Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Side 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Side 26
Sjö dögum eftir húðflutning. Þessi mynd er tekin við fyrstu skiptingu viku eftir húðflutning en skjólstæðingur okkar hafði legið i rúminu þann tíma. í ljós kom að um 70% veijarins hafði náð festu. Notaðar voru mepítel-sílíkon grisjur (Rekstrarvörur) fyrst í stað en þá var skipt yfir í hýdrósorbhlauppúða (Bedco og Mathiesen) en kostimir við þá er að gott er að fylgjast með sárinu í gegnum þá þar sem þeir eru gegnsæir og tærir þannig að við gátum haldið skiptingum í lágmarki. Þessir hlauppúðar eru 3ja laga og innihalda 60% vatn og eru því vel til þess fallnir að halda sárinu röku í marga daga. Fimmtún dögitm eftir húðflutning. Þessi mynd er tekin 15 dögum eftir húðflutninginn. Þennan dag útskrifaðist skjólstæðingur okkar af bæklimardeild FSA, tæpum níu vikum eftir að hann kom. Hann þurfti þó að koma til að byija með þrisvar í viku í umbúðaskiptingar, síðan smá- lengdist tíminn á milli skiptinga og að síðustu kom hann einu sinni í viku. Eftir það kom hann af og til, hvort tveggja til að heilsa upp á starfsfólkið og leyfa því að fylgjast með sér. Þessi langa sjúkrahúsvist var honum mjög erfið jafnt tilfinningalega sem líkamlega, hann léttist til að mynda um tíu kíló á tímabilinu. Lokaorð Vel heppnuð sárameðferð getur skipt sköpum fyrir skjólstæð- inga hjúkrunarfræðinga þar sem hún dregur úr sársauka og flýtir fyrir bata og þannig fyrir heimferð. Þá er góð þekking á umbúðum og efnum til sáragræðslu er grundvallaratriði í vel- heppnaðri einstaklingshæfðri hjúkrunarmeðferð með vcfjarof. Framfarir á þessu sviði eru hraðar og er því mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga að fýlgjast vel með rannsóknum og grein- um um sár og sárameðferð. Gagnýnin hugsun og stöðug endurskoðun er nauðsynleg fyrir jákvæða þróun hjúkrunar- fræðinga í starfi og skiptir hvatning og stuðningur deildastjóra þar miklu máli. Hann getur t.a.m. gert hjúkrunarfræðingum kleift að ljósmynda sár reglulega til að fylgjast með framvindu sáragræðslu og fleira í þeim dúr. Þess konar stuðnings nutum við á bæklunardeild FSA. Við fengum fijálsar hendur við nauðsynlega þætti eins og heimildasöfnun, pantanir umbúða og myndatökur, en með þeim gátum við sýnt fram á að við værum á réttri leið í sárameðferð okkar. Heimildir: Ásta Thoroddsen (1990). Meðferð óhreinna sára. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Bolton, L.L., Monte, K., og Pirone, L.A. (2000). Moisture and healing: beyond the jargon. Ostomy/ Wound management, 46(\iðauki 1A), 51-62. Chang, H., Wind, S., og Kerstein, M.D. (1996). Moist wound healing. Dermatology nursing,8(3), 174-176. Collier, M. (1996). The principles of optimum wound management. Nursing standard, /0(43), 47-54.S Glide, S. (1992). Cleaning choices. Nursing times, 6(88), 74-78. Lee-Smith, J. (1999). Can the orthopaedic team reduce the risk of infection? Journal of orthopaedic nursing, 3, 95-98. Yandrich, T.J. (1995). Preventing infection in total joint replacement surgery. Ortltopaedic nursing, 14(2), 15-19. ^M.oUr ... Hvað er einkennilegt við þessa mynd? Á samráðsfundi Landssambands eldri borgara og fulltrúa ríkisstjórnarinnar 25. september sl. var ákveðið að skipa samráðshóp þessara tveggja aðila sem fara á yfir ýmis brýn málefni aldraðra og skila tillögum þar að lútandi fyrir 15. nóvember nk., svo hægt verði að taka tillit til þeirra við fjárlagagerð. Með tilliti til aldurs- og kynjasamsetningar þjóðarinnar - þ.e. konur verða bæði eldri og eru fleiri en eldri karlar - vakti athygli sá fríði flokkur gráhærðra karla sem sat samráðsfundinn. Ekki vakti síður athygli hópurinn sem skila á tillögum í nóvember en í honum eru 5 fulltrúar frá hvorum aðila; 9 karlar og 1 kona! BK Tölur frá Hagstofu íslands Mannfjöldi á landinu: 2002: 285.805 (1. janúar) 2035: 357. 195 Aldur. karlar konur karlar konur 65-69 4.485 4.889 9.220 9.591 70-74 4.248 4.686 8.710 9.446 75-79 3.026 3.771 7.325 8.137 80-84 1.901 2.611 5.070 5.884 85-89 875 1.474 2.846 3.552 90-94 283 587 1.085 1.517 95 og eldri 73 170 354 542 Alls: 14.891 18.188 34.610 38.689 218 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.