Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 60
hjúkrun,“ segir Anna. „Það hefur alltaf verið vel búið að hjúkrunarfræðingum í Danmörku. Þeir eru duglegar að standa saman og hafa góð laun, börðust snemma fyrir 37 stunda vinnuviku og standa vörð um réttindi sín. Hjá vinnuveitendum hefur verið skilningur á mikilvægi frítíma, ijölskyldumálum og tímabundnum vandamálum. Með síðustu samningum fengu hjúkrunarfræðingar tækifæri til að fá laun í samræmi við framgang. Síðustu árin hefur aðgangur að skólunum þó minnkað mikið og ekki eins vinsælt að vera hjúkrunarfræð- ingur. Vinsældir hafa minnkað m.a. vegna þess að menntun hefur ekki verið metin nægilega eða gerð spennandi faglega. Tílkynning frá sóttvarnalækní Bólusctning gegn influenzu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ráðleggur að inflúenzubóluefni á norðurhveli fyrir tímabilið 2002-2003 innihaldi eftirtalda stofna (WHO Weekly Epidemiological Record, 2002; 77: 62-66): • A/Nýju Caledoniu/20/99 (HlNl) - lík veira • A/Moskvu/10/99 (H3N2) - lík veira* • B/Hong Kong/330/2001 - lík veira • A/Panama/2007/99 stofn, sem oft er notaður, er A/Moskvu/10/99 - lík veira Hverja á að bólusetja? Alla einstaklinga eldri en 60 ára. Öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnuni hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Starfsfólk heilbrigðisþjónustu og aðra þá sem daglega annast fólk með aukna áhættu. Hvatt er til þess að bólusetningar gegn inflúenzu licfjist sem fyrst og verði lokið að mestu fyrir byrjun nóvember. Þetta er gert til að auðvelda bólusetningar- átak gcgn meningókokkasjúkdómi C sem hefst í októbcr og nóvember á þessu ári. Frábendingar Ofnæmi gegn eggjum, formalíni eða kvikasilfri. Bráðir smitsjúkdómar. Bólusetning gegn pneumókokkasýkingum Sóttvarnalæknir vill einnig minna á bólusetningar gegn pneumókokkasýkingum á 10 ára fresti til handa öllum þeim sem eru eldri en 60 ára og á 5 ára fresti fyrir einstaklinga sem eru í sérstökum áhættuhópum. Sóttvarnalæknir. Hjúkrunarfræðingar vilja fá hjúkrunina meira sem viðurkennda fræðigrein, gera eigin rannsóknir og meta hjúkrunina. Aukin menntun gæti gefið það sem á vantar til að áhugi aukist. Með því að setja menntun á háskólastig á íslandi hafa hjúkrunar- ffæðingar fengið það stolt sem þarf til að standa einir og gera eigin rannsóknir og breytingin hefur gefið þeim aukna viðurkenningu frá öðrum hópum innan heilbrigðiskerfisins.“ En hvernig finnsl þeim að öðru leyti að búa í Kaup- mannahöfn, hvernig gengur þeim t.d. að samrœma vinnu og fjölskyldulíf? „Það er mjög gott velferðakerfi hér í Danmörku og ég er mjög ánægð með að bömin mín hafa alist upp héma því hér era næg dagvistarrými og samfelldur skóladagur. Heima gat verið erfitt að vera með börn og vinna úti þar sem erfitt var að samræma fjölskyldulíf og vinnu,“ segir Steinunn. „Hér er mikið öryggi og miklir möguleikar, bæjarfélögin bjóða upp á margt fyrir fjölskyldur og mér finnst þeim málaflokki mun betur sinnt hér en á íslandi þar sem efnishyggjan er meira áberandi.“ „Börnum hér er boðið upp á mikið tómstundastarf,“ segir Dóra, „þegar þau eru orðin eldri er sendur heim með þeim bæklingur með tilboðum sem þau geta skráð sig í svo sem júdó, o.fl.“ Þær segja að fleiri hjúkrunarfræðinga vanti til starfa í Danmörku sem og á Islandi. Þær luku allar námi á sínum tíma úr Hjúkrunarskólanum og segjast hafa fengið mjög góða menntun þar. En miklar breytingar hafi orðið á störfum hjúkrunarffæðinga, þær séu mjög sjálfstæðar í starfi og sjái alfarið um hjúkrunina auk þess sem þær sinni rannsóknum í auknum mæli. Kynjaskipt- ingin sé einnig að breytast hjá heilbrigðisstéttunum, fleiri konur séu læknar í dag og fleiri karlar hjúkrunarfræðingar. -Hvað vilja þœr að endingu segja við starfssystkini sín á Islandi? „Mér líkar mjög vel að búa hér,“ segir Anna. Báðir for- eldrar hafa verið á vinnumarkaði hér í Danmörku í áratugi svo það er mjög vel búið að vinnandi fólki, það er góð gæsla á börnum og skólastarf er mjög þróað. Danir eru mjög góðir í samskiptum og mikið lagt upp úr góðum samskiptum foreldra og barna. Það var erfitt að koma til Islands eftir 9 ár í Dan- mörku. Fyrstu árin átti ég mjög erfitt með að aðlagast nýjum aðstæðum og það sem kom mér mest á óvart var hve illa var búið að barnafólki og samgöngur slæmar, gert ráð fyrir að flestir séu með einkabíla.“ „Þegar maður er búinn að vera svona mörg ár í Danmörku er erfitt að bera saman íslenska og danska hjúkrunarfræðinga. Ég hef fylgst með hollsystmm mínum og finnst þær margar hafa verið að gera mjög spennandi hluti. íslenskir hjúkrunar- ffæðingar eru vel liðnir á vinnustöðum hér, rétt eins og allir íslendingar.“ Valgerður K. Jónsdóttir valgerdur@hj ukrun. is 252 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.