Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Síða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Síða 36
. . hækkandi meðalaldur mannkyns er slíkt reginafl að það geturmótað framtíðina jafnmikið og alþjóðavæðingin.“ Þetta er eitt af því sem fram kemur í inngangi Alþjóðlegu framkvæmdaáætlunarinnar í öldrunarmálum 2002. A vorfundi Öldrunarráðs íslands var áætlunin til umijöllunar en hún er samantekt ráðstefnu sem haldin var í Madrid á Spáni í apríl sl. og er gert ráð fyrir að unnið verði með hana á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í nánustu framtíð. Hér verður gripið niður á nokkrum stöðum í inngangi áætlunarinnar til að gefa nokkra innsýn i efni hennar, en áætluninni fylgja tillögur um aðgerðir. í áætluninni er gert ráð fyrir að breyting á aldurssamsetn- ingu þjóða muni snerta öll svið samfélagsins og taka þurfi tillit til hennar við allar áætlanir og ákvarðanir. Ráð um fram- kvæmdir eru sett fram í þremur forgangsverkefnum: aldraðir og breytingar í nánustu framtíð góð heilsa og líðan allt til clli bærilegar ytri aðstæður. í þessari stuttu kynningu á áætluninni eru aðallega tekin með atriði er snúa að Evrópu eða Norður-Ameríku, þ.e. heimshluta þar sem lífsvenjur eru líkar og á íslandi. • Aldraðir eru ekki einn samleitur hópur. Hver einstaklingur á að eiga kost á að þroska og efla sjálfan sig, öðlast lifs- fyllingu og láta sér líða vel, m.a. með því að geta menntað sig alla ævi og verið virkur í samfélaginu. • í Evrópu ijölgar þeim sem teljast aldraðir úr 20% árið 1998 í 28% árið 2025. • Um miðja öldina verða aldraðir og ungir jafníjölmennur hópur; í heiminum: frá árinu 2000 til 2050 úr 10% í 21%. Hlutfall barna lækkar úr 30% í 21%. • í sumum auðugu ríkjunum verða aldraðir meira en helmingi fleiri en börnin árið 2050. • í hópi aldraðra verður mest ijölgun meðal öldunga, þ.e. áttræðra og eldri. • Aldraðar konur eru fleiri en aldraðir karlar og breikkar bilið eftir því sem aldurinn hækkar. Staða aldraðra kvenna hlýtur að verða forgangsverkefni við alla áætlanagerð. • Berjast á fyrir kynjajafnrétti meðal aldraðra, m.a. með því að útrýma kynbundnu misrétti. • Tryggja á að fólk alls staðar geti horft til efri áranna af öryggi og reisn og að það geti verið virkir þátttakendur í lífi ijölskyldunnar og athöfnum samfélagsins. • Grunnurinn að heilbrigðri og gjöfulli elli verði lagður snemma á ævinni. • Hafa þarf í huga þegar breytingar eru ákveðnar að fjöl- skylda, samskipti kynslóðanna, samkennd og samhjálp skipta miklu máli. • Aldraðir eiga að njóta heilbrigðisþjónustu, aðstoðar og samfélagsverndar, m.a. heilsugæslu og endurhæfingar. • Ýta á undir samvinnu milli allra stiga stjómsýslunnar, borgaralegra samtaka, einkaaðila og aldraðra við að finna hagkvæmar leiðir til að koma framkvæmdaáætluninni í verk. B.K. 228 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.