Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 34
Hallbera Friðriksdóttir, forstöðumaður Múlabæjar og Sólborg Sumarliðadóttir, hjúkrunardeildarstjóri Hlíðabæjar: t maí árið 2001 samþykkti Alþingi á fundi sínum heilbrigðis- áætlun til ársins 2010. í heilbrigðisáætluninni er lögð megináhersla á langtíma- heilbrigðismarkmið og miðast þau við að bæta heilsufar þjóðarinnar. Áætlunin nær til nokkurra mismunandi flokka og munum við velta fyrir okkur flokknum öldrunarmál. Áætlunin gerir ráð fyrir að landsmönnum fjölgi um 11% frá miðjum 10. áratugnum til ársins 2010, en íbúum 65 ára og eldri um 23% og 85 ára og eldri um 45%. Þessar tölur sýna okkur ótvírætt að ærið verkefni er fyrir höndum bæði hjá stjómmála- mönnum og fagfólki við að framfylgja þessum markmiðum. Öldrunarþjónustan er þjónusta sem spannar bæði félags- og heilsufarsleg markmið. Hún krefst mikils mannafla og úrræða sem eru þó ekki dýr á mælikvarða hátækniheilbrigð- isþjónustu. En þegar kemur að fjárveitingum til öldrunarmála virðist sem þau hafi ekki verið framarlega á forgangslistanum. Af þessu leiðir að ekki er unnt að grípa í taumana fyrr en í óefni er komið og biðlistar til ýmissar þjónustu illviðráðan- legir. í lok ágústmánaðar sl. var deild L-4, 18 rúma deild á Landakoti, lokað til næstu áramóta. Við þess konar ráðstafanir fyllist fólk ráðaleysi. Hvaða vali standa aðstandendur frammi fyrir gagnvart slíkum ráðstöfunum? Hvað er að verða um þá góðu heilbrigðisþjónustu sem við státum okkur gjarnan af, ekki síst stjórnmálamenn fyrir kosningar? Heyrir þessi góða heilbrigðisþjónusta fortíðinni til? Lítum á hver eru aðalmarkmið skýrslunnar í flokknum um öldrunarmál: a) Bið eftir vistun á hjúkrunarheimili jyrir fólk, sem er i mjög biýnni þörf verði ekki lengri en 90 dagar. í ágústmánuði árið 2002 var meðalbiðtími eftir að komast á minnismóttöku á Landakoti u.þ.b. 3 mánuðir (90 dagar). Árið 2001 var meðalbiðtími eftir hjúkrunarrými 1 ár (365 dagar). Markmiðið, að 90 daga bið verði hámarksbið eftir hjúkr- unarrými fyrir fólk í brýnni þörf, er athyglisvert. Það að vera í „mjög brýnni þörf‘ finnst okkur ekki eiga við. Nægjanlegt væri að viðkomandi væri í brýnni þörf og ekki þyrfti að koma til mjög brýnnar þarfar. Að okkar mati er biðlisti hápólitiskt mál. Pólitískur vilji til fjárveitinga í þennan málaflokk stjórnar lengd biðtíma hverju sinni. Veiting fjármuna í þennan málaflokk þarfnast nákvæmr- ar skilgreiningar og ráðstöfunar. Betur þarf að skilgreina hvaða fjármunir eiga að fara í nákvæmlega skilgreinda starf- semi. Gera þarf marktækar kannanir á þörf fyrir hjúkrunar- rými, frá ári til árs, byggja og/eða breyta (endurbæta) húsnæði til að anna þeirri þörf. Nútíma-rannsóknir sýna að aldrað fólk kýs að búa í einbýli á hjúkrunarheimilum. Áður fyrr var ekki óalgengt að fimm til sex einstaklingar deildu saman herbergi. Þetta er liðin tíð og nú eru lög og reglur sem krefjast lög- boðins rýmis fyrir hvern einstakling. Ónauðsynlegt er með öllu að byggja íburðarmikil hjúkrunarheimili með dýrum húsbúnaði. Þarfir þeirra er þar búa og starfa eiga að liggja til grundvallar hönnun slíkra heimila. Hlúa þarf að starfsfólki sem óskar eftir að vinna við umönnunarstörf og hefja starf þeirra til vegs og virðingar. Hægt væri að ná þessu markmiði með aukinni fræðslu og sjálffæði. Launahvetjandi kerfi þyrfti að vera enn ffekar í boði en nú er. b) Yfir 75% fólks 80 ára og eldra sé við svo góða heilsu að það geti með viðeigandi stuðningi búið heima. Við teljum að nú geti vel hugsast að 75% fólks 80 ára og eldra búi heima. Hins vegar teljum við að sá hópur sé ekki allur við góða heilsu, né hafi viðeigandi stuðning. 226 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.