Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Page 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Page 28
Margrét og Soffía i Seljahlið. hópnum studdum þau með. Við hittumst í um 15 skipti og í ljós kom að þunglyndi minnkaði, ef til vill fyrirbygðum við innlagnir á geðdeild, við erum hér með talsvert stóran hóp fólks sem á við geðræn vandamál að stríða. Sumar konurnar mætti alveg jafnt vista á geðdeild. Þetta er ekki tilraunaverkeihi lengur heldur orðið hluti af starfseminni. Fjórir hópar hafa verið í gangi og hafist verður handa að nýju á haustdögum. Ég er hér i fullu starfi og þessi vinna fær 40% af þeim tíma. Ég mun halda einstaklingsmeð- ferðinni áfram þar sem einstaklingurinn er studdur í mark- miðssetningu og hvattur til ábyrgðar á sjálfum sér og heilsu sinni. Við styðjumst við huglæga atferlismeðferð en í henni er mikil fræðsla og rneðal annars eru riíjaðar upp minningar. Þetta er mjög árangursrík meðferð.“ Soffía nær í möppu en í henni eru upplýsingar um hóp- vinnuna í Seljahlíð. Þar stendur m.a. að sú meðferð, sem stuðst er við, byggist á kenningum Becks, atvikum sem leiða til umhugsunar, viðbragða og athafna. Markmið meðferðar- innar sé að umbreyta marklausum hugsunum og hegðun og finna hentugri lausnir, eða fá fólk til að hugsa unr daginn í dag og hvernig unnt sé að leysa úr vandamálunum. Tilgangurinn með hópvinnunni sé að bæta líðan, andlega, félagslega og líkamlega, bæta samskipti vistmanna innbyrðis og við aðra sem þeir hafa samband við, auðvelda starfsfólki vinnuna og gera hana markvissari. Einstaklingsbundin markmið geta verið að hinir öldruðu nái betur tökum á vandamálum sínum, sjálfstraust þeirra aukist svo og félagsleg og líkamleg færni og sátt og aðlögun að ævikvöldinu aukist. „Fólk setur sér ólík markmið, einhver setur sér t.d. það markmið að fara út í göngu tvisvar í viku og við í hópnum reynum að styðja við þennan einstakling,“ segir Soffia. Margrét bætir við að hún telji þetta starf mjög þarft og hún hafi séð mjög miklar breytingar á fólkinu í kjölfarið. „A langri ævi hefur einstaklingurinn oft reynt mikinn missi, eins og andlát maka, vina, systra, bræðra að ekki sé minnst á þegar jafnvel börnin eða barnabörnin „fara á undan manni“, auk annarra áfalla sem viðkomandi hefúr orðið fyrir. Með þessu eykst hættan á að andlegt jafnvægi raskist og rannsóknir sýna að þunglyndi er mikið í þessum aldurshópi. Vinna þarf með ijölskyldu hins aldraða í heild, komast að væntingum hennar og áhyggjum, kynna heimilið og starfsemina vel og undir- strika hjálp til sjálfshjálpar. Heimilismaður á áfram að gera allt það sem hann getur og var vanur að gera, þannig heldur hann reisn sinni og heilsu lengur. Þetta þurfa ættingjarnir að vita og skilja tilganginn með þessu. Þetta er nokkuð sem okkur langar að vinna að í vetur. Hér starfar gæðaráð sem í eru 20 manns frá öllum deildum og öllum starfsstéttunr og við vinnunr saman að stefnumótun heimilisins og allir koma með sínar skoðanir og við vinnum að ákveðnum markmiðum.“ - En hvað með starfsfólk, er skortur á menntuðu fólki til að vinna á heimilinu? Soffia segir viðhorf til öldrunarhjúkrunar hafa breyst á undanfornum árum, það hafi ekki verið í tísku að vera í öldr- unarhjúkrun, en viðhorfið sé annað í dag. Margrét segir að ekki skorti hjúkrunarfræðinga i Seljahlíð nema til afleysinga á surnrin. „Við höfum verið að flölga sjúkraliðum miðað við leyfð stöðugildi og þurfum að gera betur í því. Vaktakerfið hefur verið í endurskoðun til að reyna Unnió við leirmótun i Seljahlíó. að manna allar vaktir þannig að ávallt sé sjúkraliði á hverri vakt og gera þá ábyrgari með auknum verkefnum og hóp- stjórastöðum. Hér hafa hjúkrunarfræðingar alltaf gengið bak- vaktir á nóttunni og fyrir um 2-3 árum tókst að manna nætur- vaktirnar þannig að af þremur starfsmönnum næturvaktarinnar er alltaf a.m.k. 1 sjúkraliði í húsinu. Við þurfúm að hlúa að okkar starfsfólki og styðja þá sem koma nýir. Við gerðum því átak í móttöku nýrra starfsmanna í fyrravor en þá létum við gera gátlista og upplýsingamöppur og fyrir um fjórum árum lét ég gera svona litla handbók fyrir Seljahlíð með öllum helstu upplýsingum um heimilið.“ Margrét nær í handbókina en í henni er að finna helstu upplýsingar urn Seljahlíð. „Nýr starfsmaður fær svo tengil, hjúkrunarfræðingur tekur starfs- mannaviðtal á reynslutímanum og ef eitthvað þarf að endur- skoða þá kemur það þarna fram. Þetta er hugsað sem stuðningur þessa fyrstu þrjá mánuði og það er sest niður og farið yfir gátlistann, að viðkomandi hafi örugglega fengið allar þær upplýsingar sem við viljum að hann fái og krossað við það, þannig að það á enginn að geta sagt: „Ég vissi ekkert um það,“ eins og svo oft hefur verið. Við gerðum líka könnun eftir sumarið í fyrra hvemig starfs- 220 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.