Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1977, Page 31

Breiðfirðingur - 01.04.1977, Page 31
BREIÐFIRÐINGUR 29 ríða hann, er broddurinn gekk ekki í gegn — stafurinn var það góður. Eins og ég sagði áðan vildum við báðir, Jósep og ég, snúa við, en þóttumst þó báðir góðir ferðamenn. Þá er það, að Jósúa heitinn sagði þessi frægu orð: „Hvar eru nú yfirburðir ykkar yfir aðra menn?“ Nú, ég þurfti ekki meira. Eg stökk upp í barð, og sagði ekki neitt einasta orð, hljóp svo ofan að ánni. Þegar ég kom að beljandi ánni, þá skellti ég stafnum niður og sentist á honum út í miðja á, og og þá stóð ég í mitti í vatni. „Komið þið nú bara á eftir, bölvaðir“, sagði ég. Og Jósúa hélt að það væri nú ekki mikið. Svo vözluðum við þarna yfir. Yið 'bárum allir bæði í bak og fyrir. Ég var með hér um bil 75 pund í báðum böggum og með borða yfir axlirnar. Þegar við komum yfir ána, mættum við þar manni, sem Valdimar hét, Björnsson frá Emmubergi, og hann sagði okkur, að kæmumst við yfir Blank, sem var næsti lækur, þá hefðum við þurran ís inn í Árnhús. Nú, það hélzt alltaf sama sólskinið og tíu stiga frost, og þegar við vorum komnir yfir Blank, sem var ekki neitt — svona rétt í kné — þá hlupum við ofan á ís í hend- ingskasti, til þess að ná í okkur hita eftir volkið. Þar var þurr ís, eins og Valdimar hafði sagt, og við bjuggumst nátt- úrlega við þurrum ís inn á Árnhús. Það var þó nokkuð langur spotti inn að Árnhúsatanga. En viti menn, þegar við vorum búnir að hlaupa eftir ísn- um í svona tíu til fimmtán mínútur, eða rúmlega það, þá er komið vatn ofan á ísinn. En þá vorum við komnir dá- lítið út á fjörðinn og bein lína var inn á Árnhúsatanga. Við hugsuðum lítið um vatnið og hlupum lengra inn til þess að vita, hvort við fengjum ekki þurran ís þar. Nei, það jókst alltaf vatnselgurinn, svo að við gerðum öðru hverju rennu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.