárspennum. Nemar skyldu vera í ljósum sokkum og hvítum skóm við búninginn. Þeir skyldu þvo kappana sjálfir og eru gefnar leiðbeiningar um það verk. Kappinn skyldi vera straujaður og stífaður, er neminn var á vakt, og bar nemanum að vakna nægilega snemma til að tryggja slíkt. Búningurinn skyldi að sjálfsögðu ætíð vera hreinn og snyrtilegur. Tekið er fram að hjúkrunarkonur beri kappa, en einugis hjúkrunarkonum brautskráðum frá Hjúkr- unarskóla íslands var heimilt að bera hann. Frá 1957 var sá siður iðkaður að bláar bólur voru festar í kappann til að sýna á hvaða stigi námsins neminn var. Nemi á fyrsta ári, sem lokið hafði reynslutíma, bar eina bláa bólu nemi á öðru ári tvær og nemi á þriðja ári þrjár. Þetta kom sér vel fyrir hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum en með þessu gátu þeir séð hve langt neminn var kominn í námi og til hvaða verka honum væri treystandi. En nú er tími kappanna, bláu kjólanna og hvítu svuntanna löngu liðinn en ég neita því ekki að ég sakna þeirra. Ég sakna líka hvítu kjólanna sem hjúkrunarfræðingar klæddust. Það var óneitanlega meiri stíll yfir stéttinni þegar hún bar þessa búninga. Núna eru það hvítar buxur og jakkar í ýmsum litum eða sloppar utan yfir hversdagsfot sem gilda. En hvaða búningi sem stéttin klæðist, þá er það auðvitað starfið sjálft sem skiptir máli. Að veita framúrskarandi hjúkrun, byggða á þekkingu og hæfni. Þegar ég lít yfir farinn veg, þessi 25 ár sem liðin eru frá útskrift minni, hef ég aldrei iðrast þess að hafa valið mér þennan starfsvettvang. Um daginn bað ung stúlka, sem býr í nágrenni við mig, urn mína aðstoð við að svara spurningum um hjúkrunarstarfið sem voru liður í verkefni um starfsval. Hún ætlar sér í hjúkrunarnám og þurfti að rökstyðja það í verkefninu. Ég fann að ég gat með góðri samvisku lýst hinum fjölmörgu hliðum þessa skemmtilega og gefandi starfs og mælt með því af heilum huga. Ása Steinunn Atladóttir. Mynd af hópi hjákrunarfrœðinema frá janúar 1962. Hér hafa hjúkrunarfrœðingar tekið upp stífan, hvítan kappa i stað blœj- unnar og tvœr bláar bólur í kappanum sýna að þœr eru á öðru námsári sinu. Ljósm.: Vigfús Sigurgeirsson. Myndin er ieigu Félags íslenskra hjúkrunarfrœðinga. 212 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.