Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Page 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Page 61
Ný stjórn var skipuð 16. nóvember 2000 og tók hún við ágætu búi fráfarandi stjórnar. Dagmar Jónsdóttir var kosin formaður stjórnar, Stella Hrafnkelsdóttir gjaldkeri, Aldís Jónsdóttir ritari, Helga Jóns- dóttir og Þuríður Björnsdóttir meðstjórnendur. Endurskoð- endur eru Sofia Pétursdóttir og Steinunn Olafsdóttir. Um áramótin 2002 bað Þuríður Björnsdóttir um lausn frá sínum störfum í stjóm og kom þá inn Ingveldur Haraldsdóttir. Stjórnin hefur komið saman reglulega a.m.k. einu sinni í mánuði til að ræða saman og afgreiða verkefni sem stjórn deildarinnar þarf að sinna. Frí hefur verið yfir sumarmánuð- ina. Stjórnin hefur verið ráðgefandi fyrir önnur fagfélög er tengjast lungnasjúkdómum og tóbaksvörnum. Á stefnuskrá stjómar hefur verið að stuðla að gerð heima- síðu og hönnunar á merki fagdeildarinnar og voru gerðar nokkrar tillögur sem farið var yfir. Samþykkt var tillaga ffá Kristbjörgu Helgadóttur, sjúkraþjálfara á Reykjalundi, þar sem má sjá tvær hendur halda á lungum í lófa sér og nafn fagdeildarinnar undir. Við eigum netfang sem er lunga@hjukrun.is og hefur okkur verið boðið að vera með tengil inni á heimasíðu hjá lungnalæknum sem er lunga.is. Tveir hjúkranarfræðingar úr fagdeildinni fóru á lungna- þing í Finnlandi í júní 2001 og fengu styrk frá fagdeildinni til fararinnar. Þar voru endurnýjuð kynni við samstarfsfólk á Norðurlöndum og einnig kynntu þeir næstu ráðstefnu sem verður á íslandi 4.-7. júní 2003. Er það „XLI Nordic Lung Congress of Lung Medicine“ í samvinnu við aðrar Norður- landaþjóðir. Lungnaþing hefur verið í samstarfi við félags- samtök lungnalækna og lungahjúkrunarfræðinga. Þemað veður „Hjúkmn fyrir lungnasjúklinga: Framtíðarsýn.“ Nokkrir fundir hafa verið haldnir til að skipuleggja þingið og miðar starfinu vel áfram vel. Nánari upplýsingar um þingið em á vefslóðinni www.lunga.is/radstefiia/radsefna.html eða net- fangi fagdeildarinnar: lunga@hjukrun.is Á vorfundi fagdeildarinnar 2001 var kosið í undirbún- ingsnefnd fyrir lungnaþing á íslandi í júní 2003. í þeirri nefnd em: Jónína Sigurgeirsdóttir, Stella Hrafnkelsdóttir, Elfa Dröfn Ingólfsdóttir og Helga Jónsdóttir. Formaður Samtaka lungnasjúklinga óskaði eftir tengilið hjá fagdeildinni og var Dagmar Jónsdóttir útnefnd. Frá rit- stjóm Hjúkrunarblaðsins kom sú ósk að ritari tæki saman pistla um starfsemi fagdeildarinnar sem eins konar fréttaritari. Fagdeildin fékk bréf frá Gunnari Guðmundssyni, lungna- lækni, um að gera ætti átak á heilsugæslustöðvum um allt land í kennslu og notkun á öndunarmælum (spírómetríu). Óskaði hann eftir samstarfi við fagdeildina í samvinnu við Félag lungnalækna, Tóbaksvarnanefnd og GlaxoSmithKline. Starfs- fólk heilsugæslustöðva, sem átti mæli, fékk upprifjun og fræðslu um notkun hans. Þrír hjúkrunarfræðingar frá fagdeild- inni, Ásta Karlsdóttir, Halla Jóhannesdóttir og Aldís Jónsdótt- ir, hafa starfað með Loftfélaginu að kennslu á öndunarmæli. Haldnir voru tveir fræðslufundir í Reykjavík sem voru vel sóttir og einnig hefur verið farið með fræðslu út á land. Við verðum í frekara samstarfi við Loftfélagið í átaki um að vekja athygli á lungnasjúkdómum og fyrirbyggingu þeirra. f.h. stjórnar fagdeildar lungnahjúkrunarfrœðinga, Aldís Jónsdóttir, ritari. Ó- ——m Heilbrigði Jafnvægi Fegurð Ný andlitslína fró Blóa lóninu www.bluelagoon.is Balanœ Geothermal Care vörurnar eru fáanlegar i Heilsulindinni Bláa lóninu, Islandica í Flugslöð Leifs Eiríkssonar, Hagkaupum Smáralind, Lyfju Lágmúla, Laugavegi, Smáratorgi og Smáralind, Lyf & heilsu Austurstræti og Kringlunni og Lyf & heilsu Hafnarstræti Akureyri. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002 253

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.