Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 45
 C8 Deildarstjóri 1. Deildarstjóri ber ábyrgð á rekstri deildar sinnar gagnvart forstjóra og annast skipulagningu, áætlanagerð, og samhæfingu starfa deildarinnar við meginmarkmið stofnunarinnar. Hann hefur umsjón með starfi annarra starfsmanna deildar og leggur mat á árangur þeirra. Deildarstjóri undirbýr ráðningu starfsmanna í umboði forstjóra. C11 Deildarstjóri 2. Deildarstjóri 2 ber ábyrgð gagnvart forstjóra á rekstri umfangsmikils sviðs innan stofnunarinnar sem samanstendur af fleiri en einni rekstrareiningu (deild eða umdæmi). Að öðru leyti vísast i skilgreiningu á deildarstjóra 1. Starfsreynsla Eftir 12 mánaða starfsreynslu hækka starfsmenn sem grunnraðað er í B og C ramma um einn launaflokk Menntun Ofangreind grunnröðun miðast við að starfsmaður sem gegnir starfinu hafi lokið BA eða BS 90 eininga gráðu frá viðurkenndum háskóla. Starfsmenn sem lokið hafa eins árs framhaldsmenntun (30 einingar) raðast einum launaflokki ofan við grunnröðun. Meta skal samanlagðan námskeiðstíma með sama hætti. Starfsmaður með 120 eininga grunnnám raðast einum launaflokki ofan við grunnröðun. Starfsmenn með tveggja ára magisterspróf, meistaragráðu eða tilsvarandi raðast tveimur launaflokkum ofan við grunnröðun. Starfsmenn með doktorsgráðu eða tilsvarandi raðast þremur launaflokkum ofan við grunnröðun. Viðbótarhœkkanir vegna álags, ábyrgðar, Itœfni og frammistöðu Hæfniskröfur umfram það sem almennt gerist, sérstök ábyrgð eða álag. Frammistaða við úrlausn verkefna. Sjálfstæð vinnubrögð. Frumkvæði í starfi. Þekkingaröflun. Hæfni til mannlegra samskipta og tjáningar. Hæfni til þátttöku í stefnumótun. Réttur til endurmats á röðitn Telji starfsmaður að honum sé ekki raðað miðað við ofanskráð forsendur á han rétt á að fá röðun sína endurmetna. Endurskoðun Samkomulag þetta skal endurskoðað í október ár hvert ef annar hvor aðili óskar þess. ^VloUr ... Á Siglufirði búa flestir 80 ára og eldri enn heima Hvaða íslendingum fer fjölgandi? Gamla fólkinu. Hlutfall íbúa 67 ára og eldri á íslandi er 11,7% og á næstu 10-20 árum mun hlutfall þessa hóps aukast verulega. Mest mun fjölgunin verða í hópi 80 ára og eldri. íbúaskrá Siglufjarðarkaupstaðar um áramótin 2001-2002 var skoðuð og kom þá í ljós óvenjuhátt hlutfall einstaklinga 67 ára og eldri, eða um 15%. Af þessum 15% eru um 5% af heildaríbúafjölda kaupstaðarins 80 ára og eldri. Ákveðið var að gera könnun meðal íbúa 80 ára og eldri á, m.a. til að kanna aðstæður þeirra, búsetu, hvaða þjónustu þeir njóta og viðhorf þeirra til heilbrigðisþjónustunnar. Gerður var spurn- ingalisti um heilsufar, húsnæði, heimilishjálp, heimahjúkrun o.fl. Hjúkiunarfræðingur fór í heimsókn til íbúanna með listann og lagði hann fyrir og sá um að fylla hann út. Könnunin fór fram í maí og júní 2002 og var svarhlutfallið tæp 82%. Hafa nóg annaö að gera Helstu niðurstöður eru þær að þessi hópur fólks, 80 ára og eldri búsettur á Siglufirði, er frekar heilsuhraustur. 80% svarenda sögðust vera fullfrískir eða frískir að mestu leyti. Einungis 20% hópsins hefur þurft að leggjast á sjúkrahús sl. ár en 85% hafa nýtt sér heilbrigðisþjónustu, þ.e. leitað til læknis, og þá í langflestum tilfellum til þess að fá endur- nýjun lyfja. Um 67% búa i eigin húsnæði en 33% í sér- hönnuðum íbúðum fyrir aldraða. 46% fá heimilisaðstoð tvisvar sinnum i mánuði eða oftar og 33% fá heimahjúkrun a.m.k. einu sinni í viku. 62% sögðust vera virkir þátttak- endur í félagsstarfi eldri borgara, sækja fúndi reglulega og taka þátt í starfinu sem boðið er. Þeir sem ekki taka þátt í félagsstarfinu sögðust hafa nóg annað að gera. Um 70% íbúa 80 ára og eldri á Siglufirði búa enn heima eða í íbúðum fyrir aldraða. Það er einungis 5% minna en heilbrigðis- áætlun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins til ársins 2010 kveður á um. Með því að kynna vel og styrkja þjón- ustunet Siglufjarðarkaupstaðar eiga sem flestir að geta nýtt sér það og öldruðum þar með gert betur kleift að lifa heil- brigðu lífi og búa sem lengst heima. Byggt á upplýsingum frá Söndru Hjálmarsdóttur, hjúkrunarfrœðingi. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002 237
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.