Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Síða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Síða 29
fólki fannst hafa verið tekið á móti því og svo bættum við tveimur kennsludögum við nú í vor í markvissri fræðslu á fyrstu starfsvikunum, það var mjög skemmtilegt. Þær spurðu svo mikið, þetta eru stúlkur sem hafa ekkert unnið á svona stofnun áður, og þetta þurfum við að þróa og vera með í stöðugri endurskoðun til að halda í starfsfólkið okkar, fræða það. Við höfum verið mjög heppin, 60% af starfsfólkinu er búið að vera hér 10 ár eða lengur en það er alveg einstakt. 90% starfsfólksins á heima hérna í nágrenninu, en það er bæði tíma- og peningasparnaður að ganga í vinnuna. Nú langar okkur að gera eitthvað svipað með nýja heimilismenn, okkur langar að vinna þetta líkt og aðlögun barns að leikskóla, að nýr einstaklingur, sem flymr hingað fái ákveðinn tengil sem fylgir honum eftir, fer með honum í matsalinn, kynnir hann fyrir borðfélögunum og myndar tengsl þannig, fer með honum fyrstu skiptin í félagsstarfið. Þetta tekur oft mjög langan tíma. Fyrst þegar fólk kemur hingað inn þá vill það einangra sig og maður skilur það, við erum t.d. með einn matsal þar sem 83 eiga að borða saman. Sjálf vildi ég ekki borða með 83 í matsal.“ Soffia bætir við að það sé mjög áberandi hvernig fólk einangri sig hér í byrjun og það þurfi að taka á því með einstaklingshæfðri hjúkrun. Margrét segir nær eingöngu íslenskt starfsfólk á heimilinu: „Við erum með nokkra starfsmenn sem eru fæddir erlendis en hafa búið hér í fjölda ára. Kjarasamningurinn setur okkur líka svolítið stólinn fyrir dymar, leikskólunum er gert hátt undir höfði í samningum, fá þar ákveðna kjarabót því það eru mjög margir flokkar milli ófaglærðs starfsmanns á leikskóla og ófaglærðs starfsmanns á öldmnarstofnun.“ Hún nær í samn- ingana og flettir upp starfsfólki á leikskóla og á öldrunar- stofnun en á þeim er 8 launaflokka munur eða um 13.000 krónur í grunnlaun á mánuði. - Getur þessi launamunur ekki verið skýringin á því hve stór hluti ófaglærðs starfsfólks á öldrunarheimilum er af erlendu bergi brotinn? „Jú,“ svarar Margrét, „þetta eru það lág laun og það munar um 13.000 krónur á mánuði + eða - vaktaálag, þetta gerir um 25.000 - 30.000 á mánuði. En þessir samningar eru í gildi til 2005. Þetta er mjög erfitt en í síðasta kjarasamningi var þessi öfugt farið, þá kom fólk af leikskólunum til okkar því þá voru launin hjá okkur örlítið hærri og vaktaálagið gaf líka aukatekjur. Undanfarin ár hafa því farið konur héðan á leikskólana.“ - Hvað með andlegar þarjir þeirra sem búa hér, er t.d. starfandi djákni hérna hjá ykkur? Margrét segir prest Félagsþjónustunnar, séra Kristínu Pálsdóttur, koma reglulega á heimilið og hún haldi messur og hugvekjur yfir vetrartímann og eftir hugvekjurnar hafi hún farið i viðtöl til þeirra sem þess óska. - Dauðinn hlýtur að vera mikið umhugsunarefni fyrir þá sem búa hér. „Já,“ svarar Margrét. „Við emm líka svo mikið með þessu fólki, náið og lengi. Margir verða góðir vinir okkar og Helga Hansdóttir, öldmnarlæknirinn okkar, hefur gert mikið að því að gefa sér tíma í viðtöl við fólkið, hversu langt það vill ganga, ástandið hjá viðkomandi er svona, hvemig viltu þá hafa enda- lokin, flestir eru orðnir eymamerktir með t.d. fulla meðferð að endurlífgun, alveg full meðferð eða ekki senda mig á sjúkrahús, eða bara líknarmeðferð. Þetta gefur ákveðinn umræðugrundvöll, þegar fólk er búið að taka þessa ákvörðun getur það rætt hana fram og til baka, og sýn á dauðann, hræðslu eða feginleika. Keramikvinna í Seljahlíð. - Nú þarf sívaxandi hópur á þessari þjónustu að halda, hópur aldraðra verður sifellt stœrri. Hvernig sjáið þið þróunina? Margrét segir mikla nauðsyn á að beina sjónum að yngra fólki og fyrirbyggja ýmsa sjúkdóma, fræða fólk betur um heilbrigði og annað slíkt. „Við þurfum líka að fjölga heilsu- eflandi heimsóknum til aldraðra, það er þekkt víða á Norður- löndunum, send eru út bréf og fólki boðið upp á heimsóknir heilbrigðisstarfsmanns, oft í einhverju teymi með sjúkraþjálfa. Mér finnst fyrirkomulagið, eins og það var á Akureyri, mjög henmgt. Þar eru send út bréf þar sem boðið er upp á heimsókn og ef hún er ekki þegin þá er aftur sent út bréf eftir svona hálft ár og ef viðkomandi þiggur boðið ekki þá er hann látinn í friði. Fólki er boðið upp á þetta og þarna eru bomar fram ákveðnar upplýsingar og upplýsingar um hvert fólk getur leitað ef það hefur áhuga á því. Fræðsla og forvarnir skipta mjög miklu máli. Við gemm ekki byggt utan um allan hóp aldraðra á næstu árum, við verðum að hafa fólk heima og fólk vill vera heima eins lengi og kostur er. Við viljum vera heima en erum enn þá að byggja 10 hæða blokkir fyrir aldraða i stað þess að byggja lítil einnar hæðar hús. Við verðum líka að fara að endurskoða það að fólk er fullt af starfsorku um sjömgt, gera fólki kleift að minnka við sig, fara úr fullu starfi og minnka við sig og beina svo eldri borgurum í sjálfboðaliðastörf. Við eigum fullt af fólki í fullu flöri sem gæti létt undir með öðrum. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 78.' árg. 2002 221

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.